Norður-Kóreumenn kalla Biden fávita Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2019 10:49 Joe Biden og Kim Jong Un. Vísir/AP Svo virðist sem að yfirvöld Norður-Kóreu hafi ekki tekið vel í það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hafi kallað Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, „harðstjóra“. Korean Central News Agency, opinber fréttaveita ríkisins, kallar Biden fífldjarfan vitleysing sem skorti grunnstoðir þess að vera í raun mennskur.Tilefni þessara skrifa er að Biden gagnrýndi um helgina Donald Trump, forseta, fyrir að koma sér í mjúkin hjá „harðstjórum og einræðisherrum“ eins og Kim og Vladimir Putín, forseta Rússlands. Í grein KCNA segir að Biden hafi móðgað Kim og sé fáviti með lága greindarvísitölu. Þar segir einnig að það að Biden telji sig vinsælan forsetaframbjóðenda, þrátt fyrir heimsku hans, sé til þess fallið að fá „kött til að hlæja“. Hvað svo sem það þýðir. Þar er einnig rifjað upp að Biden virtist eitt sinn sofna yfir ræðu Barack Obama, forseta, og hann hafi fengið falleinkunn í háskóla vegna ritstuldar. Þar að auki hafi hann verið sakaður um að stela ræðu bresks stjórnmálamanns. Biden er einnig sakaður um að hafa komið illa og gróflega fram við konur. „Jafnvel bandarískir fjölmiðlar skopast að honum sem manni með sturlaða munnræpu og segja hann hafa gaman af því að halda ræður en meini ekki orð sín,“ segir í grein KCNA. „Það er auðvelt að ímynda sér stefnumál sem svo vitlaus maður myndi reyna að fá framgengt.“ Þar að auki segir einnig að Biden verði aldrei fyrirgefið fyrir orð hans um Kim Jong Un og að hann muni gjalda fyrir þau. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem KCNA, sem táknar í raun ummæli stjórnvalda Norður-Kóreu, talar með þessum hætti um aðila sem einræðisstjórn landsins telur andstæðinga sína. Trump var eitt sinn kallaður geðveill og elliær, Obama var kallaður api og Park Geun-hye, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu og fyrsta konan til að gegna því embætti, var eitt sinn kölluð vændiskona, samkvæmt AP fréttaveitunni.Viðræður á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins, hafa átt sér stað undanfarna mánuði. Eftir að fundur Trump og Kim í febrúar skilaði engri niðurstöðu virðist þó sem viðræðurnar hafi staðnað. Þrátt fyrir það hefur Trump talað um að gott persónulegt samband hans og Kim muni leiða til niðurstöðu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Norður-Kórea Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Sjá meira
Svo virðist sem að yfirvöld Norður-Kóreu hafi ekki tekið vel í það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hafi kallað Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, „harðstjóra“. Korean Central News Agency, opinber fréttaveita ríkisins, kallar Biden fífldjarfan vitleysing sem skorti grunnstoðir þess að vera í raun mennskur.Tilefni þessara skrifa er að Biden gagnrýndi um helgina Donald Trump, forseta, fyrir að koma sér í mjúkin hjá „harðstjórum og einræðisherrum“ eins og Kim og Vladimir Putín, forseta Rússlands. Í grein KCNA segir að Biden hafi móðgað Kim og sé fáviti með lága greindarvísitölu. Þar segir einnig að það að Biden telji sig vinsælan forsetaframbjóðenda, þrátt fyrir heimsku hans, sé til þess fallið að fá „kött til að hlæja“. Hvað svo sem það þýðir. Þar er einnig rifjað upp að Biden virtist eitt sinn sofna yfir ræðu Barack Obama, forseta, og hann hafi fengið falleinkunn í háskóla vegna ritstuldar. Þar að auki hafi hann verið sakaður um að stela ræðu bresks stjórnmálamanns. Biden er einnig sakaður um að hafa komið illa og gróflega fram við konur. „Jafnvel bandarískir fjölmiðlar skopast að honum sem manni með sturlaða munnræpu og segja hann hafa gaman af því að halda ræður en meini ekki orð sín,“ segir í grein KCNA. „Það er auðvelt að ímynda sér stefnumál sem svo vitlaus maður myndi reyna að fá framgengt.“ Þar að auki segir einnig að Biden verði aldrei fyrirgefið fyrir orð hans um Kim Jong Un og að hann muni gjalda fyrir þau. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem KCNA, sem táknar í raun ummæli stjórnvalda Norður-Kóreu, talar með þessum hætti um aðila sem einræðisstjórn landsins telur andstæðinga sína. Trump var eitt sinn kallaður geðveill og elliær, Obama var kallaður api og Park Geun-hye, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu og fyrsta konan til að gegna því embætti, var eitt sinn kölluð vændiskona, samkvæmt AP fréttaveitunni.Viðræður á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins, hafa átt sér stað undanfarna mánuði. Eftir að fundur Trump og Kim í febrúar skilaði engri niðurstöðu virðist þó sem viðræðurnar hafi staðnað. Þrátt fyrir það hefur Trump talað um að gott persónulegt samband hans og Kim muni leiða til niðurstöðu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Norður-Kórea Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Sjá meira