Heimakonur í franska landsliðinu unnu öruggan sigur á Suður-Kóreu í opnunarleik HM kvenna í fótbolta.
Frakkar voru með yfirburði strax frá upphafi. Eugenie Le Sommer kom þeim frönsku yfir strax á níundu mínútu leiksins. Griedge Mbock Bathy virtist hafa tvöfaldað forystuna stuttu seinna en markið var dæmt af vegna rangstöðu eftir yfirferð myndbandsdómarans.
Það kom hins vegar ekki að sök því Wendie Renard skoraði tvisvar áður en fyrri hálfleikur var úti og staðan 3-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Síðasti naglinn í kistuna kom svo á 84. mínútu þegar Amandine Henry skoraði glæsimark og Frakkar fóru með 4-0 sigur.
Öruggt hjá Frökkum í opnunarleiknum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision
Enski boltinn

Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH
Íslenski boltinn





Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu
Körfubolti

Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við
Íslenski boltinn