Henry Cejudo í sögubækurnar Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. júní 2019 06:35 Cejudo með bæði beltin og gullmedalíuna. Vísir/Getty UFC 238 fór fram í nótt í Chicago þar sem tveir titilbardagar fóru fram. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Henry Cejudo og Marlon Moraes. Fluguvigtarmeistarinn Henry Cejudo fór upp í bantamvigt til að ná öðrum titli. Bantamvigtartitillinn var laus eftir að T.J. Dillashaw lét beltið af hendi eftir fall á lyfjaprófi. Moraes byrjaði bardagann mjög vel og lét Cejudo finna vel fyrir því með spörkum. Moraes lét kné fylgja kviði og hélt áfram að sparka í Cejudo í 2. lotu. Um miðbik lotunnar snéri Cejudo hins vegar taflinu við og byrjuðu sóknir hans að skila árangri. Í 3. lotu byrjaði Moraes að fjara út. Cejudo náði Moraes niður og lét þung högg dynja á Moraes í gólfinu en sá brasilíski var orðinn verulega þreyttur á þessum tímapunkti. Cejudo kláraði Moraes að lokum með tæknilegu rothöggi í gólfinu þegar níu sekúndur voru eftir af 3. lotu. Cejudo er þar með ríkjandi meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma í UFC. Hann er nú meðal þeirra Conor McGregor, Daniel Cormier og Amanda Nunes sem höfðu áður leikið það eftir að vera meistarar í tveimur flokkum á sama tíma. Cejudo sagðist reyndar vera þrefaldur meistari og telur hann gullverðlaunin frá Ólympíuleikunum 2008 með. Valentina Shevchenko átti frábæra frammistöðu þegar hún kláraði Jessica Eye í 2. lotu. Shevchenko stjórnaði Eye í gólfinu í 1. lotu og naut mikilla yfirburða. Snemma í 2. lotu smellhitti Shevchenko með hásparki sem rotaði Eye. Þetta var fyrsta titilvörn Shevchenko og gæti hún haldið beltinu lengi. Tony Ferguson sigraði Donald Cerrone með tæknilegu rothöggi í besta bardaga kvöldsins. Það var mikið fjör og mikill hraði í bardaganum og sóttu báðir ákaft frá fyrstu mínútu. Ferguson var að hafa betur og var Cerrone nokkuð illa farinn eftir 2. lotu. Áður en 2. lota hófst var auga Cerrone illa bólgið og töldu læknarnir að Cerrone gæti ekki haldið áfram. Dómarinn stöðvaði því bardagann og sigraði Ferguson eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu. Bardagakvöldið var mjög skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Hallærislegasti bardagamaður UFC reynir að komast í sögubækurnar UFC 238 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Í aðalbardaga kvöldsins berst Henry Cejudo sem reynir eins og hann getur að vera aðeins öðruvísi. 8. júní 2019 10:45 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
UFC 238 fór fram í nótt í Chicago þar sem tveir titilbardagar fóru fram. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Henry Cejudo og Marlon Moraes. Fluguvigtarmeistarinn Henry Cejudo fór upp í bantamvigt til að ná öðrum titli. Bantamvigtartitillinn var laus eftir að T.J. Dillashaw lét beltið af hendi eftir fall á lyfjaprófi. Moraes byrjaði bardagann mjög vel og lét Cejudo finna vel fyrir því með spörkum. Moraes lét kné fylgja kviði og hélt áfram að sparka í Cejudo í 2. lotu. Um miðbik lotunnar snéri Cejudo hins vegar taflinu við og byrjuðu sóknir hans að skila árangri. Í 3. lotu byrjaði Moraes að fjara út. Cejudo náði Moraes niður og lét þung högg dynja á Moraes í gólfinu en sá brasilíski var orðinn verulega þreyttur á þessum tímapunkti. Cejudo kláraði Moraes að lokum með tæknilegu rothöggi í gólfinu þegar níu sekúndur voru eftir af 3. lotu. Cejudo er þar með ríkjandi meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma í UFC. Hann er nú meðal þeirra Conor McGregor, Daniel Cormier og Amanda Nunes sem höfðu áður leikið það eftir að vera meistarar í tveimur flokkum á sama tíma. Cejudo sagðist reyndar vera þrefaldur meistari og telur hann gullverðlaunin frá Ólympíuleikunum 2008 með. Valentina Shevchenko átti frábæra frammistöðu þegar hún kláraði Jessica Eye í 2. lotu. Shevchenko stjórnaði Eye í gólfinu í 1. lotu og naut mikilla yfirburða. Snemma í 2. lotu smellhitti Shevchenko með hásparki sem rotaði Eye. Þetta var fyrsta titilvörn Shevchenko og gæti hún haldið beltinu lengi. Tony Ferguson sigraði Donald Cerrone með tæknilegu rothöggi í besta bardaga kvöldsins. Það var mikið fjör og mikill hraði í bardaganum og sóttu báðir ákaft frá fyrstu mínútu. Ferguson var að hafa betur og var Cerrone nokkuð illa farinn eftir 2. lotu. Áður en 2. lota hófst var auga Cerrone illa bólgið og töldu læknarnir að Cerrone gæti ekki haldið áfram. Dómarinn stöðvaði því bardagann og sigraði Ferguson eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu. Bardagakvöldið var mjög skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Hallærislegasti bardagamaður UFC reynir að komast í sögubækurnar UFC 238 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Í aðalbardaga kvöldsins berst Henry Cejudo sem reynir eins og hann getur að vera aðeins öðruvísi. 8. júní 2019 10:45 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Hallærislegasti bardagamaður UFC reynir að komast í sögubækurnar UFC 238 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Í aðalbardaga kvöldsins berst Henry Cejudo sem reynir eins og hann getur að vera aðeins öðruvísi. 8. júní 2019 10:45
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti