Sara og Anníe Mist báðar á verðlaunapalli í Ohio Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2019 08:00 Sara og Anníe Mist á verðlaunapallinum með Tiu-Clair Toomey. Mynd/Instagram/rogueinvitational Íslensku CrossFit stelpurnar voru allar þrjár meðal þeirra fjögurra efstu á Rogue Invitational CrossFit mótinu sem lauk í Columbus í Ohio-fylki í nótt. Hraustasta fólkið frá heimsleikunum undanfarin tvö ár bar sigur út bítum á mótinu því Mathew Fraser vann í karlaflokki og Tia-Clair Toomey vann í kvennaflokki. Tia-Clair Toomey fékk mestu keppnina frá Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur en sú ástralska endaði með 696 stig og Sara fékk 620 stig. Sara var aðeins sex stigum á eftir Toomey fyrir tvær síðustu greinarnar en náði ekki að halda í við hana í lokin. Anníe Mist Þórisdóttir komst á pall með því að ná í 492 stig. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan fjórða með 478 stig. Katrín Tanja byrjaði ekki vel og var aðeins í sjöunda sæti eftir fyrri daginn. Rogue Invitational er gríðarlega sterkt mót enda samankomnir nær allir keppendurnir sem enduðu í efstu sætunum á heimsleikunum í fyrra. Þessi úrslita gefa því ákveðin fyrirheit fyrir haustið. Það er ljóst á öllu að það verður krefjandi fyrir íslensku stelpurnar að koma í veg fyrir að Tia-Clair Toomey verði fyrsta konan til að vinna heimsleikana þrjú ár í röð. View this post on InstagramWhat an incredible weekend. Congratulations to all the podium finishers of the 2019 Rogue Invitational, a CrossFit sanctioned event. We can’t wait for next year. #ryourogue A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) on May 19, 2019 at 4:42pm PDT CrossFit Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Sjá meira
Íslensku CrossFit stelpurnar voru allar þrjár meðal þeirra fjögurra efstu á Rogue Invitational CrossFit mótinu sem lauk í Columbus í Ohio-fylki í nótt. Hraustasta fólkið frá heimsleikunum undanfarin tvö ár bar sigur út bítum á mótinu því Mathew Fraser vann í karlaflokki og Tia-Clair Toomey vann í kvennaflokki. Tia-Clair Toomey fékk mestu keppnina frá Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur en sú ástralska endaði með 696 stig og Sara fékk 620 stig. Sara var aðeins sex stigum á eftir Toomey fyrir tvær síðustu greinarnar en náði ekki að halda í við hana í lokin. Anníe Mist Þórisdóttir komst á pall með því að ná í 492 stig. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan fjórða með 478 stig. Katrín Tanja byrjaði ekki vel og var aðeins í sjöunda sæti eftir fyrri daginn. Rogue Invitational er gríðarlega sterkt mót enda samankomnir nær allir keppendurnir sem enduðu í efstu sætunum á heimsleikunum í fyrra. Þessi úrslita gefa því ákveðin fyrirheit fyrir haustið. Það er ljóst á öllu að það verður krefjandi fyrir íslensku stelpurnar að koma í veg fyrir að Tia-Clair Toomey verði fyrsta konan til að vinna heimsleikana þrjú ár í röð. View this post on InstagramWhat an incredible weekend. Congratulations to all the podium finishers of the 2019 Rogue Invitational, a CrossFit sanctioned event. We can’t wait for next year. #ryourogue A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) on May 19, 2019 at 4:42pm PDT
CrossFit Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Sjá meira