Gerði sér ekki grein fyrir alvarleika veikindanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. maí 2019 13:31 Kristín vill vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að ræða opinskátt um líðan sína. Það sé mikilvægt að opna umræðuna um fíknisjúkdóma. Kristín Sif Björgvinsdóttir, íþróttakona og útvarpskona á 100, hafði búið með unnusta sínum og barnsföður Brynjari Berg Guðmundssyni í tæp tólf ár þegar hún kom einn daginn að honum látnum á heimili þeirra. Hann hafði þá fallið fyrir eigin hendi. Kristín opnaði sig um þessa átakanlegu lífsreynslu og djúpstæðu sorg í tilfinningaþrungnu viðtali í Íslandi í dag. Hún vill vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að ræða opinskátt um líðan sína. Það sé mikilvægt að opna umræðuna um fíknisjúkdóma. Brynjar hafði verið í fíkniefnaneyslu um tíma án vitundar Kristínar og barnanna. Þegar það komst upp fór hann í meðferð á Vogi og að henni lokinni hélt Kristín að hann væri á batavegi. „Nokkrum dögum áður en hann fer í meðferð þá segi ég við hann: ég vil þennan djöfulsins fíkil burt úr okkar lífi og ég vil fá Brynjar til baka. Og ég vildi það af því ég var ekki tilbúin að gefast upp,“ segir Kristín sem bætir við að hún hefði ekki gert sér grein fyrir hversu veikur hann hefði verið fyrr en eftir Brynjar lést.“ Daginn sem Brynjar lést sagðist hann þurfa að taka til í bílskúrnum og Kristín fór að venju í sína vinnu. Þegar Kristín kom heim úr vinnunni kom hún að Brynjari látnum í bílskúrnum. „Þar bara var hann, alveg við hurðina. Og það var bara eins og það hefði kjarnorkusprenging sprungið innan í mér. Ég bara trúði ekki að þetta væri að gerast. Þegar maður upplifir þetta. Við vorum saman í næstum tólf ár og búin að ganga í gegnum alls konar og ég trúði þessu ekki.“ Kristín hóf strax endurlífgun en án árangurs. „Mig minnir að ég hafi sagt við manninn hjá neyðarlínunni að ég vissi hvernig þetta var en á sama tíma var vonin svo sterk um að hann myndi hafa þetta af. Þetta gat ekki verið að koma fyrir okkur og hann og að þetta væri ákvörðun sem hann tók, sem svo seinna ég komst að að væri ekkert hans ákvörðun af því svona er þessi sjúkdómur og þessi veikindi.“ Kristín segir að hún hafi fengið góða aðstoð eftir áfallið. Henni hafi verið bent á að það væri gott að hún gæti ekki skilið hvernig það væri að fara þessa leið. „Það er gott fyrir okkur. Það væri mjög alvarlegt ef maður myndi skilja það.“ Kristín segir að það sé mikilvægt að halda á lofti opinni umræðu um fíknivanda og sjálfsvíg af hans völdum. „Við verðum að segja satt. Ég ákvað að segja satt líka til að brjóta þennan hlekk sem gengur niður margar fjölskyldur út af því að óheiðarleikinn heldur áfram.“ Kristín segist vilja segja satt um áfallið og segir hiklaust frá því sem dró hann til dauða. „Hann dó af því að hann var veikur.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira
Kristín Sif Björgvinsdóttir, íþróttakona og útvarpskona á 100, hafði búið með unnusta sínum og barnsföður Brynjari Berg Guðmundssyni í tæp tólf ár þegar hún kom einn daginn að honum látnum á heimili þeirra. Hann hafði þá fallið fyrir eigin hendi. Kristín opnaði sig um þessa átakanlegu lífsreynslu og djúpstæðu sorg í tilfinningaþrungnu viðtali í Íslandi í dag. Hún vill vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að ræða opinskátt um líðan sína. Það sé mikilvægt að opna umræðuna um fíknisjúkdóma. Brynjar hafði verið í fíkniefnaneyslu um tíma án vitundar Kristínar og barnanna. Þegar það komst upp fór hann í meðferð á Vogi og að henni lokinni hélt Kristín að hann væri á batavegi. „Nokkrum dögum áður en hann fer í meðferð þá segi ég við hann: ég vil þennan djöfulsins fíkil burt úr okkar lífi og ég vil fá Brynjar til baka. Og ég vildi það af því ég var ekki tilbúin að gefast upp,“ segir Kristín sem bætir við að hún hefði ekki gert sér grein fyrir hversu veikur hann hefði verið fyrr en eftir Brynjar lést.“ Daginn sem Brynjar lést sagðist hann þurfa að taka til í bílskúrnum og Kristín fór að venju í sína vinnu. Þegar Kristín kom heim úr vinnunni kom hún að Brynjari látnum í bílskúrnum. „Þar bara var hann, alveg við hurðina. Og það var bara eins og það hefði kjarnorkusprenging sprungið innan í mér. Ég bara trúði ekki að þetta væri að gerast. Þegar maður upplifir þetta. Við vorum saman í næstum tólf ár og búin að ganga í gegnum alls konar og ég trúði þessu ekki.“ Kristín hóf strax endurlífgun en án árangurs. „Mig minnir að ég hafi sagt við manninn hjá neyðarlínunni að ég vissi hvernig þetta var en á sama tíma var vonin svo sterk um að hann myndi hafa þetta af. Þetta gat ekki verið að koma fyrir okkur og hann og að þetta væri ákvörðun sem hann tók, sem svo seinna ég komst að að væri ekkert hans ákvörðun af því svona er þessi sjúkdómur og þessi veikindi.“ Kristín segir að hún hafi fengið góða aðstoð eftir áfallið. Henni hafi verið bent á að það væri gott að hún gæti ekki skilið hvernig það væri að fara þessa leið. „Það er gott fyrir okkur. Það væri mjög alvarlegt ef maður myndi skilja það.“ Kristín segir að það sé mikilvægt að halda á lofti opinni umræðu um fíknivanda og sjálfsvíg af hans völdum. „Við verðum að segja satt. Ég ákvað að segja satt líka til að brjóta þennan hlekk sem gengur niður margar fjölskyldur út af því að óheiðarleikinn heldur áfram.“ Kristín segist vilja segja satt um áfallið og segir hiklaust frá því sem dró hann til dauða. „Hann dó af því að hann var veikur.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira