Guðni forseti segist kunna að grilla en gerir þó ekki mikið af því Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. júní 2019 19:30 Kótiletturnar sem forseti Íslands grillaði á Selfossi í dag runnu ljúflega niður í hátíðargesta á bæjarhátíðunni Kótelettunni, sem fer fram um helgina. Guðni segist ekki grilla mikið en ef hann grilli þá verði lambakjöt fyrir valinu. Það var góð stemming í Sigtúnsgarði á Selfossi þar sem fjölskyldudagskrá Kótelettunnar fór fram með fjölbreyttum atriðum. Dagskráin heldur áfram í kvöld og nótt með stórtónleikum við Hvíta húsið og svo aftur á morgun með fjölskyldudagskrá í Sigtúnsgarði. „Já, hér er einvalalið og ég bættist í hópinn. Það fer nú tvennum sögum af því hvort ég kunni að grilla en mér finnst ég kunna að grilla, já,“ sagði Guðni. Hann var ánægður að fá að styrkja gott málefni en allur ágóði af grillsölunni rann til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg mætti líka og grillaði í dag með Guðna forseta.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðni segist vera hrifnastur af grilluðu lambakjöti og alltaf hefur hann eitthvað gott meðlæti með, meðal annars salat.En er ananas í því? „Það hlaut að koma að því að þú myndir spyrja að því, nei það er ekki ananas í því.“ Guðni var mjög ánægður með heimsóknina á Selfoss. „Já, mín er ánægjan, það er fullt af fólki, allir í góðu skapi og veðrið leikur við okkur, það er alltaf gott að vera á Selfossi, við vitum það bræðurnir,“ sagði Guðni og hló, en Patrekur, bróðir forseta, stýrði á dögunum handboltaliði Selfoss til Íslandsmeistaratitils. Ananas á pítsu Árborg Forseti Íslands Kótelettan Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Kótiletturnar sem forseti Íslands grillaði á Selfossi í dag runnu ljúflega niður í hátíðargesta á bæjarhátíðunni Kótelettunni, sem fer fram um helgina. Guðni segist ekki grilla mikið en ef hann grilli þá verði lambakjöt fyrir valinu. Það var góð stemming í Sigtúnsgarði á Selfossi þar sem fjölskyldudagskrá Kótelettunnar fór fram með fjölbreyttum atriðum. Dagskráin heldur áfram í kvöld og nótt með stórtónleikum við Hvíta húsið og svo aftur á morgun með fjölskyldudagskrá í Sigtúnsgarði. „Já, hér er einvalalið og ég bættist í hópinn. Það fer nú tvennum sögum af því hvort ég kunni að grilla en mér finnst ég kunna að grilla, já,“ sagði Guðni. Hann var ánægður að fá að styrkja gott málefni en allur ágóði af grillsölunni rann til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg mætti líka og grillaði í dag með Guðna forseta.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðni segist vera hrifnastur af grilluðu lambakjöti og alltaf hefur hann eitthvað gott meðlæti með, meðal annars salat.En er ananas í því? „Það hlaut að koma að því að þú myndir spyrja að því, nei það er ekki ananas í því.“ Guðni var mjög ánægður með heimsóknina á Selfoss. „Já, mín er ánægjan, það er fullt af fólki, allir í góðu skapi og veðrið leikur við okkur, það er alltaf gott að vera á Selfossi, við vitum það bræðurnir,“ sagði Guðni og hló, en Patrekur, bróðir forseta, stýrði á dögunum handboltaliði Selfoss til Íslandsmeistaratitils.
Ananas á pítsu Árborg Forseti Íslands Kótelettan Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira