Íhuga að kvarta vegna framkomu flugfélagsins við Hatara Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. maí 2019 10:40 Hatarar flugu með hinu ísraelska EL AL frá Ísrael til Lundúna. Getty/SOPA Images Íslenska Eurovision-sendinefndin íhugar nú næstu skref eftir framgöngu starfsmanna flugfélagsins EL AL. Eins og greint var frá í gær montuðu þeir sig á netinu að hafa gefið meðlimum Hatara verstu sætin í flugvélinni á leið frá Ben Gurion-flugvelli til Lundúna í gærmorgun. Trommari Hatara, Einar Stefánsson, birti skjáskot af montinu, sem flugfreyja umrædds flugfélags segir þó að sé á misskilningi byggt.Sjá einnig: Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel AvivFelix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segist í samtali við Morgunblaðið í dag vera ósáttur við hegðun flugfélagsstarfsmannanna. Svo virðist sem það hafi verið meðvituð ákvörðun þeirra að stía í sundur Hatara-meðlimum í flugvélinni og sjá til þess að þau fengju öll léleg sæti. Felix segir að íslenska sendinefndin hafi íhugað að gera mál úr framferðinu strax á Ben Gurion-flugvelli en látið það vera. Enn sé verið að ákveða hvort hópurinn ætli sér að gera frekara mál úr þessu - og þá leggja fram formlega kvörtun. „Auk þess sem við vildum ræða við okkar menn hjá Ríkisútvarpinu um hvað fólk vildi að við gerðum í þessu, en mér finnst þetta ekki gott mál,“ segir Felix við Morgunblaðið.Grín tekið úr samhengi Vísir sendi í morgun fyrirspurn á EL AL, vegna málsins en ekkert svar hefur enn borist. Á vef ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar Reshet 13 er hins vegar haft eftir flugfreyjunni sem birti montið að fyrrnefnd skjáskot, sem Einar deildi, séu tekin úr samhengi. Þetta hafi einfaldlega verið góðlátlegt grín sem var birt á lokuðu Facebook-svæði fyrir starfsmenn flugfélagsins. Þar að auki hafi Hatarafólki ekki verið stíað í sundur, þvert á móti hafi þau setið í röð. Eurovision Tengdar fréttir Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. 20. maí 2019 14:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Íslenska Eurovision-sendinefndin íhugar nú næstu skref eftir framgöngu starfsmanna flugfélagsins EL AL. Eins og greint var frá í gær montuðu þeir sig á netinu að hafa gefið meðlimum Hatara verstu sætin í flugvélinni á leið frá Ben Gurion-flugvelli til Lundúna í gærmorgun. Trommari Hatara, Einar Stefánsson, birti skjáskot af montinu, sem flugfreyja umrædds flugfélags segir þó að sé á misskilningi byggt.Sjá einnig: Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel AvivFelix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segist í samtali við Morgunblaðið í dag vera ósáttur við hegðun flugfélagsstarfsmannanna. Svo virðist sem það hafi verið meðvituð ákvörðun þeirra að stía í sundur Hatara-meðlimum í flugvélinni og sjá til þess að þau fengju öll léleg sæti. Felix segir að íslenska sendinefndin hafi íhugað að gera mál úr framferðinu strax á Ben Gurion-flugvelli en látið það vera. Enn sé verið að ákveða hvort hópurinn ætli sér að gera frekara mál úr þessu - og þá leggja fram formlega kvörtun. „Auk þess sem við vildum ræða við okkar menn hjá Ríkisútvarpinu um hvað fólk vildi að við gerðum í þessu, en mér finnst þetta ekki gott mál,“ segir Felix við Morgunblaðið.Grín tekið úr samhengi Vísir sendi í morgun fyrirspurn á EL AL, vegna málsins en ekkert svar hefur enn borist. Á vef ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar Reshet 13 er hins vegar haft eftir flugfreyjunni sem birti montið að fyrrnefnd skjáskot, sem Einar deildi, séu tekin úr samhengi. Þetta hafi einfaldlega verið góðlátlegt grín sem var birt á lokuðu Facebook-svæði fyrir starfsmenn flugfélagsins. Þar að auki hafi Hatarafólki ekki verið stíað í sundur, þvert á móti hafi þau setið í röð.
Eurovision Tengdar fréttir Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. 20. maí 2019 14:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. 20. maí 2019 14:00