Prjónakonur setja lit sinn á Blönduós um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. júní 2019 12:30 Góð stemming er á Prjónagleðinni á Blönduósi og mikið af fólki á staðnum vegna hátíðarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Allar helstu prjónakonur landsins eru nú saman komnar á Prjónagleði á Blönduósi, sem mun standa yfir um hvítasunnuhelgina. Boðið verður upp á 20 mismunandi prjónatengd námskeið og fyrirlestra um fjölbreytt efni, sem við kemur prjónaskap. Þá verður prjónað í sundlauginni á staðnum.Prjónagleðin er árleg prjónaháíð sem haldin er af Textilmiðstöð Íslands og samstarfsaðilum. Hátíðin er haldin á Blönduósi og er fyrirmynd hennar hin árlega Prjónahátíð á Fanø í Danmörku. Fjölmörg námskeið verða í gangi alla helgina, fyrirlestrar, sölubásar verða í félagsheimilinu og þá verður boðið upp á ýmsa skemmtun eins og ratleiki, sýningar og prjónakeppni svo eitthvað sé nefnt. Jóhanna E. Pálmadóttir er stjórnandi Prjónagleðinnar á Blönduósi um helgina.Magnús HlynurJóhanna E. Pálmadóttir er sú sem veit allt um prjónagleðina og skipulagningu hennar en hún er forstöðumaður Textilmiðstöðvarinnar.„Prjónagleðin er vettvangur fyrir prjónandi fólk, sem hefur áhuga á prjónaskap, hvort heldur sem það kann að prjóna eða ekki, það er aukaatriði, en fyrir þá sem hafa gaman af því að hittast og njóta þess að vera saman og hafa prjónana, sem áhugamál. Þetta er fjölmennasta prjónagleðin hingað til og við erum mjög ánægð með móttökurnar, virkilega. Við leggjum náttúrulega mikla áherslu á að hafa flotta og virta kennara í prjónaskap og á námskeiðunum, auk spennandi fyrirlestra,“ segir Jóhanna.Þema prjónahátíðarinnar í ár er Dagur hafsins. En eru einhverjir karlar á prjónagleðinni?„Nei, það hefur ekki sést prjónandi karl síðan þú varst hérna í fyrra Magnús en við höldum í vonina að þeir komi fram undan skyggninu,“ segir Jóhanna hlægjandi. Allir eru velkomnir að fylgjast með því sem fer fram á Prjónagleðinni á Blönduósi um helgina.Ein af hápunktum prjónagleðinnar var í gærkvöldi þegar sundprjón fór fram en þá fengu þátttakendur að spreyta sig með prjónana í sundlauginni á Blönduósi. En eru allir velkomnir á Prjónagleðina um helgina? „Að sjálfsögðu og ef einhverjum langar í námskeið sem hann sér og vill skrá sig, ef það er ekki uppselt, þá er það meira en velkomið“. Blönduós Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Allar helstu prjónakonur landsins eru nú saman komnar á Prjónagleði á Blönduósi, sem mun standa yfir um hvítasunnuhelgina. Boðið verður upp á 20 mismunandi prjónatengd námskeið og fyrirlestra um fjölbreytt efni, sem við kemur prjónaskap. Þá verður prjónað í sundlauginni á staðnum.Prjónagleðin er árleg prjónaháíð sem haldin er af Textilmiðstöð Íslands og samstarfsaðilum. Hátíðin er haldin á Blönduósi og er fyrirmynd hennar hin árlega Prjónahátíð á Fanø í Danmörku. Fjölmörg námskeið verða í gangi alla helgina, fyrirlestrar, sölubásar verða í félagsheimilinu og þá verður boðið upp á ýmsa skemmtun eins og ratleiki, sýningar og prjónakeppni svo eitthvað sé nefnt. Jóhanna E. Pálmadóttir er stjórnandi Prjónagleðinnar á Blönduósi um helgina.Magnús HlynurJóhanna E. Pálmadóttir er sú sem veit allt um prjónagleðina og skipulagningu hennar en hún er forstöðumaður Textilmiðstöðvarinnar.„Prjónagleðin er vettvangur fyrir prjónandi fólk, sem hefur áhuga á prjónaskap, hvort heldur sem það kann að prjóna eða ekki, það er aukaatriði, en fyrir þá sem hafa gaman af því að hittast og njóta þess að vera saman og hafa prjónana, sem áhugamál. Þetta er fjölmennasta prjónagleðin hingað til og við erum mjög ánægð með móttökurnar, virkilega. Við leggjum náttúrulega mikla áherslu á að hafa flotta og virta kennara í prjónaskap og á námskeiðunum, auk spennandi fyrirlestra,“ segir Jóhanna.Þema prjónahátíðarinnar í ár er Dagur hafsins. En eru einhverjir karlar á prjónagleðinni?„Nei, það hefur ekki sést prjónandi karl síðan þú varst hérna í fyrra Magnús en við höldum í vonina að þeir komi fram undan skyggninu,“ segir Jóhanna hlægjandi. Allir eru velkomnir að fylgjast með því sem fer fram á Prjónagleðinni á Blönduósi um helgina.Ein af hápunktum prjónagleðinnar var í gærkvöldi þegar sundprjón fór fram en þá fengu þátttakendur að spreyta sig með prjónana í sundlauginni á Blönduósi. En eru allir velkomnir á Prjónagleðina um helgina? „Að sjálfsögðu og ef einhverjum langar í námskeið sem hann sér og vill skrá sig, ef það er ekki uppselt, þá er það meira en velkomið“.
Blönduós Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira