Vatnsflaska óvart í lokaþætti Game of Thrones Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. maí 2019 11:15 Glöggir aðdáendur Game of Thrones komu auga á vatnsflösku í lokaþættinum. Vísir/ap Komið er að leiðarlokum hinnar geysivinsælu þáttaraðar Game of Thrones eftir átta farsæl ár á skjánum. Lokaþátturinn, sem er númer 73. í röðinni, var sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni HBO og Stöð 2 klukkan eitt í nótt. Í þessari frétt verður ekki farið ofan í saumana á atburðarásinni en greining Samúels Karls Ólasonar, blaðamanns Vísis, á lokaþættinum mun birtast í kvöld. Kaffibolli frá Starbucks-keðjunni sást fyrir slysni í einu atriðinu í fjórða þætti Game of Thrones og olli þetta miklu fjaðrafoki á samfélagsmiðlum. Hið sama var uppi á teningnum í lokaþættinum í gær því glöggir aðdáendur þáttanna tóku eftir því að vatnsflaska sást gægjast fyrir aftan vinstri fótlegg Samwells Tarly í King‘s Landing, höfuðborg Westeros.a water bottle in King’s Landing!! #got#gameofthronespic.twitter.com/mwGQlsLwnh — Beth (@bethisloco) May 20, 2019 Variety hafði eftir Hauke Richter, listrænum stjórnanda þáttanna, að það væri alls ekki óalgengt að hlutir gleymdust á setti og sæjust í þáttunum jafnvel eftir alla eftirvinnslu. Óhætt er að segja að mikil spenna hafði byggst upp fyrir lokaþáttinn en blásið var til Game of Thrones áhorfsveislna víða um heim. Þættirnir í nýjustu seríunni slógu hvert áhorfsmetið á fætur öðru og hefur enginn sjónvarpsþáttur hlotið jafn mörg Emmy-verðlaun. Þó eru alls ekki allir sáttir við lokaseríuna og rúm milljón áhorfenda hafa skrifað undir ákall um að lokaserían yrði endurgerð „með hæfari handritshöfundum“. Er það mat margra að handritið að síðustu seríunni hefði verið skrifað í of miklum flýti. Rithöfundurinn Stephen King kom handritshöfundum þáttanna til varnar. „Það hefur verið heilmikil neikvæðni gagnvart lokaþáttaröðinni en ég held að skýringin sé einfaldlega sú að fólk hafi yfir höfuð ekki viljað nein endalok.“ Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Heitt í kolunum í Westeros Hér er fjallað um fimmta þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 14. maí 2019 08:45 Bjóða fólki að veðja á lokaþátt Game of Thrones Veðmálaþjónustan Betsson hefur ákveðið að bjóða notendum sínum upp á þann möguleika að veðja á lokaþátt Game of Thrones. 19. maí 2019 19:07 Leikstjórnandi Packers grillaður í Game of Thrones | Myndband Stórstjarnan Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var á meðal fjölda aukaleikara í nýjasta þætti Game of Thrones. Þar fékk hann makleg málagjöld. 14. maí 2019 22:00 Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fleiri fréttir Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Sjá meira
Komið er að leiðarlokum hinnar geysivinsælu þáttaraðar Game of Thrones eftir átta farsæl ár á skjánum. Lokaþátturinn, sem er númer 73. í röðinni, var sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni HBO og Stöð 2 klukkan eitt í nótt. Í þessari frétt verður ekki farið ofan í saumana á atburðarásinni en greining Samúels Karls Ólasonar, blaðamanns Vísis, á lokaþættinum mun birtast í kvöld. Kaffibolli frá Starbucks-keðjunni sást fyrir slysni í einu atriðinu í fjórða þætti Game of Thrones og olli þetta miklu fjaðrafoki á samfélagsmiðlum. Hið sama var uppi á teningnum í lokaþættinum í gær því glöggir aðdáendur þáttanna tóku eftir því að vatnsflaska sást gægjast fyrir aftan vinstri fótlegg Samwells Tarly í King‘s Landing, höfuðborg Westeros.a water bottle in King’s Landing!! #got#gameofthronespic.twitter.com/mwGQlsLwnh — Beth (@bethisloco) May 20, 2019 Variety hafði eftir Hauke Richter, listrænum stjórnanda þáttanna, að það væri alls ekki óalgengt að hlutir gleymdust á setti og sæjust í þáttunum jafnvel eftir alla eftirvinnslu. Óhætt er að segja að mikil spenna hafði byggst upp fyrir lokaþáttinn en blásið var til Game of Thrones áhorfsveislna víða um heim. Þættirnir í nýjustu seríunni slógu hvert áhorfsmetið á fætur öðru og hefur enginn sjónvarpsþáttur hlotið jafn mörg Emmy-verðlaun. Þó eru alls ekki allir sáttir við lokaseríuna og rúm milljón áhorfenda hafa skrifað undir ákall um að lokaserían yrði endurgerð „með hæfari handritshöfundum“. Er það mat margra að handritið að síðustu seríunni hefði verið skrifað í of miklum flýti. Rithöfundurinn Stephen King kom handritshöfundum þáttanna til varnar. „Það hefur verið heilmikil neikvæðni gagnvart lokaþáttaröðinni en ég held að skýringin sé einfaldlega sú að fólk hafi yfir höfuð ekki viljað nein endalok.“
Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Heitt í kolunum í Westeros Hér er fjallað um fimmta þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 14. maí 2019 08:45 Bjóða fólki að veðja á lokaþátt Game of Thrones Veðmálaþjónustan Betsson hefur ákveðið að bjóða notendum sínum upp á þann möguleika að veðja á lokaþátt Game of Thrones. 19. maí 2019 19:07 Leikstjórnandi Packers grillaður í Game of Thrones | Myndband Stórstjarnan Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var á meðal fjölda aukaleikara í nýjasta þætti Game of Thrones. Þar fékk hann makleg málagjöld. 14. maí 2019 22:00 Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fleiri fréttir Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Sjá meira
Game of Thrones: Heitt í kolunum í Westeros Hér er fjallað um fimmta þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 14. maí 2019 08:45
Bjóða fólki að veðja á lokaþátt Game of Thrones Veðmálaþjónustan Betsson hefur ákveðið að bjóða notendum sínum upp á þann möguleika að veðja á lokaþátt Game of Thrones. 19. maí 2019 19:07
Leikstjórnandi Packers grillaður í Game of Thrones | Myndband Stórstjarnan Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var á meðal fjölda aukaleikara í nýjasta þætti Game of Thrones. Þar fékk hann makleg málagjöld. 14. maí 2019 22:00