Hringbraut gert að greiða milljón vegna þáttar um miðbæ Selfoss Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2019 19:17 Fjölmiðlanefnd ákvað að taka málið til efnislegrar meðferðar að eigin frumkvæði í kjölfar fyrirspurnar frá íbúa á Selfossi. Vísir/vilhelm Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að með kostun þáttarins Miðbær Selfoss í þáttaröðinni Atvinnulífið hafi Hringbraut brotið gegn 2. mgr. 42. gr. laga um fjölmiðla sem fjallar um bann við kostun fréttatengds efnis. Hringbraut er gert að greiða milljón í stjórnvaldssekt vegna málsins. Þátturinn Miðbær Selfoss var sýndur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut og birtur á vef miðilsins 10. ágúst á síðasta ári. Í þættinum voru til umfjöllunar tillögur bæjarstjórnar um breytt aðal- og deiliskipulag í miðbæ Selfoss. Þátturinn var kostaður af Sigtúni þróunarfélagi, framkvæmdaaðila þeirra breytingaframkvæmda sem kosið var um í íbúakosningunum. Fjölmiðlanefnd ákvað að taka málið til efnislegrar meðferðar að eigin frumkvæði í kjölfar fyrirspurnar frá íbúa á Selfossi. „Við ákvörðun fjölmiðlanefndar segir m.a. að um reglur um bann við kostun frétta og fréttatengds efnis gangi út á að vernda upplýsingarétt almennings enda sé brýnt að almenningur geti mótað skoðanir sínar og dregið ályktanir út frá réttum og hlutlausum upplýsingum. Að mati fjölmiðlanefndar eigi þau sjónarmið ekki síst við í aðdraganda lýðræðislegra kosninga, hvort sem um sé að ræða kosningar sem fram fari á landsvísu eða íbúakosningar í sveitarfélögum,“ segir í ákvörðun fjölmiðlanefndar. Mikilvægt sé að umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda kosninga sé fagleg og vönduð og forða því að almenningur rugli saman auglýsingum, kostuðu efni og hlutlausum upplýsingum. „Taldi fjölmiðlanefnd hæfilegt að stjórnvaldssekt vegna brotsins næmi 1.000.000 kr. Við ákvörðun sektarfjárhæðar var tekið mið af framangreindri niðurstöðu, alvarleika brots og þess að um ítrekað brot var að ræða“.Hér er hægt að lesa niðurstöðu fjölmiðlanefndar í heild: Kostun fréttatengdrar umfjöllunar í þættinum Miðbær Selfoss Árborg Fjölmiðlar Tengdar fréttir Yfirkjörstjórn framlengdi opnunartíma íbúakosningar í Árborg í gær Óvíst hvort kæra fresti framkvæmdum 19. ágúst 2018 18:45 Deila um undirskriftir vegna íbúakosningar 29,4 prósent kosningabærra íbúa Árborgar óskuðu eftir því að íbúakosning færi fram um nýtt deiliskipulag miðbæjar Selfoss. Undirskriftalistar sendir til baka til ábyrgðarmanna af Þjóðskrá. Ekkert átt við listana að sögn ábyrgðamanns. 9. maí 2018 07:00 Nýr miðbær Selfoss í íbúakosningu Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að efna til íbúakosninga um aðal- og deiliskipulag Selfoss. 16. maí 2018 06:00 Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Sjá meira
Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að með kostun þáttarins Miðbær Selfoss í þáttaröðinni Atvinnulífið hafi Hringbraut brotið gegn 2. mgr. 42. gr. laga um fjölmiðla sem fjallar um bann við kostun fréttatengds efnis. Hringbraut er gert að greiða milljón í stjórnvaldssekt vegna málsins. Þátturinn Miðbær Selfoss var sýndur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut og birtur á vef miðilsins 10. ágúst á síðasta ári. Í þættinum voru til umfjöllunar tillögur bæjarstjórnar um breytt aðal- og deiliskipulag í miðbæ Selfoss. Þátturinn var kostaður af Sigtúni þróunarfélagi, framkvæmdaaðila þeirra breytingaframkvæmda sem kosið var um í íbúakosningunum. Fjölmiðlanefnd ákvað að taka málið til efnislegrar meðferðar að eigin frumkvæði í kjölfar fyrirspurnar frá íbúa á Selfossi. „Við ákvörðun fjölmiðlanefndar segir m.a. að um reglur um bann við kostun frétta og fréttatengds efnis gangi út á að vernda upplýsingarétt almennings enda sé brýnt að almenningur geti mótað skoðanir sínar og dregið ályktanir út frá réttum og hlutlausum upplýsingum. Að mati fjölmiðlanefndar eigi þau sjónarmið ekki síst við í aðdraganda lýðræðislegra kosninga, hvort sem um sé að ræða kosningar sem fram fari á landsvísu eða íbúakosningar í sveitarfélögum,“ segir í ákvörðun fjölmiðlanefndar. Mikilvægt sé að umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda kosninga sé fagleg og vönduð og forða því að almenningur rugli saman auglýsingum, kostuðu efni og hlutlausum upplýsingum. „Taldi fjölmiðlanefnd hæfilegt að stjórnvaldssekt vegna brotsins næmi 1.000.000 kr. Við ákvörðun sektarfjárhæðar var tekið mið af framangreindri niðurstöðu, alvarleika brots og þess að um ítrekað brot var að ræða“.Hér er hægt að lesa niðurstöðu fjölmiðlanefndar í heild: Kostun fréttatengdrar umfjöllunar í þættinum Miðbær Selfoss
Árborg Fjölmiðlar Tengdar fréttir Yfirkjörstjórn framlengdi opnunartíma íbúakosningar í Árborg í gær Óvíst hvort kæra fresti framkvæmdum 19. ágúst 2018 18:45 Deila um undirskriftir vegna íbúakosningar 29,4 prósent kosningabærra íbúa Árborgar óskuðu eftir því að íbúakosning færi fram um nýtt deiliskipulag miðbæjar Selfoss. Undirskriftalistar sendir til baka til ábyrgðarmanna af Þjóðskrá. Ekkert átt við listana að sögn ábyrgðamanns. 9. maí 2018 07:00 Nýr miðbær Selfoss í íbúakosningu Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að efna til íbúakosninga um aðal- og deiliskipulag Selfoss. 16. maí 2018 06:00 Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Sjá meira
Yfirkjörstjórn framlengdi opnunartíma íbúakosningar í Árborg í gær Óvíst hvort kæra fresti framkvæmdum 19. ágúst 2018 18:45
Deila um undirskriftir vegna íbúakosningar 29,4 prósent kosningabærra íbúa Árborgar óskuðu eftir því að íbúakosning færi fram um nýtt deiliskipulag miðbæjar Selfoss. Undirskriftalistar sendir til baka til ábyrgðarmanna af Þjóðskrá. Ekkert átt við listana að sögn ábyrgðamanns. 9. maí 2018 07:00
Nýr miðbær Selfoss í íbúakosningu Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að efna til íbúakosninga um aðal- og deiliskipulag Selfoss. 16. maí 2018 06:00
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf