Þýskaland telst líklegt til afreka á HM kvenna og þær unnu 1-0 sigur á Kína í fyrsta leik liðanna er þau mættust á Roazhon leikvanginum í Rennes.
Markalaust var í hálfleik og fyrsta og eina mark leiksins kom á 66. mínútu. Þá skoraði Giulia Gwinn en hún spilar með Freiburg í heimalandinu.
Þjóðverjarnir eru því komnir með þrjú stig en Kína ekkert. Í sama riðli eru Spánn og Suður-Afríka en þau mætast síðar í dag.
Þýskaland mætir Spáni á miðvikudaginn en Kína og Suður-Afríka spilar á fimmtudaginn.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)