Handbolti

Ómar Ingi semur við Magdeburg

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ómar Ingi Magnússon
Ómar Ingi Magnússon mynd/magdeburg
Íslenski landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon er búinn að semja við þýska úrvalsdeildarliðið Magdeburg um að spila með liðinu frá og með næsta sumri.

Ómar Ingi er á mála hjá danska liðinu Álaborg þar sem hann fór á kostum síðasta vetur. Álaborg varð danskur meistari í vor en Ómar Ingi náði ekki að spila með liðinu í úrslitaeinvíginu vegna meiðsla.

Hann var valinn í lið ársins í dönsku úrvalsdeildinni í vetur og lang stoðsendingahæstur í deildinni, með 112 stoðsendingar í 26 leikjum.

Þetta var fyrsta tímabil Ómars, sem er 22 ára, hjá Álaborg en hann spilað þar áður með Árhus.

Ómar Ingi skrifaði undir samning við Magdeburg sem gildir til 2024 en honum er ætlað að vera arftaki Albin Lagergren sem fer frá Magdeburg næsta sumar.

„Við erum stolt yfir því að Ómar Ingi hafi ákveðið að skrifa undir hjá Magdeburg. Hann er óumdeilanlega einn af hæfileikaríkustu mönnum Evrópu í sinni stöðu og þrátt fyrir ungan aldur er komin með mikla reynslu í alþjóðabolta,“ sagði þjálfari Magdeburg Bennet Wiegert á heimasíðu líðsins.

Magdeburg endaði í þriðja sæti þýsku Bundesligunnar í vor. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×