Dæmdur fyrir að gefa heimilislausum manni kex fyllt tannkremi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2019 18:06 Kanghua Ren, betur þekktur undir nafninu ReSet. Youtube YouTube stjarna sem gabbaði heimilislausan mann til að borða kexkökur sem fylltar voru með tannkremi og birti svo myndband af atvikinu á Internetinu hefur verið dæmdur til 15 mánaða fangelsisvistar auk þess sem honum er gert að greiða fórnarlambi sínu tæpar þrjár milljónir króna í skaðabætur. Frá þessu er greint á vef fréttastofu The Guardian. Dómarinn sem dæmdi í málinu í Barcelona bannaði Kanghua Ren, betur þekktur undir nafninu ReSet, að eiga aðganga á samfélagsmiðlum í fimm ár. ReSet, sem fæddist í Kína en ólst upp á Spáni, var með vinsælustu YouTube stjarna á Spáni og Suður-Ameríku, en hann var með 1,1 milljón fylgjendur á Youtube. Árið 2017 tók ReSet áskorun um að skafa kremið innan úr Oreo kexi og setja tannkrem á kexkökuna í staðin. Hann fann svo rúmenskan mann sem bjó á götum Barcelona, rétti honum kexkökurnar sem hann hafði meðhöndlað auk 20 evru seðils og tók upp atvikið sem varð í kjölfarið. Maðurinn endaði á því að kasta upp. „Kannski tók ég þetta aðeins of langt en horfðu á það jákvæða: þetta hjálpaði honum að hreinsa tennurnar,“ sagði ReSet. „Ég held að hann hafi ekki burstað þær frá því að hann varð fátækur.“ Myndbandið olli mikilli reiði og var fjarlægt nokkrum dögum síðar. ReSet leitaði þá fórnarlamb sitt uppi og gerði tilraun til að borga dóttur hans 40.000 krónur í von um að hún kærði atvikið ekki til lögreglu. Rosa Aragonés, dómarinn í málinu, nefndi það að þetta atvik væri ekki einsdæmi og að samfélagsmiðlastjarnan hefði tilhneigingu til að vera „andstyggilegur“ og „níðast sérstaklega á þeim sem minna mega sín.“ Hún dæmdi hann sekan fyrir að hafa brotið á siðferðislegum heilindum mannsins. Í dómnum segir að ReSet hafi „niðurlægt og áreitt mun eldri, berskjaldaða, heimilislausa manneskju… hvers líf hafi visnað vegna alkóhólisma og heimilisleysis.“ Dómarinn sagði ReSet hafa gert þetta ódæði til að „ná ógeðslegri athygli fylgjenda sinna“ og að auka auglýsingatekjur sem hann fékk við streymi myndbandsins. „Ég geri hluti til að búa til senu,“ sagði ReSet við dómssalinn. „Fólk elskar ógeðslega hluti.“ Á Spáni fellur fangelsisvist sem nemur minna en tveimur árum hjá þeim hafa ekki brotið af sér áður svo að ReSet mun ekki afplána fangelsisdóminn. Spánn Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
YouTube stjarna sem gabbaði heimilislausan mann til að borða kexkökur sem fylltar voru með tannkremi og birti svo myndband af atvikinu á Internetinu hefur verið dæmdur til 15 mánaða fangelsisvistar auk þess sem honum er gert að greiða fórnarlambi sínu tæpar þrjár milljónir króna í skaðabætur. Frá þessu er greint á vef fréttastofu The Guardian. Dómarinn sem dæmdi í málinu í Barcelona bannaði Kanghua Ren, betur þekktur undir nafninu ReSet, að eiga aðganga á samfélagsmiðlum í fimm ár. ReSet, sem fæddist í Kína en ólst upp á Spáni, var með vinsælustu YouTube stjarna á Spáni og Suður-Ameríku, en hann var með 1,1 milljón fylgjendur á Youtube. Árið 2017 tók ReSet áskorun um að skafa kremið innan úr Oreo kexi og setja tannkrem á kexkökuna í staðin. Hann fann svo rúmenskan mann sem bjó á götum Barcelona, rétti honum kexkökurnar sem hann hafði meðhöndlað auk 20 evru seðils og tók upp atvikið sem varð í kjölfarið. Maðurinn endaði á því að kasta upp. „Kannski tók ég þetta aðeins of langt en horfðu á það jákvæða: þetta hjálpaði honum að hreinsa tennurnar,“ sagði ReSet. „Ég held að hann hafi ekki burstað þær frá því að hann varð fátækur.“ Myndbandið olli mikilli reiði og var fjarlægt nokkrum dögum síðar. ReSet leitaði þá fórnarlamb sitt uppi og gerði tilraun til að borga dóttur hans 40.000 krónur í von um að hún kærði atvikið ekki til lögreglu. Rosa Aragonés, dómarinn í málinu, nefndi það að þetta atvik væri ekki einsdæmi og að samfélagsmiðlastjarnan hefði tilhneigingu til að vera „andstyggilegur“ og „níðast sérstaklega á þeim sem minna mega sín.“ Hún dæmdi hann sekan fyrir að hafa brotið á siðferðislegum heilindum mannsins. Í dómnum segir að ReSet hafi „niðurlægt og áreitt mun eldri, berskjaldaða, heimilislausa manneskju… hvers líf hafi visnað vegna alkóhólisma og heimilisleysis.“ Dómarinn sagði ReSet hafa gert þetta ódæði til að „ná ógeðslegri athygli fylgjenda sinna“ og að auka auglýsingatekjur sem hann fékk við streymi myndbandsins. „Ég geri hluti til að búa til senu,“ sagði ReSet við dómssalinn. „Fólk elskar ógeðslega hluti.“ Á Spáni fellur fangelsisvist sem nemur minna en tveimur árum hjá þeim hafa ekki brotið af sér áður svo að ReSet mun ekki afplána fangelsisdóminn.
Spánn Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira