Guðjón Valur kvaddur: Kem kannski einn daginn aftur sem áhorfandi með stóran maga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2019 15:45 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Getty Það var tilfinningaþrungin stund þegar Rhein-Neckar Löwen kvaddi nokkra leikmenn sína að loknum síðasta heimaleik sínum á tímabilinu í gær, þeirra á meðal Guðjón Val Sigurðsson. Guðjón Valur var raunar að kveðja í annað sinn þar sem hann var einnig hjá liðinu frá 2008 til 2011, áður en hann hélt til AG Kaupmannahafnar í Danmörku. Nú er hann á leið til PSG í Frakklandi. „Þú ert meðal bestu leikmanna heims í þinni stöðu. Það er engin spurning,“ sagði kynnirinn um Guðjón Val. „Þú ert mikil fyrirmynd, gefur alltaf 100 prósent og við eigum þér margt að þakka. Við óskum þér alls hins besta í París.“ „Manni líður eins og maður sé í sinni eigin jarðaför,“ sagði Guðjón Valur þegar hann tók til máls. „Í annað sinn segi ég bless en í þetta sinn segi ég ekki sjáumst síðar. Ég mun ekki koma í þriðja skiptið.“ „Ég vil þakka félaginu kærlega fyrir, öllum samstarfsmönnum og þessum frábæra leikmannahópi. Hér hef ég eignast marga vini. Stemningin í búningsklefanum er ótrúleg og er alltaf gaman að koma í vinnuna þar sem maður heyrir lélega brandara frá Bogdan og Vladan,“ sagði hann en þeir Bodgan Radivojevic og Vladan Lipovina voru einnig kvaddir í gær. „Ég mun sakna þess mest úr æfingahöllinni.“ Rhein-Neckar Löwen tapaði raunar leiknum í gær, 29-26, fyrir Ludwigshafen og bað Guðjón Valur stuðningsmenn afsökunar á því áður en hann ávarpaði þá. „En takk kærlega fyrir þessi þrjú. Okkur fjölskyldunni, og sérstaklega litla syni okkar, leið eins og heima. Takk kærlega fyrir stuðninginn ykkar, hjálpsemi og hvernig þið standið þétt við bak liðsins. Ég óska ykkur alls hins besta í framtíðinni og kannski kem ég einn daginn aftur hingað sem áhorfandi með stóran maga.“ Jason, sonur Guðjóns Vals, stóð við hlið föður síns á sviðinu í gær og kvaddi líka einfaldlega með því að segja „tschüss!“ Myndband frá gærkvöldinu má sjá hér fyrir neðan en það kemur að Guðjóni Val þegar um fimm mínútur eru liðnar af því. Þýski handboltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Það var tilfinningaþrungin stund þegar Rhein-Neckar Löwen kvaddi nokkra leikmenn sína að loknum síðasta heimaleik sínum á tímabilinu í gær, þeirra á meðal Guðjón Val Sigurðsson. Guðjón Valur var raunar að kveðja í annað sinn þar sem hann var einnig hjá liðinu frá 2008 til 2011, áður en hann hélt til AG Kaupmannahafnar í Danmörku. Nú er hann á leið til PSG í Frakklandi. „Þú ert meðal bestu leikmanna heims í þinni stöðu. Það er engin spurning,“ sagði kynnirinn um Guðjón Val. „Þú ert mikil fyrirmynd, gefur alltaf 100 prósent og við eigum þér margt að þakka. Við óskum þér alls hins besta í París.“ „Manni líður eins og maður sé í sinni eigin jarðaför,“ sagði Guðjón Valur þegar hann tók til máls. „Í annað sinn segi ég bless en í þetta sinn segi ég ekki sjáumst síðar. Ég mun ekki koma í þriðja skiptið.“ „Ég vil þakka félaginu kærlega fyrir, öllum samstarfsmönnum og þessum frábæra leikmannahópi. Hér hef ég eignast marga vini. Stemningin í búningsklefanum er ótrúleg og er alltaf gaman að koma í vinnuna þar sem maður heyrir lélega brandara frá Bogdan og Vladan,“ sagði hann en þeir Bodgan Radivojevic og Vladan Lipovina voru einnig kvaddir í gær. „Ég mun sakna þess mest úr æfingahöllinni.“ Rhein-Neckar Löwen tapaði raunar leiknum í gær, 29-26, fyrir Ludwigshafen og bað Guðjón Valur stuðningsmenn afsökunar á því áður en hann ávarpaði þá. „En takk kærlega fyrir þessi þrjú. Okkur fjölskyldunni, og sérstaklega litla syni okkar, leið eins og heima. Takk kærlega fyrir stuðninginn ykkar, hjálpsemi og hvernig þið standið þétt við bak liðsins. Ég óska ykkur alls hins besta í framtíðinni og kannski kem ég einn daginn aftur hingað sem áhorfandi með stóran maga.“ Jason, sonur Guðjóns Vals, stóð við hlið föður síns á sviðinu í gær og kvaddi líka einfaldlega með því að segja „tschüss!“ Myndband frá gærkvöldinu má sjá hér fyrir neðan en það kemur að Guðjóni Val þegar um fimm mínútur eru liðnar af því.
Þýski handboltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira