Draumar og dugnaður koma manni langt Ásta Eir Árnadóttir skrifar 6. júní 2019 08:30 Hlynur James Hákonarson og Arnar Leó Ágústsson fyrir utan verslunina sína CNTMP. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Arnar Leó Ágústsson og Hlynur James Hákonarson voru handvissir um hvað þeir vildu gera í framtíðinni þegar þeir voru ungir. Á síðasta ári létu þeir drauma sína rætast og opnuðu fataverslunina CNTMP í desember. Félagarnir Arnar og Hlynur eru miklir áhugamenn um tísku og hafa lengi vel fylgst með þeim áhugaverða heimi sem tískuheimurinn er. „Planið var fyrst að opna bara vefsíðu og selja föt í gegnum hana en við urðum svo heppnir að finna skyndilega þetta húsnæði sem við erum í núna, þannig að við gátum ekki annað en stokkið á það tækifæri,“ segir Arnar.Opnuðu verslun á 20 dögum Þeir sáu að það var opið gat á markaðnum fyrir verslun með þeim vörum og þeirri tísku sem þeir fylgdust með. „Við fengum lyklana að húsnæðinu snemma í nóvember og við tók allsvakaleg vinna þar sem við þurftum að gera allt upp, en sú vinna skilaði sér þar sem við náðum að búa til verslun á 20 dögum.“ Arnar segir að áhuginn hjá þeim báðum hafi kviknað langt fyrir tíma samfélagsmiðla en þeir kynntust samt sem áður í gegnum verkefni sem Hlynur og vinir hans voru að vinna í á Instagram. Seinna meir stofnuðu þeir Arnar og Hlynur ásamt tveimur öðrum vinum sínum fatamerkið Reykjavik Roses. Þeir seldu flíkur sínar í Smash í Kringlunni en þegar þeim samningi lauk vildu þeir finna sér eitthvað annað gera. „Við eyddum tveimur og hálfum mánuði sitjandi á skrifstofu að pæla hvað við gætum gert, þangað til þessi hugmynd kom upp og allt sprakk í kjölfarið. Núna í dag erum við tveir að reka búðina og við erum hérna alla daga og aldrei ekki,“ segir Arnar.Fallegar plöntur prýða verslunina um þessar mundir. Einnig er alltaf hægt að treysta á góða tónlist í búðinni.Föt fyrir alla Nafnið CNTMP kemur frá orðinu „contemporary“ og helsta hugmyndafræðin á bak við verslunina er að fötin séu í takt við samtímann. Strákarnir bjóða bæði upp á íslensk og erlend fatamerki. Vinsæl merki frá Los Angeles, New York og Danmörku er hægt að finna í versluninni. Íslensk fatamerki fá einnig að njóta sín hjá þeim en þeir eru með merki á borð við Reykjavik Roses, Brutta Faccia, Flare, Bökk og svo CNTMP STUDIO, en þessi lína sem var jafnframt sú fyrsta frá þeim strákunum kom út um síðustu helgi. Fötin í búðinni höfða til allra og flokkast sem „unisex“.Strákarnir leggja áherslu á að taka inn föt sem þeir sjálfir fíla. Eins og sést hér eru sumarlitirnir mættir í CNTMP. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARITíska og tónlist Á efri hæðinni í húsnæðinu á Laugaveginum eru þeir með þrjú stúdíó, CNTMP STUDIO. „Tíska og tónlist tala svo vel saman. Enginn annar á Íslandi er með fataverslun og tónlistarstúdíó í sama húsi. Við erum tengdir tískunni og tónlistinni og okkur fannst gott að setja þetta undir sama þak.“ Einhverjir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins leigja stúdíó hjá CNTMP STUDIO. Ásamt því að búa til tónlist eru margir rapparar duglegir að auglýsa fötin frá CNTMP á samfélagsmiðlum. „Markaðssetningin okkar fer aðallega fram á Instragram og Facebook og hafa vinir okkar í rappleiknum hjálpað okkur mikið að auglýsa vörurnar okkar,“ segir Arnar. Hann er afar ánægður með fyrstu mánuðina hjá þeim og er spenntur fyrir komandi tímum. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel, í rauninni miklu betur en við bjuggumst við.“Fyrsta fatalínan kom nýlega frá strákunum undir nafninu CNTMP STUDIO. Þeir eru spenntir fyrir framhaldinu.Síbreytilegur innblástur Arnar segir að þeir sæki innblástur frá mismunandi stöðum. „Það sem okkur finnst f lott tökum við inn en innblásturinn er alltaf að breytast. Við fylgjum straumum inni á milli ef straumurinn er sterkur og hann virkar, en annars fylgjumst við vel með og veljum inn það sem við sjálfir fílum,“ segir Arnar. Markmiðið hjá CNTMP næstu vikur og mánuði er að stækka og bæta við sig fleiri merkjum. Núna eru þeir að vinna í því að opna netverslun sem mun fara í loftið á næstu vikum. „Við höfum verið að fá mikið af fyrirspurnum frá erlendum ferðamönnum sem kíkja til okkar á Laugaveginum um hvort við ætluðum ekki að opna netverslun og margir vilja að við opnum erlendis. Fólk frá New York, Kaupmannahöfn, Ósló og fleiri borgum hefur sýnt okkur mikinn áhuga, sem er auðvitað bara mjög skemmtilegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Arnar Leó Ágústsson og Hlynur James Hákonarson voru handvissir um hvað þeir vildu gera í framtíðinni þegar þeir voru ungir. Á síðasta ári létu þeir drauma sína rætast og opnuðu fataverslunina CNTMP í desember. Félagarnir Arnar og Hlynur eru miklir áhugamenn um tísku og hafa lengi vel fylgst með þeim áhugaverða heimi sem tískuheimurinn er. „Planið var fyrst að opna bara vefsíðu og selja föt í gegnum hana en við urðum svo heppnir að finna skyndilega þetta húsnæði sem við erum í núna, þannig að við gátum ekki annað en stokkið á það tækifæri,“ segir Arnar.Opnuðu verslun á 20 dögum Þeir sáu að það var opið gat á markaðnum fyrir verslun með þeim vörum og þeirri tísku sem þeir fylgdust með. „Við fengum lyklana að húsnæðinu snemma í nóvember og við tók allsvakaleg vinna þar sem við þurftum að gera allt upp, en sú vinna skilaði sér þar sem við náðum að búa til verslun á 20 dögum.“ Arnar segir að áhuginn hjá þeim báðum hafi kviknað langt fyrir tíma samfélagsmiðla en þeir kynntust samt sem áður í gegnum verkefni sem Hlynur og vinir hans voru að vinna í á Instagram. Seinna meir stofnuðu þeir Arnar og Hlynur ásamt tveimur öðrum vinum sínum fatamerkið Reykjavik Roses. Þeir seldu flíkur sínar í Smash í Kringlunni en þegar þeim samningi lauk vildu þeir finna sér eitthvað annað gera. „Við eyddum tveimur og hálfum mánuði sitjandi á skrifstofu að pæla hvað við gætum gert, þangað til þessi hugmynd kom upp og allt sprakk í kjölfarið. Núna í dag erum við tveir að reka búðina og við erum hérna alla daga og aldrei ekki,“ segir Arnar.Fallegar plöntur prýða verslunina um þessar mundir. Einnig er alltaf hægt að treysta á góða tónlist í búðinni.Föt fyrir alla Nafnið CNTMP kemur frá orðinu „contemporary“ og helsta hugmyndafræðin á bak við verslunina er að fötin séu í takt við samtímann. Strákarnir bjóða bæði upp á íslensk og erlend fatamerki. Vinsæl merki frá Los Angeles, New York og Danmörku er hægt að finna í versluninni. Íslensk fatamerki fá einnig að njóta sín hjá þeim en þeir eru með merki á borð við Reykjavik Roses, Brutta Faccia, Flare, Bökk og svo CNTMP STUDIO, en þessi lína sem var jafnframt sú fyrsta frá þeim strákunum kom út um síðustu helgi. Fötin í búðinni höfða til allra og flokkast sem „unisex“.Strákarnir leggja áherslu á að taka inn föt sem þeir sjálfir fíla. Eins og sést hér eru sumarlitirnir mættir í CNTMP. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARITíska og tónlist Á efri hæðinni í húsnæðinu á Laugaveginum eru þeir með þrjú stúdíó, CNTMP STUDIO. „Tíska og tónlist tala svo vel saman. Enginn annar á Íslandi er með fataverslun og tónlistarstúdíó í sama húsi. Við erum tengdir tískunni og tónlistinni og okkur fannst gott að setja þetta undir sama þak.“ Einhverjir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins leigja stúdíó hjá CNTMP STUDIO. Ásamt því að búa til tónlist eru margir rapparar duglegir að auglýsa fötin frá CNTMP á samfélagsmiðlum. „Markaðssetningin okkar fer aðallega fram á Instragram og Facebook og hafa vinir okkar í rappleiknum hjálpað okkur mikið að auglýsa vörurnar okkar,“ segir Arnar. Hann er afar ánægður með fyrstu mánuðina hjá þeim og er spenntur fyrir komandi tímum. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel, í rauninni miklu betur en við bjuggumst við.“Fyrsta fatalínan kom nýlega frá strákunum undir nafninu CNTMP STUDIO. Þeir eru spenntir fyrir framhaldinu.Síbreytilegur innblástur Arnar segir að þeir sæki innblástur frá mismunandi stöðum. „Það sem okkur finnst f lott tökum við inn en innblásturinn er alltaf að breytast. Við fylgjum straumum inni á milli ef straumurinn er sterkur og hann virkar, en annars fylgjumst við vel með og veljum inn það sem við sjálfir fílum,“ segir Arnar. Markmiðið hjá CNTMP næstu vikur og mánuði er að stækka og bæta við sig fleiri merkjum. Núna eru þeir að vinna í því að opna netverslun sem mun fara í loftið á næstu vikum. „Við höfum verið að fá mikið af fyrirspurnum frá erlendum ferðamönnum sem kíkja til okkar á Laugaveginum um hvort við ætluðum ekki að opna netverslun og margir vilja að við opnum erlendis. Fólk frá New York, Kaupmannahöfn, Ósló og fleiri borgum hefur sýnt okkur mikinn áhuga, sem er auðvitað bara mjög skemmtilegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira