GOG hafði betur gegn Álaborg í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.
Það voru gestirnir í GOG sem byrjuðu betur í leiknum í Álaborg en það var þó mikið jafnræði með liðunum í upphafi leiks. Heimamenn tóku yfirhöndina um miðjan hálfleikinn en munurinn varð aldrei meiri en tvö mörk.
Staðan í hálfleik var 16-14 fyrir gestina í GOG. Þeir byrjuðu seinni hálfleikinn betur og komust í 18-14 áður en Álaborg náði að svara.
GOG hélt yfirhöndinni út seinni hálfleikinn og vann að lokum 33-30 sigur.
Janus Daði Smárason átti mjög góðan leik fyrir Álaborg með fjögur mörk og sjö stoðsendingar. Ómar Ingi Magnússon var ekki í leikmannahópi Álaborgar í dag. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði eitt mark fyrir GOG.
GOG tók heimaleikjaréttinn
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti



Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

„Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker
Íslenski boltinn