Gunnar Nelson og Eygló Ósk eru andlit samfélagsmiðlaherferðarinnar „Hreinn árangur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 16:00 Íþróttastjörnurnar Gunnar Nelson og Eygló Ósk Gústafsdóttir tala fyrir hreinum árangri í sinni íþróttaiðkun. Mynd/hreinnarangur.is. Lyfjaeftirlit Íslands hefur hrint af stað samfélagsmiðlaherferð undir yfirskriftinni „Hreinn árangur“. Átakið snýst um að stuðla að heilbrigðri líkamsrækt og íþróttum þar sem hreinn árangur í hvoru tveggja næst eingöngu með heilbrigðri þjálfun. Markmiðið er að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra frammistöðubætandi efna og eru félög hvött til þess að dreifa skilaboðunum áfram innan sinna raða. Það kemur fram á heimasíðu herferðarinnar að notkun sé algengari en margir halda og hjá báðum kynjum og á öllum aldri í öllum stéttum samfélagsins. Ólögleg lyfjanotkun er líka ekki einkamál og skaðleg áhrif efna geta verið skýr og komið fram strax eða þau geta verið óljósari og komið eftir langvarandi notkun. Sumar aukaverkanir geta verið óafturkræfar, hvort sem þær eru kynbundnar eða ekki. Nánar má lesa um átakið á slóðinni hreinnarangur.is og á Facebook-síðu verkefnisins. ÍSÍ hvetur fólk til þess að kíkja á facebookfilterinn, en þar er hægt að nota filterinn Hreinn árangur. Íþróttastjörnurnar Gunnar Nelson og Eygló Ósk Gústafsdóttir tala fyrir hreinum árangri í sinni íþróttaiðkun og eru að sjálfsögðu búin að prófa filterinn. Hér fyrir neðan má sjá útskýringar á heimasíðu herferðarinnar hreinnarangur.is.Hreinn árangur Hrein líkamsrækt er ein sterkasta forvörnin gegn alls kyns sjúkdómum og heilsuvá - líkamlegum og andlegum. Það er ekki hægt að stytta sér leið að hreinum árangri - það er einfaldlega enginn afsláttur af því. Að nota ólögleg frammistöðubætandi efni og lyf stríðir gegn öllu því sem íþróttir og líkams- og heilsurækt standa fyrir. Taktu þátt í að vera fyrirmynd og stundaðu líkamsrækt og íþróttir á hreinan hátt. Með samstilltu átaki er hægt að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra árangursbætandi efna.Notkun er algengari en margir halda Lyfjamisnotkun tíðkast hjá báðum kynjum og á öllum aldri í öllum stéttum samfélagsins. Notkun anabólískra stera er algengasta og þekktasta lyfjamisnotkunin. Hvatar að baki notkun stera er oft löngun til að bæta árangur í íþróttum og/eða til að hafa áhrif á útlit. Öll efni sem veita tilætluð áhrif geta einnig valdið aukaverkunum.Ólögleg lyfjanotkun er ekki einkamál Skaðleg áhrif efna geta verið skýr og komið fram strax eða þau geta verið óljósari og komið eftir langvarandi notkun. Það er alltaf einstaklingsbundið. Hvernig áhrif koma fram getur farið eftir kyni, skammtastærð, lengd notkunar, tegund efna og hvernig efnin eru notuð. Vöðvavöxtur sem fylgir lyfjamisnotkun gengur til baka þegar notkun er hætt en skaðlegar aukaverkanir geta þó verið viðvarandi.Þekktar aukaverkanir Líkamlegar aukaverkanir anabólískra stera og annarra hormóna hafa lengi verið þekktar. Nýlegar rannsóknir sýna að auk líkamlegra aukaverkana geta andlegar aukaverkanir haft gríðarlega alvarleg áhrif á heilsu. Sumar aukaverkanir geta verið óafturkræfar, hvort sem þær eru kynbundnar eða ekki. Íþróttir Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Giftu sig á gamlársdag Sjá meira
Lyfjaeftirlit Íslands hefur hrint af stað samfélagsmiðlaherferð undir yfirskriftinni „Hreinn árangur“. Átakið snýst um að stuðla að heilbrigðri líkamsrækt og íþróttum þar sem hreinn árangur í hvoru tveggja næst eingöngu með heilbrigðri þjálfun. Markmiðið er að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra frammistöðubætandi efna og eru félög hvött til þess að dreifa skilaboðunum áfram innan sinna raða. Það kemur fram á heimasíðu herferðarinnar að notkun sé algengari en margir halda og hjá báðum kynjum og á öllum aldri í öllum stéttum samfélagsins. Ólögleg lyfjanotkun er líka ekki einkamál og skaðleg áhrif efna geta verið skýr og komið fram strax eða þau geta verið óljósari og komið eftir langvarandi notkun. Sumar aukaverkanir geta verið óafturkræfar, hvort sem þær eru kynbundnar eða ekki. Nánar má lesa um átakið á slóðinni hreinnarangur.is og á Facebook-síðu verkefnisins. ÍSÍ hvetur fólk til þess að kíkja á facebookfilterinn, en þar er hægt að nota filterinn Hreinn árangur. Íþróttastjörnurnar Gunnar Nelson og Eygló Ósk Gústafsdóttir tala fyrir hreinum árangri í sinni íþróttaiðkun og eru að sjálfsögðu búin að prófa filterinn. Hér fyrir neðan má sjá útskýringar á heimasíðu herferðarinnar hreinnarangur.is.Hreinn árangur Hrein líkamsrækt er ein sterkasta forvörnin gegn alls kyns sjúkdómum og heilsuvá - líkamlegum og andlegum. Það er ekki hægt að stytta sér leið að hreinum árangri - það er einfaldlega enginn afsláttur af því. Að nota ólögleg frammistöðubætandi efni og lyf stríðir gegn öllu því sem íþróttir og líkams- og heilsurækt standa fyrir. Taktu þátt í að vera fyrirmynd og stundaðu líkamsrækt og íþróttir á hreinan hátt. Með samstilltu átaki er hægt að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra árangursbætandi efna.Notkun er algengari en margir halda Lyfjamisnotkun tíðkast hjá báðum kynjum og á öllum aldri í öllum stéttum samfélagsins. Notkun anabólískra stera er algengasta og þekktasta lyfjamisnotkunin. Hvatar að baki notkun stera er oft löngun til að bæta árangur í íþróttum og/eða til að hafa áhrif á útlit. Öll efni sem veita tilætluð áhrif geta einnig valdið aukaverkunum.Ólögleg lyfjanotkun er ekki einkamál Skaðleg áhrif efna geta verið skýr og komið fram strax eða þau geta verið óljósari og komið eftir langvarandi notkun. Það er alltaf einstaklingsbundið. Hvernig áhrif koma fram getur farið eftir kyni, skammtastærð, lengd notkunar, tegund efna og hvernig efnin eru notuð. Vöðvavöxtur sem fylgir lyfjamisnotkun gengur til baka þegar notkun er hætt en skaðlegar aukaverkanir geta þó verið viðvarandi.Þekktar aukaverkanir Líkamlegar aukaverkanir anabólískra stera og annarra hormóna hafa lengi verið þekktar. Nýlegar rannsóknir sýna að auk líkamlegra aukaverkana geta andlegar aukaverkanir haft gríðarlega alvarleg áhrif á heilsu. Sumar aukaverkanir geta verið óafturkræfar, hvort sem þær eru kynbundnar eða ekki.
Íþróttir Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Giftu sig á gamlársdag Sjá meira