Þurfa að stinga af frá sínum félagsliðum til að geta keppt á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2019 23:00 Alex Morgan, Lauren Holiday, Abby Wambach og Whitney Engen fagna sigri bandaríska landsliðsins á HM 2015. Getty/Christopher Morris Margir af bestu leikmönnum heims í kvennafótboltanum munu missa af fullt af leikjum með sínum liðum á meðan þeir taka þátt í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi. HM kvenna í knattspyrnu í sumar hefur liggur við sömu áhrif á bandarísku kvennadeildina á fótbolta eins og Afríkukeppnin var á árum fyrir ensku úrvalsdeildina. Afríkukeppnin fór þá fram í byrjun ársins og þá var enska úrvalsdeildin í fullum gangi. Ensku liðin misstu því oft lykilmenn í margar vikur. Þessu hefur nú verið breytt með því að færa Afríkukeppnina inn á sumarið. Vandamálið með HM kvenna í fótbolta að bandaríska deildin fer fram frá apríl fram í október og það þótti ekki vera möguleiki á því að búa til almennilegt frí í kringum heimsmeistarakeppnina. Það verður því ekkert langt hlé gert á bandarísku deildinni á meðan HM fer fram í Frakklandi í júní og júlí. Það skiptir engu þótt að bandaríska landsliðið ætli sér þar að verja heimsmeistaratitilinn.Washington Spirit, NWSL adjust to more departures to Women’s World Cup https://t.co/Y9pjAcPIRu — Post Sports (@PostSports) May 20, 2019Fullt af leikmönnum úr bandarísku deildinni hafa verið valdar í HM-hópa sinna þjóða og verða því frá sínum liðum í margar vikur. Engir leikir fara fram í bandarísku deildinni frá 3. til 14. júní en heimsmeistarakeppnin nær frá 7. júní til 7. júlí. Sumar þjóðir detta fyrr úr keppni en bestu liðin eiga líka flesta leikmenn í bandarísku deildinni. Alls munu um sextíu leikmenn úr deildinni yfirgefa sín félög og fara til móts við landslið sín. Leikmenn þurfa að fara mörgum vikum fyrir keppni og þurfa líka sinn tíma til að jafna sig eftir hana. Allir leikmenn bandaríska landsliðsins spila sem dæmi í bandarísku deildinni og fari bandaríska liðið alla leið og eins og búist er við þá munu þeir leikmenn missa af níu leikjum (af 24) eða 38 prósent af tímabilinu. Deildin þarf ekki að hafa áhyggjur af íslensku landsliðskonunum Dagnýju Brynjarsdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem verða enn mikilvægari fyrir sín lið á meðan HM-leikmennirnir eru í burtu. HM 2019 í Frakklandi NWSL Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Margir af bestu leikmönnum heims í kvennafótboltanum munu missa af fullt af leikjum með sínum liðum á meðan þeir taka þátt í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi. HM kvenna í knattspyrnu í sumar hefur liggur við sömu áhrif á bandarísku kvennadeildina á fótbolta eins og Afríkukeppnin var á árum fyrir ensku úrvalsdeildina. Afríkukeppnin fór þá fram í byrjun ársins og þá var enska úrvalsdeildin í fullum gangi. Ensku liðin misstu því oft lykilmenn í margar vikur. Þessu hefur nú verið breytt með því að færa Afríkukeppnina inn á sumarið. Vandamálið með HM kvenna í fótbolta að bandaríska deildin fer fram frá apríl fram í október og það þótti ekki vera möguleiki á því að búa til almennilegt frí í kringum heimsmeistarakeppnina. Það verður því ekkert langt hlé gert á bandarísku deildinni á meðan HM fer fram í Frakklandi í júní og júlí. Það skiptir engu þótt að bandaríska landsliðið ætli sér þar að verja heimsmeistaratitilinn.Washington Spirit, NWSL adjust to more departures to Women’s World Cup https://t.co/Y9pjAcPIRu — Post Sports (@PostSports) May 20, 2019Fullt af leikmönnum úr bandarísku deildinni hafa verið valdar í HM-hópa sinna þjóða og verða því frá sínum liðum í margar vikur. Engir leikir fara fram í bandarísku deildinni frá 3. til 14. júní en heimsmeistarakeppnin nær frá 7. júní til 7. júlí. Sumar þjóðir detta fyrr úr keppni en bestu liðin eiga líka flesta leikmenn í bandarísku deildinni. Alls munu um sextíu leikmenn úr deildinni yfirgefa sín félög og fara til móts við landslið sín. Leikmenn þurfa að fara mörgum vikum fyrir keppni og þurfa líka sinn tíma til að jafna sig eftir hana. Allir leikmenn bandaríska landsliðsins spila sem dæmi í bandarísku deildinni og fari bandaríska liðið alla leið og eins og búist er við þá munu þeir leikmenn missa af níu leikjum (af 24) eða 38 prósent af tímabilinu. Deildin þarf ekki að hafa áhyggjur af íslensku landsliðskonunum Dagnýju Brynjarsdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem verða enn mikilvægari fyrir sín lið á meðan HM-leikmennirnir eru í burtu.
HM 2019 í Frakklandi NWSL Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira