„Lagið átti fyrst að vera óður til markahróksins Tryggva Guðmundssonar og voru fyrstu drög lagsins samin þegar Tryggvi sló markametið í efstu deild á Íslandi, fyrir einhverjum 7 árum eða svo,“ segir Þórður Helgi Þórðarson, betur þekktur sem Love Guru.
„Ekkert varð úr því og var lagið hirt aftur upp úr skúffunni tveimur árum síðar þegar planið var að nota að sem sumarsmell útvarpsþáttarins Hansastél sem ég og Salka Sól stjórnuðu. Aftur varð lítið úr og lagðist þá smellurinn í dvala í önnur tvö ár þegar ákveðið var að gefa hinni kynþokkafullu fitubollu, Love Guru lagið.“
Nú fjórum upptökustjórum og átta remixurum síðar er Love Guru tilbúinn að hleypa laginu út í sólina. Bergmál stúlkurnar hafa áður sungið með Gura en þær tóku þátt í ætluðu dansæði Jackinu fyrir nokkrum árum en það æði hefur aðeins látið standa á sér.

Þar má finna nokkur lög sem áður hafa komið
„Það má finna marga merkilega og góða gesti á plötunni, Biggi Veira úr GusGus aðstoðaði bolluna með taktinn í einu lagi, Helgi Sæmundur úr Úlfi Úlfi gerði sexý takt rétt eins og Addi ofur.“
Hér er hægt að fylgjast með Love Guru á Facebook en hér að neðan má sjá myndbandið við nýja lagið.