Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2019 10:55 Sir Elton virðist eiga eitthvað vantalað við Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Stephane Cardinale/Getty Enski söngvarinn Sir Elton John er ekki par hrifinn af ákvörðun rússnesks dreifiaðila nýrrar ævisögukvikmyndar um hann, Rocketman, um að klippa atriði sem snúa að samkynhneigð söngvarans út úr myndinni. Dreifiaðili myndarinnar í rússlandi staðfesti við ríkisfjölmiðilinn þar í landi að atriðin sem um ræðir hafi verið fjarlægð og segir það hafa verið gert til þess að fylgja rússneskum lögum. Söngvarinn gaf ásamt framleiðendum myndarinnar út yfirlýsingu í gær þar sem ritskoðuninni var „hafnað eins harkalega og hægt er.“ Í yfirlýsingunni, sem birtist á Twitter-síðu söngvarans í gær, segir hann ritskoðunina „til marks um þá klofnu veröld sem við búum enn í og hvernig hún getur hafnað ást tveggja einstaklinga á jafn grimmilegan hátt.“ „Við trúum á að byggja brýr og opna á samtöl, og við munum halda áfram að leitast við að brjóta niður hindranir þar hlustað er á alla til jafns, hvar sem er í heiminum,“ segir einnig í yfirlýsingunni.pic.twitter.com/WT05TvCHT7 — Elton John (@eltonofficial) May 31, 2019 Blaðamenn sem sóttu forsýningu Rocketman í Moskvu áætla að um fimm mínútur af myndefni hafi verið klipptar út úr upphaflegri útgáfu myndarinnar. Kvikmyndarýnandinn Anton Dolin sagði frá því á Facebook-síðu sinni að „öll atriði sem innihéldu kossa, kynlíf og munnmök milli karlmanna“ hafi verið klippt út. Hann bætti við að svæsnasta dæmið um ritskoðunina væri að mynd af Sir Elton og eiginmanni hans, sem birtist við lok myndarinnar, hafi verið fjarlægð. Annar blaðamaður sem var viðstaddur forsýninguna sagði atriði sem sýndu neyslu fíkniefna einnig hafa verið fjarlægð. Olga Lyubimova, sem fer fyrir kvikmyndadeild menningarmálaráðuneytis Rússlands, segir engar kröfur um breytingar á myndinni hafa verið settar fram af hálfu ráðuneytisins. „Það er ekkert launungarmál að margar vestrænar og rússneskar myndir tengjast fíkniefnaneyslu. Þannig væri rangt að halda því fram að við stunduðum nokkurs konar ritskoðun.“ Hún bætti því þó við að gert væri ráð fyrir að kvikmyndir fylgdu rússneskum lögum er kemur að „barnagirnd, hatri á grundvelli uppruna eða trúar og klámi.“ Sir Elton hefur áður gagnrýnt stefnu Rússa í málefnum samkynhneigðra. Árið 2015 sagði söngvarinn ástsæli, í samtali við BBC, að viðhorf Vladímírs Pútín Rússlandsforseta til réttinda samkynhneigðra væru „fáránleg,“ og lýsti yfir áhuga á að hitta forsetann til þess að fara yfir þau mál. Bíó og sjónvarp Rússland Tónlist Tengdar fréttir Frumsýning á Rocketman í London Rocketman fjallar um líf og starf tónlistarmannsins Eltons John. Hún var frumsýnd með pompi og prakt í London fyrr í vikunni. 30. maí 2019 07:00 Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. 31. maí 2019 14:49 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Enski söngvarinn Sir Elton John er ekki par hrifinn af ákvörðun rússnesks dreifiaðila nýrrar ævisögukvikmyndar um hann, Rocketman, um að klippa atriði sem snúa að samkynhneigð söngvarans út úr myndinni. Dreifiaðili myndarinnar í rússlandi staðfesti við ríkisfjölmiðilinn þar í landi að atriðin sem um ræðir hafi verið fjarlægð og segir það hafa verið gert til þess að fylgja rússneskum lögum. Söngvarinn gaf ásamt framleiðendum myndarinnar út yfirlýsingu í gær þar sem ritskoðuninni var „hafnað eins harkalega og hægt er.“ Í yfirlýsingunni, sem birtist á Twitter-síðu söngvarans í gær, segir hann ritskoðunina „til marks um þá klofnu veröld sem við búum enn í og hvernig hún getur hafnað ást tveggja einstaklinga á jafn grimmilegan hátt.“ „Við trúum á að byggja brýr og opna á samtöl, og við munum halda áfram að leitast við að brjóta niður hindranir þar hlustað er á alla til jafns, hvar sem er í heiminum,“ segir einnig í yfirlýsingunni.pic.twitter.com/WT05TvCHT7 — Elton John (@eltonofficial) May 31, 2019 Blaðamenn sem sóttu forsýningu Rocketman í Moskvu áætla að um fimm mínútur af myndefni hafi verið klipptar út úr upphaflegri útgáfu myndarinnar. Kvikmyndarýnandinn Anton Dolin sagði frá því á Facebook-síðu sinni að „öll atriði sem innihéldu kossa, kynlíf og munnmök milli karlmanna“ hafi verið klippt út. Hann bætti við að svæsnasta dæmið um ritskoðunina væri að mynd af Sir Elton og eiginmanni hans, sem birtist við lok myndarinnar, hafi verið fjarlægð. Annar blaðamaður sem var viðstaddur forsýninguna sagði atriði sem sýndu neyslu fíkniefna einnig hafa verið fjarlægð. Olga Lyubimova, sem fer fyrir kvikmyndadeild menningarmálaráðuneytis Rússlands, segir engar kröfur um breytingar á myndinni hafa verið settar fram af hálfu ráðuneytisins. „Það er ekkert launungarmál að margar vestrænar og rússneskar myndir tengjast fíkniefnaneyslu. Þannig væri rangt að halda því fram að við stunduðum nokkurs konar ritskoðun.“ Hún bætti því þó við að gert væri ráð fyrir að kvikmyndir fylgdu rússneskum lögum er kemur að „barnagirnd, hatri á grundvelli uppruna eða trúar og klámi.“ Sir Elton hefur áður gagnrýnt stefnu Rússa í málefnum samkynhneigðra. Árið 2015 sagði söngvarinn ástsæli, í samtali við BBC, að viðhorf Vladímírs Pútín Rússlandsforseta til réttinda samkynhneigðra væru „fáránleg,“ og lýsti yfir áhuga á að hitta forsetann til þess að fara yfir þau mál.
Bíó og sjónvarp Rússland Tónlist Tengdar fréttir Frumsýning á Rocketman í London Rocketman fjallar um líf og starf tónlistarmannsins Eltons John. Hún var frumsýnd með pompi og prakt í London fyrr í vikunni. 30. maí 2019 07:00 Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. 31. maí 2019 14:49 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Frumsýning á Rocketman í London Rocketman fjallar um líf og starf tónlistarmannsins Eltons John. Hún var frumsýnd með pompi og prakt í London fyrr í vikunni. 30. maí 2019 07:00
Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. 31. maí 2019 14:49