Þór vann öruggan þriggja marka sigur á Haukum í Inkassodeild karla í kvöld.
Gestirnir að norðan komust yfir á Ásvöllum eftir 17 mínútna leik þegar Alvaro Montejo skoraði. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.
Haukar léku mest allan seinni hálfleikinn manni færri því Hafþór Þrastarson fékk rautt spjald, sitt seinna gula, á 59. mínútu fyrir tæklingu á Montejo.
Þórsarar nýttu liðsmuninn og settu tvö mörk á sex mínútna kafla stuttu seinna og gerðu út um leikinn.
Niðurstaðan 3-0 sigur Þórs í Hafnarfirði. Þór er nú með 12 stig líkt og topplið Fjölnis, en Fjölnismenn spila við Gróttu í kvöld.
Þór sótti sigur gegn tíu Haukum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti




Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


„Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“
Íslenski boltinn

Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker
Íslenski boltinn