Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2019 07:00 Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson. Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. Þetta kemur fram í heimildarmynd um Hatara sem birt var á YouTube á dögunum. Samkvæmt heimildum Vísis töldu liðsmenn Hatara það líklegra til árangurs að koma inn í Söngvakeppnina sem hljómsveit sem hefði hætt, því það myndi skapa meira umtal og athygli. Vísir birti á sínum tíma föstudagspaylista Hatara, sem var titlaður endalokaplaylistinn. Heimildarmyndin er athyglisverð áhorfs ekki síst nú þegar þátttöku Hatara í Eurovision er lokið. Í myndinni er rætt við liðsmenn Hatara eftir sigurinn í Söngvakeppninni, plön þeirra og væntingar auk þess sem áhorfandinn fær dýpri skilning á því um hvað Hatari snýst. Hvernig frændurnir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan hafi frá unga aldri bætt hvorn annan upp. Klemens sé góður á gítar, hafi gert alls konar prufur en Matthías einbeitt sér að textagerð. Svo hafi fleiri og fleiri bæst í hópinn, allir tilbúnir í að vera eitthvað meira en hljómsveit. Standa fyrir eitthvað og breiða út boðskap. „Skapa umræðu og vekja fólk til umhugsunar,“ eins og Andrean dansari kemst að orði. Á hann þar við ástandið í heiminum á 21. öldinni þar sem neysluhyggjan ræður ríkjum. Hann segist sjálfur hafa viljað að Ísland sniðgengi keppnina en skipt um skoðun þegar honum bauðst að syngja með Hatara. Þá kemur fram hvaða ólíku væntingar þau geri hvert fyrir sig til Eurovision. Sumir vilja vinna en aðrir telja það algjört aukaatriði. Betri árangur myndi samt þýða að boðskapurinn dreifðist víðar. Anna Hildur Hildibrandardóttir leikstýrir myndinni en hún er eiginkona Gísla Þórs Guðmundssonar, betur þekktur sem Gis Von Ice, umboðsmanns Hatara. Myndin er unnin í samvinnu við RÚV en birt á YouTube. Baldvin Vernharðsson sá um kvikmyndatöku. Þau eru sömuleiðis með mynd í vinnslu um þátttöku sveitarinnar í Eurovision í Ísrael.Uppfært klukkan 10:33: Hér áður var vísað í eintak af myndinni sem var aðgengilegt á YouTube. Ábending barst frá rétthöfum um að myndinni hafi verið hlaðið upp í óleyfi og hefur hlekkurinn því verið fjarlægður. Bíó og sjónvarp Eurovision Tónlist Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. Þetta kemur fram í heimildarmynd um Hatara sem birt var á YouTube á dögunum. Samkvæmt heimildum Vísis töldu liðsmenn Hatara það líklegra til árangurs að koma inn í Söngvakeppnina sem hljómsveit sem hefði hætt, því það myndi skapa meira umtal og athygli. Vísir birti á sínum tíma föstudagspaylista Hatara, sem var titlaður endalokaplaylistinn. Heimildarmyndin er athyglisverð áhorfs ekki síst nú þegar þátttöku Hatara í Eurovision er lokið. Í myndinni er rætt við liðsmenn Hatara eftir sigurinn í Söngvakeppninni, plön þeirra og væntingar auk þess sem áhorfandinn fær dýpri skilning á því um hvað Hatari snýst. Hvernig frændurnir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan hafi frá unga aldri bætt hvorn annan upp. Klemens sé góður á gítar, hafi gert alls konar prufur en Matthías einbeitt sér að textagerð. Svo hafi fleiri og fleiri bæst í hópinn, allir tilbúnir í að vera eitthvað meira en hljómsveit. Standa fyrir eitthvað og breiða út boðskap. „Skapa umræðu og vekja fólk til umhugsunar,“ eins og Andrean dansari kemst að orði. Á hann þar við ástandið í heiminum á 21. öldinni þar sem neysluhyggjan ræður ríkjum. Hann segist sjálfur hafa viljað að Ísland sniðgengi keppnina en skipt um skoðun þegar honum bauðst að syngja með Hatara. Þá kemur fram hvaða ólíku væntingar þau geri hvert fyrir sig til Eurovision. Sumir vilja vinna en aðrir telja það algjört aukaatriði. Betri árangur myndi samt þýða að boðskapurinn dreifðist víðar. Anna Hildur Hildibrandardóttir leikstýrir myndinni en hún er eiginkona Gísla Þórs Guðmundssonar, betur þekktur sem Gis Von Ice, umboðsmanns Hatara. Myndin er unnin í samvinnu við RÚV en birt á YouTube. Baldvin Vernharðsson sá um kvikmyndatöku. Þau eru sömuleiðis með mynd í vinnslu um þátttöku sveitarinnar í Eurovision í Ísrael.Uppfært klukkan 10:33: Hér áður var vísað í eintak af myndinni sem var aðgengilegt á YouTube. Ábending barst frá rétthöfum um að myndinni hafi verið hlaðið upp í óleyfi og hefur hlekkurinn því verið fjarlægður.
Bíó og sjónvarp Eurovision Tónlist Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira