Stormur í Frakklandi banar þremur björgunarmönnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júní 2019 14:42 Stormurinn náði til vesturstrandar Frakklands og olli miklu tjóni. Mynd tengist fréttinni ekki beint. getty/Arterra Stormurinn Miguel hefur náð til vesturstrandar Frakklands þar sem björgunarbátur hvolfdi í Atlantshafinu út undan vesturströnd landsins. Þrír áhafnarmeðlimir létust en vindurinn náði 36 m/s. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Á bátnum var sjö manna áhöfn sem hafði haldið út til að koma öðrum báti til bjargar sem hafði verið í vandræðum vegna stormsins. Stormurinn hafði náð norðurströnd Spánar áður, þar sem vindurinn náði allt að 40 m/s í kring um Biscay flóa og færst svo upp til Frakklands. Stormurinn er frekar óvenjulegur þar sem ferðamannastraumur sumarsins er farinn að koma til Frakklands og Spánar. Mesti vindhraðinn var mældur á norðvesturhluta Spánar í Asturias héraði á fimmtudag og einhverjar skemmdir urðu á byggingum í Galiciu. Björgunarbáturinn fór frá ferðamannaströndinni Les Sables-d‘Olonne, og var hluti af SNSM sjóbjörgunar þjónustu, til að aðstoða fiskibát sem var í vandræðum og hafði fests um 800 metrum utan við ströndina. „Sjórinn var ægilegur,“ sagði Yannick Moreau, bæjarstjóri á svæðinu. „Á bátnum voru sjö áhafnarmeðlimir og þrír þeirra létust. Þetta er mikið áfall fyrir okkur og mikið áfall fyrir bæinn.“ Lestasamgöngur í vesturhluta Frakklands röskuðust vegna veðursins og veðurfréttamenn í Frakklandi segja þetta mjög óvenjulegt í júní mánuði. Viðvaranir hafa verið gefnar út í Hollandi vegna mikilla vinda og rigninga. Miklir vindar ullu nokkrum skemmdum á snemma á fimmtudag og fann lögregla í strand sýslunni Zeeland að kókaín verksmiðju. Lögreglu var tilkynnt að tré hafi fallið yfir nóttina en þar rétt hjá sáu þeir grunsamlega menn sem voru að athafna sig í kring um hlöðu og þeir fundu einnig skrítna lykt koma frá hlöðunni. Lögregla segir kókaín verksmiðjuna eina þá stærstu sem fundist hefur í Hollandi.Kókaín verksmiðjan sem fannst eftir storminn.Politie.nl Frakkland Holland Spánn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Stormurinn Miguel hefur náð til vesturstrandar Frakklands þar sem björgunarbátur hvolfdi í Atlantshafinu út undan vesturströnd landsins. Þrír áhafnarmeðlimir létust en vindurinn náði 36 m/s. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Á bátnum var sjö manna áhöfn sem hafði haldið út til að koma öðrum báti til bjargar sem hafði verið í vandræðum vegna stormsins. Stormurinn hafði náð norðurströnd Spánar áður, þar sem vindurinn náði allt að 40 m/s í kring um Biscay flóa og færst svo upp til Frakklands. Stormurinn er frekar óvenjulegur þar sem ferðamannastraumur sumarsins er farinn að koma til Frakklands og Spánar. Mesti vindhraðinn var mældur á norðvesturhluta Spánar í Asturias héraði á fimmtudag og einhverjar skemmdir urðu á byggingum í Galiciu. Björgunarbáturinn fór frá ferðamannaströndinni Les Sables-d‘Olonne, og var hluti af SNSM sjóbjörgunar þjónustu, til að aðstoða fiskibát sem var í vandræðum og hafði fests um 800 metrum utan við ströndina. „Sjórinn var ægilegur,“ sagði Yannick Moreau, bæjarstjóri á svæðinu. „Á bátnum voru sjö áhafnarmeðlimir og þrír þeirra létust. Þetta er mikið áfall fyrir okkur og mikið áfall fyrir bæinn.“ Lestasamgöngur í vesturhluta Frakklands röskuðust vegna veðursins og veðurfréttamenn í Frakklandi segja þetta mjög óvenjulegt í júní mánuði. Viðvaranir hafa verið gefnar út í Hollandi vegna mikilla vinda og rigninga. Miklir vindar ullu nokkrum skemmdum á snemma á fimmtudag og fann lögregla í strand sýslunni Zeeland að kókaín verksmiðju. Lögreglu var tilkynnt að tré hafi fallið yfir nóttina en þar rétt hjá sáu þeir grunsamlega menn sem voru að athafna sig í kring um hlöðu og þeir fundu einnig skrítna lykt koma frá hlöðunni. Lögregla segir kókaín verksmiðjuna eina þá stærstu sem fundist hefur í Hollandi.Kókaín verksmiðjan sem fannst eftir storminn.Politie.nl
Frakkland Holland Spánn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira