Stærsta verkefni Íslendinga í umhverfismálum er í Kína Heimir Már Pétursson skrifar 21. maí 2019 20:30 Íslendingar koma að uppbyggingu og rekstri á stærsta hitaveitukerfi í heimi í tugum borga í Kína. Þannig hjálpar íslenskt hugvit og áratugareynsla á uppbyggingu hitaveitna Kínverjum að losa borgir undan mikilli loftmengun sem fylgir kolaorkuverum. Sigsteinn Grétarsson forstjóri Arctic Green Energy segir samvinnu íslenska fyrirtækisins og kínverska orkurisans Sinopec ná allt aftur til ársins 2006 þegar þáverandi forseti Kína kom í opinbera heimsókn til Íslands í boði Ólafs Ragnars Grímssonar. „Hann á mjög stóran hluta í því að þetta hófst árið 2006,“ segir Sigsteinn en Ólafur Ragnar hafi verið óþreytandi í að kynna möguleika jarðvarmans fyrir Kínverjum. Arctic Green Energy kemur að lagningu hitaveitna í um 60 borgum í Kína. En eitt stærsta verkefnið er að byggja hitaveitu fyrir nýja borg skammt fyrir utan Beijing sem heitir Xiongan. Til að skýra stærðina á þessu verkefni hjá Arctic Green Energy í Xiongan munu í framtíðinni, kannski innan tveggja til þriggja áratuga, búa um 4,5 milljónir manna í nýju borginni. En fyrirhugað er að flytja um 30 prósent starfsmanna stjórnsýslunnar í Beijing til borgarinnar.Hita nú þegar upp 40 milljónir fermetra „Þetta er stærsta jarðvarmaverkefni eða jarðhitaveita heims og sú sem er að vaxa hvað hraðast. Við erum í dag með um 40 milljón fermetra í hitun,“ segir Sigsteinn. Og eftir því sem borgin stækki muni hitaveitan ná til um 70 milljón fermetra en hún er nú þegar fjórum til fimm sinnum stærri en allar hitaveitur til samans á Íslandi. Uppbyggingin gerir Kínverjum kleift að minnka kolabrennslu sína um milljónir tonna, því í dag er hitun húsa og kæling að mestu fengin með orku frá kolaorkuverum. „Í Kína hafa menn áttað sig á því að jarðhitinn er möguleiki sem hægt er að nýta. Við þekkjum þetta á Íslandi. En þeir hafa verið að hita með kolum og í dag erum við búin að skipta eins og ég segi fjórum gígavöttum úr kolahitun yfir í hreina jarðhitaorku. Sem skiptir verulega miklu máli þegar kemur að loftlagsmálum,“ segir Sigsteinn. Stærstu verkefnin séu í kringum Beijing. „Á þessu svæði eru einar bestu lághitaauðlindir heims sem hingað til hafa ekki verið nýttar. Þannig að ef við horfum á bæði það sem búið er að gera hér á síðustu árum og það sem gert verður á næstu árum þá er þetta lang, lang stærsta verkefni í umhverfismálum sem Íslendingar koma að,“ segir Sigsteinn Grétarsson. Kína Orkumál Umhverfismál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Íslendingar koma að uppbyggingu og rekstri á stærsta hitaveitukerfi í heimi í tugum borga í Kína. Þannig hjálpar íslenskt hugvit og áratugareynsla á uppbyggingu hitaveitna Kínverjum að losa borgir undan mikilli loftmengun sem fylgir kolaorkuverum. Sigsteinn Grétarsson forstjóri Arctic Green Energy segir samvinnu íslenska fyrirtækisins og kínverska orkurisans Sinopec ná allt aftur til ársins 2006 þegar þáverandi forseti Kína kom í opinbera heimsókn til Íslands í boði Ólafs Ragnars Grímssonar. „Hann á mjög stóran hluta í því að þetta hófst árið 2006,“ segir Sigsteinn en Ólafur Ragnar hafi verið óþreytandi í að kynna möguleika jarðvarmans fyrir Kínverjum. Arctic Green Energy kemur að lagningu hitaveitna í um 60 borgum í Kína. En eitt stærsta verkefnið er að byggja hitaveitu fyrir nýja borg skammt fyrir utan Beijing sem heitir Xiongan. Til að skýra stærðina á þessu verkefni hjá Arctic Green Energy í Xiongan munu í framtíðinni, kannski innan tveggja til þriggja áratuga, búa um 4,5 milljónir manna í nýju borginni. En fyrirhugað er að flytja um 30 prósent starfsmanna stjórnsýslunnar í Beijing til borgarinnar.Hita nú þegar upp 40 milljónir fermetra „Þetta er stærsta jarðvarmaverkefni eða jarðhitaveita heims og sú sem er að vaxa hvað hraðast. Við erum í dag með um 40 milljón fermetra í hitun,“ segir Sigsteinn. Og eftir því sem borgin stækki muni hitaveitan ná til um 70 milljón fermetra en hún er nú þegar fjórum til fimm sinnum stærri en allar hitaveitur til samans á Íslandi. Uppbyggingin gerir Kínverjum kleift að minnka kolabrennslu sína um milljónir tonna, því í dag er hitun húsa og kæling að mestu fengin með orku frá kolaorkuverum. „Í Kína hafa menn áttað sig á því að jarðhitinn er möguleiki sem hægt er að nýta. Við þekkjum þetta á Íslandi. En þeir hafa verið að hita með kolum og í dag erum við búin að skipta eins og ég segi fjórum gígavöttum úr kolahitun yfir í hreina jarðhitaorku. Sem skiptir verulega miklu máli þegar kemur að loftlagsmálum,“ segir Sigsteinn. Stærstu verkefnin séu í kringum Beijing. „Á þessu svæði eru einar bestu lághitaauðlindir heims sem hingað til hafa ekki verið nýttar. Þannig að ef við horfum á bæði það sem búið er að gera hér á síðustu árum og það sem gert verður á næstu árum þá er þetta lang, lang stærsta verkefni í umhverfismálum sem Íslendingar koma að,“ segir Sigsteinn Grétarsson.
Kína Orkumál Umhverfismál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira