Formiga er að taka þátt í lokamóti HM í sjöunda sinn og eignar sér þar með met sem hún deildi áður með Homare Sawa sem tók þátt í sex lokamótum með Japan.
Formiga var í landsliðshópi Brasilíu á HM í Svíþjóð árið 1995, þá 17 ára gömul en hún er í dag 41 árs og 98 daga gömul sem gerir hana jafnframt að elsta leikmanni til að spila á HM kvenna.
Elsti leikmaðurinn til að spila í lokamóti HM karlamegin er Essam El-Hadary en hann var 45 ára og 161 daga gamall þegar hann stóð á milli stanganna hjá Egyptum gegn Sádi-Arabíu á HM í Rússlandi í fyrra.
Alls hefur Formiga leikið 160 landsleiki fyrir Brasilíu en hún er á mála hjá franska stórveldinu PSG.
LEGEND
— FOX Sports (@FOXSports) June 9, 2019
Brazil's Formiga is the first athlete to feature in 7 FIFA World Cup tournaments. pic.twitter.com/GXKkvT5Bmr