Hallærislegasti bardagamaður UFC reynir að komast í sögubækurnar Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. júní 2019 10:45 Henry Cejudo með leikmuni. Vísir/Getty UFC 238 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Í aðalbardaga kvöldsins berst Henry Cejudo sem reynir eins og hann getur að vera aðeins öðruvísi. Henry Cejudo er ríkjandi fluguvigtarmeistari UFC. Hann fer nú upp í bantamvigt og freistar þess að verða meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Bantamvigtartitillinn er laus eftir að T.J. Dillashaw var sviptur titlinum eftir fall á lyfjaprófi. Með sigri verður hann sá fjórði í sögu UFC til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Afrek sem aðeins Conor McGregor, Daniel Cormier og Amanda Nunes hafa leikið eftir. Cejudo mætir Marlon Moraes sem hefur farið hamförum í undanförnum bardögum. Moraes hefur klárað síðustu þrjá bardaga á samanlagt undir fimm mínútum. Cejudo hefur mikið verið á milli tannanna hjá fólki aðallega eftir kjánalega tilburði á blaðamannafundum á undanförnum mánuðum. Fyrir Dillashaw bardagann mætti hann með snák í poka á blaðamannafund og slengdi honum í gólfið. Á síðasta blaðamannafund á fimmtudaginn mætti hann með kórónu, skikkju, leikföng í pípuhatt og staf. Enginn skilur hvað honum gengur til en Cejudo hefur fengið stimpilinn sem hallærislegasti bardagamaður UFC. Cejudo er samt frábær bardagamaður og tók gullverðlaun á Olympíuleikunum árið 2008. Cejudo minnist reyndar á gullverðlaunin við hvert tækifæri sem er orðið aðhlátursefni. Það verður samt að hrósa Cejudo fyrir að reyna að koma sér á framfæri þrátt fyrir kjánahrollinn sem fylgir. Cejudo mætir Moraes í aðalbardaga kvöldsins en í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þær Valentina Shevchenko og Jessica Eye um fluguvigtartitil kvenna. Þeir Donald Cerrone og Tony Ferguson mætast síðan í þriðja síðasta bardaga kvöldsins og er það einn besti bardagi kvöldsins þrátt fyrir að ekkert belti sé undir. Aðdáendur eru spenntir fyrir að sjá Ferguson aftur en þó eru á kreiki áhyggjur af andlegri heilsu hans. UFC 238 fer fram í nótt og hefst bein útsending kl. 2:00 á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Virkilega galið tap“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Sjá meira
UFC 238 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Í aðalbardaga kvöldsins berst Henry Cejudo sem reynir eins og hann getur að vera aðeins öðruvísi. Henry Cejudo er ríkjandi fluguvigtarmeistari UFC. Hann fer nú upp í bantamvigt og freistar þess að verða meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Bantamvigtartitillinn er laus eftir að T.J. Dillashaw var sviptur titlinum eftir fall á lyfjaprófi. Með sigri verður hann sá fjórði í sögu UFC til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Afrek sem aðeins Conor McGregor, Daniel Cormier og Amanda Nunes hafa leikið eftir. Cejudo mætir Marlon Moraes sem hefur farið hamförum í undanförnum bardögum. Moraes hefur klárað síðustu þrjá bardaga á samanlagt undir fimm mínútum. Cejudo hefur mikið verið á milli tannanna hjá fólki aðallega eftir kjánalega tilburði á blaðamannafundum á undanförnum mánuðum. Fyrir Dillashaw bardagann mætti hann með snák í poka á blaðamannafund og slengdi honum í gólfið. Á síðasta blaðamannafund á fimmtudaginn mætti hann með kórónu, skikkju, leikföng í pípuhatt og staf. Enginn skilur hvað honum gengur til en Cejudo hefur fengið stimpilinn sem hallærislegasti bardagamaður UFC. Cejudo er samt frábær bardagamaður og tók gullverðlaun á Olympíuleikunum árið 2008. Cejudo minnist reyndar á gullverðlaunin við hvert tækifæri sem er orðið aðhlátursefni. Það verður samt að hrósa Cejudo fyrir að reyna að koma sér á framfæri þrátt fyrir kjánahrollinn sem fylgir. Cejudo mætir Moraes í aðalbardaga kvöldsins en í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þær Valentina Shevchenko og Jessica Eye um fluguvigtartitil kvenna. Þeir Donald Cerrone og Tony Ferguson mætast síðan í þriðja síðasta bardaga kvöldsins og er það einn besti bardagi kvöldsins þrátt fyrir að ekkert belti sé undir. Aðdáendur eru spenntir fyrir að sjá Ferguson aftur en þó eru á kreiki áhyggjur af andlegri heilsu hans. UFC 238 fer fram í nótt og hefst bein útsending kl. 2:00 á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Virkilega galið tap“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Sjá meira