Henry Cejudo í sögubækurnar Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. júní 2019 06:35 Cejudo með bæði beltin og gullmedalíuna. Vísir/Getty UFC 238 fór fram í nótt í Chicago þar sem tveir titilbardagar fóru fram. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Henry Cejudo og Marlon Moraes. Fluguvigtarmeistarinn Henry Cejudo fór upp í bantamvigt til að ná öðrum titli. Bantamvigtartitillinn var laus eftir að T.J. Dillashaw lét beltið af hendi eftir fall á lyfjaprófi. Moraes byrjaði bardagann mjög vel og lét Cejudo finna vel fyrir því með spörkum. Moraes lét kné fylgja kviði og hélt áfram að sparka í Cejudo í 2. lotu. Um miðbik lotunnar snéri Cejudo hins vegar taflinu við og byrjuðu sóknir hans að skila árangri. Í 3. lotu byrjaði Moraes að fjara út. Cejudo náði Moraes niður og lét þung högg dynja á Moraes í gólfinu en sá brasilíski var orðinn verulega þreyttur á þessum tímapunkti. Cejudo kláraði Moraes að lokum með tæknilegu rothöggi í gólfinu þegar níu sekúndur voru eftir af 3. lotu. Cejudo er þar með ríkjandi meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma í UFC. Hann er nú meðal þeirra Conor McGregor, Daniel Cormier og Amanda Nunes sem höfðu áður leikið það eftir að vera meistarar í tveimur flokkum á sama tíma. Cejudo sagðist reyndar vera þrefaldur meistari og telur hann gullverðlaunin frá Ólympíuleikunum 2008 með. Valentina Shevchenko átti frábæra frammistöðu þegar hún kláraði Jessica Eye í 2. lotu. Shevchenko stjórnaði Eye í gólfinu í 1. lotu og naut mikilla yfirburða. Snemma í 2. lotu smellhitti Shevchenko með hásparki sem rotaði Eye. Þetta var fyrsta titilvörn Shevchenko og gæti hún haldið beltinu lengi. Tony Ferguson sigraði Donald Cerrone með tæknilegu rothöggi í besta bardaga kvöldsins. Það var mikið fjör og mikill hraði í bardaganum og sóttu báðir ákaft frá fyrstu mínútu. Ferguson var að hafa betur og var Cerrone nokkuð illa farinn eftir 2. lotu. Áður en 2. lota hófst var auga Cerrone illa bólgið og töldu læknarnir að Cerrone gæti ekki haldið áfram. Dómarinn stöðvaði því bardagann og sigraði Ferguson eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu. Bardagakvöldið var mjög skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Hallærislegasti bardagamaður UFC reynir að komast í sögubækurnar UFC 238 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Í aðalbardaga kvöldsins berst Henry Cejudo sem reynir eins og hann getur að vera aðeins öðruvísi. 8. júní 2019 10:45 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Sjá meira
UFC 238 fór fram í nótt í Chicago þar sem tveir titilbardagar fóru fram. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Henry Cejudo og Marlon Moraes. Fluguvigtarmeistarinn Henry Cejudo fór upp í bantamvigt til að ná öðrum titli. Bantamvigtartitillinn var laus eftir að T.J. Dillashaw lét beltið af hendi eftir fall á lyfjaprófi. Moraes byrjaði bardagann mjög vel og lét Cejudo finna vel fyrir því með spörkum. Moraes lét kné fylgja kviði og hélt áfram að sparka í Cejudo í 2. lotu. Um miðbik lotunnar snéri Cejudo hins vegar taflinu við og byrjuðu sóknir hans að skila árangri. Í 3. lotu byrjaði Moraes að fjara út. Cejudo náði Moraes niður og lét þung högg dynja á Moraes í gólfinu en sá brasilíski var orðinn verulega þreyttur á þessum tímapunkti. Cejudo kláraði Moraes að lokum með tæknilegu rothöggi í gólfinu þegar níu sekúndur voru eftir af 3. lotu. Cejudo er þar með ríkjandi meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma í UFC. Hann er nú meðal þeirra Conor McGregor, Daniel Cormier og Amanda Nunes sem höfðu áður leikið það eftir að vera meistarar í tveimur flokkum á sama tíma. Cejudo sagðist reyndar vera þrefaldur meistari og telur hann gullverðlaunin frá Ólympíuleikunum 2008 með. Valentina Shevchenko átti frábæra frammistöðu þegar hún kláraði Jessica Eye í 2. lotu. Shevchenko stjórnaði Eye í gólfinu í 1. lotu og naut mikilla yfirburða. Snemma í 2. lotu smellhitti Shevchenko með hásparki sem rotaði Eye. Þetta var fyrsta titilvörn Shevchenko og gæti hún haldið beltinu lengi. Tony Ferguson sigraði Donald Cerrone með tæknilegu rothöggi í besta bardaga kvöldsins. Það var mikið fjör og mikill hraði í bardaganum og sóttu báðir ákaft frá fyrstu mínútu. Ferguson var að hafa betur og var Cerrone nokkuð illa farinn eftir 2. lotu. Áður en 2. lota hófst var auga Cerrone illa bólgið og töldu læknarnir að Cerrone gæti ekki haldið áfram. Dómarinn stöðvaði því bardagann og sigraði Ferguson eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu. Bardagakvöldið var mjög skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Hallærislegasti bardagamaður UFC reynir að komast í sögubækurnar UFC 238 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Í aðalbardaga kvöldsins berst Henry Cejudo sem reynir eins og hann getur að vera aðeins öðruvísi. 8. júní 2019 10:45 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Sjá meira
Hallærislegasti bardagamaður UFC reynir að komast í sögubækurnar UFC 238 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Í aðalbardaga kvöldsins berst Henry Cejudo sem reynir eins og hann getur að vera aðeins öðruvísi. 8. júní 2019 10:45