Telur útilokað að hægt sé að skipa þann sem þegar situr í embættinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. maí 2019 12:15 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands. Vísir/Ernir Sitjandi dómarar við dómstól geta ekki sótt um laus embætti við sama dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Þetta segir fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands um umsóknir tveggja dómara við Landsrétt um stöðu dómara við réttinn sem losnaði þegar einn dómari lét af embætti sökum aldurs. Ásmundur Helgason og Ragnheiður Bragadóttir, dómarar við Landsrétt, eru á meðal umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem losnar í haust þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lætur af embætti sökum aldurs. Þau hafa bæði verið í leyfi frá dómstörfum síðan Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kvað upp dóm í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar hinn 12. mars síðastliðinn. Niðurstaða MDE var að íslenska ríkið hefði brotið gegn 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu en brotið fólst í því að dómari, sem ekki var löglega skipaður við Landsrétt að mati Mannrétttindadómstólsins, dæmdi í sakamáli Guðmundar Andra. Reyndar hefur Ragnheiður verið í námsleyfi lengur, eða frá 1. janúar síðastliðnum. Þau Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem skipaðir voru dómarar við Landsrétt á sínum tíma en voru ekki á meðal þeirra 15 umsækjenda sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, segir virða beri umsóknir þeirra Ásmundar og Ragnheiðar að vettugi því ekki sé hægt að skipa einstakling dómara við Landsrétt sem þegar gegni dómaraembætti við réttinn. „Þessir dómarar eru þegar með dómaraembætti við þennan dómstól. Ætli það teljist ekki skilyrði fyrir gildum umsóknum um stöðu að menn gegni henni ekki þá þegar. Það er enginn munur á þessum stöðum. Þetta eru fimmtán dómarastöður við Landsrétt og þeir sitja í tveimur þeirra. Þannig að ég lít svo á að þessar umsóknir séu að engu hafandi,“ segir Jón Steinar. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti mun nú fjalla um umsóknirnar. „Bæði dómsmálaráðherra og þessi nefnd ætti að mínu mati að virða þessar umsóknir að vettugi og ekki sinna þeim í því starfi sem er framundan við að skipa í þessa stöðu. Það hljóta allir menn að sjá að menn geta ekki sótt um stöðu sem þeir sitja þegar í,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formanni Dómarafélags Íslands, vegna málsins. Hún kaus að tjá sig ekki að svo stöddu. Á meðal annarra umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt eru Ástráður Haraldsson, Eiríkur Jónsson og Jón Höskuldsson. Þeir eru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, færði af lista þeirra 15 dómara sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd þegar dómsmálaráðherra gerði tilnefningu til Alþingis um skipun dómara við Landsrétt á sínum tíma. Aðrir umsækjendur eru Jónas Jóhannsson, lögmaður fyrrverandi héraðsdómari, Guðmundur Sigurðsson prófessor og Friðrik Ólafsson. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Sitjandi dómarar við dómstól geta ekki sótt um laus embætti við sama dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Þetta segir fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands um umsóknir tveggja dómara við Landsrétt um stöðu dómara við réttinn sem losnaði þegar einn dómari lét af embætti sökum aldurs. Ásmundur Helgason og Ragnheiður Bragadóttir, dómarar við Landsrétt, eru á meðal umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem losnar í haust þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lætur af embætti sökum aldurs. Þau hafa bæði verið í leyfi frá dómstörfum síðan Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kvað upp dóm í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar hinn 12. mars síðastliðinn. Niðurstaða MDE var að íslenska ríkið hefði brotið gegn 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu en brotið fólst í því að dómari, sem ekki var löglega skipaður við Landsrétt að mati Mannrétttindadómstólsins, dæmdi í sakamáli Guðmundar Andra. Reyndar hefur Ragnheiður verið í námsleyfi lengur, eða frá 1. janúar síðastliðnum. Þau Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem skipaðir voru dómarar við Landsrétt á sínum tíma en voru ekki á meðal þeirra 15 umsækjenda sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, segir virða beri umsóknir þeirra Ásmundar og Ragnheiðar að vettugi því ekki sé hægt að skipa einstakling dómara við Landsrétt sem þegar gegni dómaraembætti við réttinn. „Þessir dómarar eru þegar með dómaraembætti við þennan dómstól. Ætli það teljist ekki skilyrði fyrir gildum umsóknum um stöðu að menn gegni henni ekki þá þegar. Það er enginn munur á þessum stöðum. Þetta eru fimmtán dómarastöður við Landsrétt og þeir sitja í tveimur þeirra. Þannig að ég lít svo á að þessar umsóknir séu að engu hafandi,“ segir Jón Steinar. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti mun nú fjalla um umsóknirnar. „Bæði dómsmálaráðherra og þessi nefnd ætti að mínu mati að virða þessar umsóknir að vettugi og ekki sinna þeim í því starfi sem er framundan við að skipa í þessa stöðu. Það hljóta allir menn að sjá að menn geta ekki sótt um stöðu sem þeir sitja þegar í,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formanni Dómarafélags Íslands, vegna málsins. Hún kaus að tjá sig ekki að svo stöddu. Á meðal annarra umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt eru Ástráður Haraldsson, Eiríkur Jónsson og Jón Höskuldsson. Þeir eru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, færði af lista þeirra 15 dómara sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd þegar dómsmálaráðherra gerði tilnefningu til Alþingis um skipun dómara við Landsrétt á sínum tíma. Aðrir umsækjendur eru Jónas Jóhannsson, lögmaður fyrrverandi héraðsdómari, Guðmundur Sigurðsson prófessor og Friðrik Ólafsson.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira