Hringekja brotnaði í tvennt á sumarhátíð á Spáni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2019 21:58 Hringekjan brotnaði í tvennt og slösuðust 28 einstaklingar. Tugir einstaklinga meiddust eftir að hringekja brotnaði nálægt Sevilla á Spáni. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Atvikið átti sér stað aðfaranótt laugardags þegar árleg sumarhátíð var haldin í smábænum San Jose De La Rinconada Ekki er vitað hvers vegna hringekjan datt í sundur en spænski miðillin Diario de Sevilla greindi frá því að það hafi gerst vegna rafmagns bilana. Dagblaðið lýsti „miklu uppnámi og hræðslu á hápunkti hátíðarinnar.“ Hægt er að sjá myndband af aðstæðunum hér. Vitni sagði að „Allir voru þarna uppi og svo brotnaði hringekjan í tvennt.“ „Fólk reyndi að ýta á takkann til að láta hana stoppa, en hún stoppaði ekki.“ „Fólkið sem var í hinum hluta hringekjunnar öskruðu eftir því að hún yrði stoppuð, en það gerðist ekki.“Hringekjan brotnaði í tvennt.„Þetta var blóðbað, allir krakkarnir á blóði drifinni jörðinni.“ „Við hjálpuðum þeim þar til sjúkrabílarnir komu. Allir hjálpuðu eins og þeir gátu, það var í raun mjög aðdáunarvert í lok dagsins.“ Af þeim 28 sem slösuðust voru níu fluttir á sjúkrahús. Javier Fernandez, bæjarstjóri San Jose, sagði að stelpa og strákur séu enn á sjúkrahúsi og ástand þeirra sé stöðugt. Hann sagði „Það að slysið hafi gerst á hátíð í San Jose skilur okkur eftir orðlaus.“ „Með allri þeirri aðgát sem þessi aðstaða þarfnast vonum við að strákarnir og stelpurnar okkar munu jafna sig á því sem kom fyrir þau í dag, bæði andlega og líkamlega.“ „Vegna þessa atburðar höfum við stöðvað hátíðarhöldin og rannsókn er farin af stað til að rannsaka tildrög slyssins, í von um að finna það sem gerði þetta að verkum. Bæjarráðið í La Rinconada sagði að hringekjan hafi uppfyllt allar öryggiskröfur áður en hátíðin opnaði á miðvikudag. Yfirvöld í bænum munu ákveða seinna í dag hvort hringekjan verði tekin í notkun aftur eða ekki. Spánn Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Tugir einstaklinga meiddust eftir að hringekja brotnaði nálægt Sevilla á Spáni. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Atvikið átti sér stað aðfaranótt laugardags þegar árleg sumarhátíð var haldin í smábænum San Jose De La Rinconada Ekki er vitað hvers vegna hringekjan datt í sundur en spænski miðillin Diario de Sevilla greindi frá því að það hafi gerst vegna rafmagns bilana. Dagblaðið lýsti „miklu uppnámi og hræðslu á hápunkti hátíðarinnar.“ Hægt er að sjá myndband af aðstæðunum hér. Vitni sagði að „Allir voru þarna uppi og svo brotnaði hringekjan í tvennt.“ „Fólk reyndi að ýta á takkann til að láta hana stoppa, en hún stoppaði ekki.“ „Fólkið sem var í hinum hluta hringekjunnar öskruðu eftir því að hún yrði stoppuð, en það gerðist ekki.“Hringekjan brotnaði í tvennt.„Þetta var blóðbað, allir krakkarnir á blóði drifinni jörðinni.“ „Við hjálpuðum þeim þar til sjúkrabílarnir komu. Allir hjálpuðu eins og þeir gátu, það var í raun mjög aðdáunarvert í lok dagsins.“ Af þeim 28 sem slösuðust voru níu fluttir á sjúkrahús. Javier Fernandez, bæjarstjóri San Jose, sagði að stelpa og strákur séu enn á sjúkrahúsi og ástand þeirra sé stöðugt. Hann sagði „Það að slysið hafi gerst á hátíð í San Jose skilur okkur eftir orðlaus.“ „Með allri þeirri aðgát sem þessi aðstaða þarfnast vonum við að strákarnir og stelpurnar okkar munu jafna sig á því sem kom fyrir þau í dag, bæði andlega og líkamlega.“ „Vegna þessa atburðar höfum við stöðvað hátíðarhöldin og rannsókn er farin af stað til að rannsaka tildrög slyssins, í von um að finna það sem gerði þetta að verkum. Bæjarráðið í La Rinconada sagði að hringekjan hafi uppfyllt allar öryggiskröfur áður en hátíðin opnaði á miðvikudag. Yfirvöld í bænum munu ákveða seinna í dag hvort hringekjan verði tekin í notkun aftur eða ekki.
Spánn Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira