Fimm mörk í röð á tæpum fimm mínútum eftir töfraleikhlé Patreks Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. maí 2019 11:00 Selfoss komst í gærkvöldi í 2-1 í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla með mögnuðum sigri, 32-30, á deildarmeisturum Hauka á útivelli eftir framlengdan leik. Selfoss getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögunni á miðvikudagskvöldið þegar að fjórði leikurinn fer fram í Hleðsluhöllinni á Selfossi. Útlitið var svart hjá Selfyssingum í gær því Haukarnir áttu leikinn í seinni hálfleik og komust fimm mörkum yfir, 26-21, þegar að tæpar tíu mínútur voru eftir. Sjóðheitum Adam Haukur Baumruk skoraði þá yfir allan völlinn. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga, tók leikhlé og fór yfir stöðuna með sínum mönnum. Hann bætti aukamanni í sóknina og spilaði sjö á móti sex, hann sagði mönnum að fara í árásir og ekki gefast upp auk þess sem hann gerði smávægilegar breytingar á 6:0-vörninni.Þetta leikhlé átti heldur betur eftir að skila sínu því Selfyssingar skoruðu strax í næstu sókn en markið gerði Haukur Þrastarson. Slakt skot Atla Más Bárusonar leiddi svo til marks úr hraðaupphlaupi sem Guðni Ingvarsson skoraði og þá tóku Selfyssinar heldur betur við sér í stúkunni. Leikmenn liðsins drógu orku þaðan og héldu áfram að fara á kostum en Sölvi Ólafsson komst í ham og varði 86 prósent skotanna sem hann fékk á sig síðustu tíu mínúturnar plús hinar tíu í framlengingunni. Atli Ævar Ingólfsson átti eftir að bæta við tveimur mörkum á þessum ótrúlega kafla og Elvar Örn Jónsson einu en í heildina skoraði Selfoss fimm mörk á fjórum mínútum og 25 sekúndum og jafnaði í 26-26. Bæði lið skoruðu svo aðeins eitt mark hvort síðustu fimm mínútur leiksins. Selfoss er nú búið að vinna Hauka tvisvar í Schenker-höllinni og þurfa Haukarnir að vinna aftur á útivelli á miðvikudagskvöldið eins og síðast þegar að Daníel Þór Ingason tryggði liðinu magnaðan sigur með flautumarki. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Selfoss 30-32 | Ótrúleg endurkoma Selfyssinga Selfoss átti ótrúlegan lokasprett og náði fram framlengingu gegn Haukum í leik þrjú í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn 19. maí 2019 21:15 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Selfoss komst í gærkvöldi í 2-1 í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla með mögnuðum sigri, 32-30, á deildarmeisturum Hauka á útivelli eftir framlengdan leik. Selfoss getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögunni á miðvikudagskvöldið þegar að fjórði leikurinn fer fram í Hleðsluhöllinni á Selfossi. Útlitið var svart hjá Selfyssingum í gær því Haukarnir áttu leikinn í seinni hálfleik og komust fimm mörkum yfir, 26-21, þegar að tæpar tíu mínútur voru eftir. Sjóðheitum Adam Haukur Baumruk skoraði þá yfir allan völlinn. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga, tók leikhlé og fór yfir stöðuna með sínum mönnum. Hann bætti aukamanni í sóknina og spilaði sjö á móti sex, hann sagði mönnum að fara í árásir og ekki gefast upp auk þess sem hann gerði smávægilegar breytingar á 6:0-vörninni.Þetta leikhlé átti heldur betur eftir að skila sínu því Selfyssingar skoruðu strax í næstu sókn en markið gerði Haukur Þrastarson. Slakt skot Atla Más Bárusonar leiddi svo til marks úr hraðaupphlaupi sem Guðni Ingvarsson skoraði og þá tóku Selfyssinar heldur betur við sér í stúkunni. Leikmenn liðsins drógu orku þaðan og héldu áfram að fara á kostum en Sölvi Ólafsson komst í ham og varði 86 prósent skotanna sem hann fékk á sig síðustu tíu mínúturnar plús hinar tíu í framlengingunni. Atli Ævar Ingólfsson átti eftir að bæta við tveimur mörkum á þessum ótrúlega kafla og Elvar Örn Jónsson einu en í heildina skoraði Selfoss fimm mörk á fjórum mínútum og 25 sekúndum og jafnaði í 26-26. Bæði lið skoruðu svo aðeins eitt mark hvort síðustu fimm mínútur leiksins. Selfoss er nú búið að vinna Hauka tvisvar í Schenker-höllinni og þurfa Haukarnir að vinna aftur á útivelli á miðvikudagskvöldið eins og síðast þegar að Daníel Þór Ingason tryggði liðinu magnaðan sigur með flautumarki.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Selfoss 30-32 | Ótrúleg endurkoma Selfyssinga Selfoss átti ótrúlegan lokasprett og náði fram framlengingu gegn Haukum í leik þrjú í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn 19. maí 2019 21:15 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Selfoss 30-32 | Ótrúleg endurkoma Selfyssinga Selfoss átti ótrúlegan lokasprett og náði fram framlengingu gegn Haukum í leik þrjú í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn 19. maí 2019 21:15