Niður á jörðina Hörður Ægisson skrifar 20. maí 2019 07:00 Þetta var viðbúið. Þegar fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í lok mars, sem grundvallaðist á spám um að ekkert lát yrði á einu lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar, mátti flestum vera ljóst að þær forsendur sem hún grundvallaðist á myndu bresta innan skamms. Það varð reyndin og örfáum dögum síðar var WOW air orðið gjaldþrota. Höggið á ferðaþjónustuna við fall flugfélagsins virðist ætla að vera meira til skemmri tíma litið en margir höfðu áður talið. Vandræði Icelandair vegna kyrrsetningar á Max-vélunum gerir illt verra og þýðir að skarðið sem WOW air skilur eftir sig fyrir flugframboð til og frá landinu í sumar verður nánast ekkert fyllt af öðrum flugfélögum. Niðurstaðan verður því líklega nærri 20 prósenta samdráttur í komum ferðamanna á árinu sem þýðir að gjaldeyristekjur vegna ferðaþjónustunnar minnka um liðlega 100 milljarða. Áhrifin eiga eftir að verða umtalsverð á rekstur margra fyrirtækja og um leið er ljóst að tekjuáætlanir ríkissjóðs og sveitarfélaga eru brostnar. Áætlun um tæplega eins prósents afgang á fjárlögum ríkisins mun að óbreyttu ekki ganga eftir. Hversu djúp verður niðursveiflan? Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar er gert ráð fyrir að landsframleiðslan skreppi saman á þessu ári um 0,2 prósent en í fyrra mældist hagvöxturinn 4,6 prósent. Hætt er hins vegar við því að sú spá eigi eftir að reynast helst til of bjartsýn. Hagkerfið hefur orðið fyrir tvöföldum skelli á skömmum tíma – bæði vegna loðnubrests og gjaldþrots WOW air – sem á eftir að valda því að útflutningstekjur þjóðarbúsins munu dragast nokkuð saman. Fyrirtæki í ferðaþjónustu, sem eru mörg hver núna að horfa upp á tugprósenta samdrátt á milli ára, munu fækka starfsfólki og sum eiga eftir að lenda í rekstrarerfiðleikum. Bankarnir þurfa að búa sig undir frekari afskriftir vegna útlána tengdum atvinnugreininni. Það er hins vegar lítil ástæða til að örvænta. Hagkerfið hefur aldrei verið betur í stakk búið til að takast á við skammvinnar efnahagsþrengingar. Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd, Seðlabankinn ræður yfir meira en 700 milljarða óskuldsettum gjaldeyrisforða og skuldir heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs eru lágar í sögulegu samhengi. Nú þegar slaki hefur tekið við af spennu hljóta stjórnvöld við þær aðstæður að horfa til þess hvort hægt sé að ráðast í enn umfangsmeiri fjárfestingar í innviðum landsins á komandi árum. Slíkt myndi ekki aðeins sporna gegn því að samdrátturinn verði dýpri en ella heldur einnig skapa grunn að hagvexti framtíðarinnar og um leið styrkja grunnstoðir ferðaþjónustunnar. Kjöraðstæður eru að skapast fyrir Seðlabankann til að lækka vexti verulega á komandi misserum. Það endurspeglast meðal annars í því að verðbólguálag á skuldabréfamarkaði sem og verðbólguvæntingar markaðsaðila hafa lækkað mikið að undanförnu. Næstkomandi miðvikudag verður fyrsta vaxtaákvörðunin eftir fall WOW air og gerð nýrra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Ágætis fyrsta skref peningastefnunefndarinnar til að leggja sitt af mörkum í þessum breytta efnahagsveruleika væri að lækka vexti bankans úr 4,5 prósent í fjögur prósent. Það hlýtur að ganga eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar Skoðun A Strong International University Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar Skoðun Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Þetta var viðbúið. Þegar fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í lok mars, sem grundvallaðist á spám um að ekkert lát yrði á einu lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar, mátti flestum vera ljóst að þær forsendur sem hún grundvallaðist á myndu bresta innan skamms. Það varð reyndin og örfáum dögum síðar var WOW air orðið gjaldþrota. Höggið á ferðaþjónustuna við fall flugfélagsins virðist ætla að vera meira til skemmri tíma litið en margir höfðu áður talið. Vandræði Icelandair vegna kyrrsetningar á Max-vélunum gerir illt verra og þýðir að skarðið sem WOW air skilur eftir sig fyrir flugframboð til og frá landinu í sumar verður nánast ekkert fyllt af öðrum flugfélögum. Niðurstaðan verður því líklega nærri 20 prósenta samdráttur í komum ferðamanna á árinu sem þýðir að gjaldeyristekjur vegna ferðaþjónustunnar minnka um liðlega 100 milljarða. Áhrifin eiga eftir að verða umtalsverð á rekstur margra fyrirtækja og um leið er ljóst að tekjuáætlanir ríkissjóðs og sveitarfélaga eru brostnar. Áætlun um tæplega eins prósents afgang á fjárlögum ríkisins mun að óbreyttu ekki ganga eftir. Hversu djúp verður niðursveiflan? Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar er gert ráð fyrir að landsframleiðslan skreppi saman á þessu ári um 0,2 prósent en í fyrra mældist hagvöxturinn 4,6 prósent. Hætt er hins vegar við því að sú spá eigi eftir að reynast helst til of bjartsýn. Hagkerfið hefur orðið fyrir tvöföldum skelli á skömmum tíma – bæði vegna loðnubrests og gjaldþrots WOW air – sem á eftir að valda því að útflutningstekjur þjóðarbúsins munu dragast nokkuð saman. Fyrirtæki í ferðaþjónustu, sem eru mörg hver núna að horfa upp á tugprósenta samdrátt á milli ára, munu fækka starfsfólki og sum eiga eftir að lenda í rekstrarerfiðleikum. Bankarnir þurfa að búa sig undir frekari afskriftir vegna útlána tengdum atvinnugreininni. Það er hins vegar lítil ástæða til að örvænta. Hagkerfið hefur aldrei verið betur í stakk búið til að takast á við skammvinnar efnahagsþrengingar. Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd, Seðlabankinn ræður yfir meira en 700 milljarða óskuldsettum gjaldeyrisforða og skuldir heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs eru lágar í sögulegu samhengi. Nú þegar slaki hefur tekið við af spennu hljóta stjórnvöld við þær aðstæður að horfa til þess hvort hægt sé að ráðast í enn umfangsmeiri fjárfestingar í innviðum landsins á komandi árum. Slíkt myndi ekki aðeins sporna gegn því að samdrátturinn verði dýpri en ella heldur einnig skapa grunn að hagvexti framtíðarinnar og um leið styrkja grunnstoðir ferðaþjónustunnar. Kjöraðstæður eru að skapast fyrir Seðlabankann til að lækka vexti verulega á komandi misserum. Það endurspeglast meðal annars í því að verðbólguálag á skuldabréfamarkaði sem og verðbólguvæntingar markaðsaðila hafa lækkað mikið að undanförnu. Næstkomandi miðvikudag verður fyrsta vaxtaákvörðunin eftir fall WOW air og gerð nýrra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Ágætis fyrsta skref peningastefnunefndarinnar til að leggja sitt af mörkum í þessum breytta efnahagsveruleika væri að lækka vexti bankans úr 4,5 prósent í fjögur prósent. Það hlýtur að ganga eftir.
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar
Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar
Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun