Friðrik Dór og Lísa Hafliðadóttir færa sig um set.Myndir/fasteignaljósmyndun.is
„Ég og stelpurnar ætlum að færa okkur aðeins um set í Firðinum fagra og því er Hraunbrúnin okkar góða komin á sölu,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson í stöðufærslu á Facebook en hann og Lísa Hafliðadóttir hafa sett fallegt einbýlishús sitt í Hafnarfirði á sölu. Ásett verð er 59,9 milljónir en eignin er 116 fermetrar og var húsið byggt árið 1943.
„Hér er dýrðlegt að drekka morgunbollann á pallinum, stutt í nýja ærslabelginn á Víðistaðatúni, skóla og leikskóla og auðvitað stutt í miðbæinn okkar fagra. Ég sé það núna þegar ég skrifa þennan texta að það er í raun fáránlegt að við séum að selja.“
Húsið er mikið endurnýjað fjögurra herbergja einbýlishús á góðum stað en eignin er á þremur hæðum.
Þrjú svefnherbergi eru í húsinu og tvö baðherbergi en hér að neðan má sjá myndir af húsi hjónanna.
Mikið endurnýjað einbýlishús í Hafnarfirði.Falleg borðstofa og eldhús í opnu rými.Sjónvarpsholið skemmtilegt hjá Frikka og Lísu.Smekklegt hjónaherbergi.Stórglæsilegt eldhús.Pallurinn og garðurinn algjörlega upp á tíu.Baðherbergið snyrtilegt og undir súð.