Baldur og Heimir unnu Orkurallið Bragi Þórðarson skrifar 2. júní 2019 17:00 Baldur Arnar og Heimir á Subaru Impreza STI stóðu uppi sem öruggir sigurvegarar eftir frábæran akstur. Þórður Bragason Fyrsta umferð Íslandsmótsins í ralli fór fram um helgina, rallað var á föstudegi og laugardegi á sérleiðum á Reykjanesi. Baldur Arnar Hlöðversson og Heimir Snær Jónsson stóðu uppi sem öruggir sigurvegarar í Orkurallinu. Forskot þeirra eftir 120 kílómetra akstur á sérleiðum var ein mínúta og ellefu sekúndur. Slagurinn um annað sætið var gríðarlega spennandi. Gunnar Karl Jóhannesson og Ísak Sigfússon luku keppni á nákvæmlega sama tíma og Sigurður Arnar Pálsson og Svavar Friðrik Smárason. Gunnar og Ísak leiddu eftir fyrsta dag en á þriðju leið annars dags biluðu framdempararnir í Mitsubishi bíl þeirra og urðu þeir að sjá á eftir fyrsta sætinu. Að lokum þurftu Sigurður og Svavar að sætta sig við þriðja sætið þar sem Gunnar og Ísak náðu betri tíma á fyrstu leið keppninnar. Gunnar Karl og Ísak á Mitsubishi Lancer EVO X urðu að sætta sig við annað sætið.Þórður BragasonMikið um afföllTitilvörn Ragnars Bjarna Gröndal byrjaði illa. Í ár ekur hann með Emelíu Rut Hólmarsdóttur sér við hlið en þau urðu frá að hverfa á öðrum degi með brotna spyrnu. Gríðarlega svekkjandi þar sem þau leiddu keppnina á þeim tímapunkti. Svekkelsið breyttist þó snöggt í gleði er þau trúlofuðu sig seinna sama dag. Mikið var um afföll í Orkurallinu, 17 bílar hófu keppni en aðeins 10 luku henni. Í fjórða sæti urðu Skafti Skúlason og Gunnar Eyþórsson á Subaru Impreza, þeir félagar töpuðu talsverðum tíma er eldur kom upp í bíl þeirra eftir tíundu sérleið. Jósef og Guðni keyrðu hratt og örugglega í AB Varahluta flokknum.Þórður BragasonHörkuslagur í öllum flokkumÍ AB varahluta flokknum, flokki aflminni bíla, komu fyrstir í mark þeir Jósef Heimir Guðbjörnsson og Guðni Freyr Ómarsson. Þeir félagar keyrðu listavel alla helgina og var þetta fyrsti sigur Jósefs undir stýri. Heimamennirnir Garðar Gunnarsson og Óskar Sólmundarson höfðu forustu eftir fyrsta dag. Brotinn öxull á sérleiðinni um Djúpavatn gerði hins vegar út um sigurvonir þeirra og urðu þeir að sætta sig við þriðja sætið í flokknum. Í öðru sæti í AB varahluta flokknum urðu Halldór Vilberg Ómarsson og Valgarður Thomas Davíðsson. Tvær áhafnir urðu fyrir því óláni að velta bílum sínum á Djúpavatnsleiðinni. Guðjón Þórólfsson og Magnús Ingi Einarsson veltu Toyota Rav4 bíl sínum í fyrstu ferð af þremur um Djúpavatnið. Í þriðju ferð um Djúpavatnið endaði Subaru Impreza bíll þeirra Vikars Sigurjónssonar og Ragnars Magnússonar einnig á toppnum. Báðar þessar áhafnir urðu frá að hverfa en allir sluppu þó án meiðsla þökk sé góðum öryggisbúnaði. Baldur Arnar og Heimir eru nú með forustu í Íslandsmótinu eftir þessa fyrstu keppni. Næsta umferð fer fram á hröðum og skemmtilegum sérleiðum í grennd við Hólmavík í lok Júní. Íþróttir Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Sjá meira
Fyrsta umferð Íslandsmótsins í ralli fór fram um helgina, rallað var á föstudegi og laugardegi á sérleiðum á Reykjanesi. Baldur Arnar Hlöðversson og Heimir Snær Jónsson stóðu uppi sem öruggir sigurvegarar í Orkurallinu. Forskot þeirra eftir 120 kílómetra akstur á sérleiðum var ein mínúta og ellefu sekúndur. Slagurinn um annað sætið var gríðarlega spennandi. Gunnar Karl Jóhannesson og Ísak Sigfússon luku keppni á nákvæmlega sama tíma og Sigurður Arnar Pálsson og Svavar Friðrik Smárason. Gunnar og Ísak leiddu eftir fyrsta dag en á þriðju leið annars dags biluðu framdempararnir í Mitsubishi bíl þeirra og urðu þeir að sjá á eftir fyrsta sætinu. Að lokum þurftu Sigurður og Svavar að sætta sig við þriðja sætið þar sem Gunnar og Ísak náðu betri tíma á fyrstu leið keppninnar. Gunnar Karl og Ísak á Mitsubishi Lancer EVO X urðu að sætta sig við annað sætið.Þórður BragasonMikið um afföllTitilvörn Ragnars Bjarna Gröndal byrjaði illa. Í ár ekur hann með Emelíu Rut Hólmarsdóttur sér við hlið en þau urðu frá að hverfa á öðrum degi með brotna spyrnu. Gríðarlega svekkjandi þar sem þau leiddu keppnina á þeim tímapunkti. Svekkelsið breyttist þó snöggt í gleði er þau trúlofuðu sig seinna sama dag. Mikið var um afföll í Orkurallinu, 17 bílar hófu keppni en aðeins 10 luku henni. Í fjórða sæti urðu Skafti Skúlason og Gunnar Eyþórsson á Subaru Impreza, þeir félagar töpuðu talsverðum tíma er eldur kom upp í bíl þeirra eftir tíundu sérleið. Jósef og Guðni keyrðu hratt og örugglega í AB Varahluta flokknum.Þórður BragasonHörkuslagur í öllum flokkumÍ AB varahluta flokknum, flokki aflminni bíla, komu fyrstir í mark þeir Jósef Heimir Guðbjörnsson og Guðni Freyr Ómarsson. Þeir félagar keyrðu listavel alla helgina og var þetta fyrsti sigur Jósefs undir stýri. Heimamennirnir Garðar Gunnarsson og Óskar Sólmundarson höfðu forustu eftir fyrsta dag. Brotinn öxull á sérleiðinni um Djúpavatn gerði hins vegar út um sigurvonir þeirra og urðu þeir að sætta sig við þriðja sætið í flokknum. Í öðru sæti í AB varahluta flokknum urðu Halldór Vilberg Ómarsson og Valgarður Thomas Davíðsson. Tvær áhafnir urðu fyrir því óláni að velta bílum sínum á Djúpavatnsleiðinni. Guðjón Þórólfsson og Magnús Ingi Einarsson veltu Toyota Rav4 bíl sínum í fyrstu ferð af þremur um Djúpavatnið. Í þriðju ferð um Djúpavatnið endaði Subaru Impreza bíll þeirra Vikars Sigurjónssonar og Ragnars Magnússonar einnig á toppnum. Báðar þessar áhafnir urðu frá að hverfa en allir sluppu þó án meiðsla þökk sé góðum öryggisbúnaði. Baldur Arnar og Heimir eru nú með forustu í Íslandsmótinu eftir þessa fyrstu keppni. Næsta umferð fer fram á hröðum og skemmtilegum sérleiðum í grennd við Hólmavík í lok Júní.
Íþróttir Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Sjá meira