Íhuga að kæra náttúruspjöll á Helgafelli til lögreglu Birgir Olgeirsson skrifar 18. júní 2019 15:08 Gerðu sér að leik að krafsa nöfn og útlínur getnaðarlima í linan jarðveg Helgafells. Facebook Umhverfisstofnun íhugar að kæra náttúruspjöll á Helgafelli til lögreglu. Þetta staðfestir Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, í samtali við Vísi en ófögur sjón blasti við göngufólki sem lagði leið sína upp á þennan 338 metra háa móbergsstapa suðaustur af Hafnarfirði í gær en um er að ræða afar vinsæla gönguleið. Það var tannlæknirinn María Elíasdóttir sem birti myndir af þessum náttúruspjöllum í gær en þar höfðu óprúttnir aðilar gert sér að leika að krafsa nöfn og útlínur getnaðarlima í linan jarðveg Helgafells. Þar má nú sjá nöfnin Badda, Geira, Stebba, Daða og Ara og ókvæðisorð látin fylgja með sem skreytt eru með teikningum af limum og meðfylgjandi. Björn segir Umhverfisstofnun ætla að taka daginn í dag til að bregðast við og munu frekari upplýsingar fást frá stofnuninni á morgun en ljóst sé að um mikinn skaða sé að ræða og það geti tekið umtalsverðan tíma fyrir ummerkin að mást af. María var á göngu upp Helgafellið í gærmorgun þegar hún rakst á þessi skemmdarverk sem hún segir hafa verið frekar nýleg. Hún segir þetta krafs sjást vel úr fjarska og að skemmdarverkin hafi verið unnin um tíu metra frá stígnum upp Helgafellið. Stærstu stafirnir séu á stærð við A4 blað en teikningarnar af getnaðarlimunum mjög líklega þrír metrar að stærð. Hún segist í samtali við Vísi vonast til að þeir sem gerðu þetta finnist og að þeir fái skammir í hattinn svo þeir geri þetta ekki aftur. Allir geti gert mistök sem krakkar en mikilvægt sé að sem flestum sé komið í skilning um að svona gera menn ekki. Hafnarfjörður Umhverfismál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Umhverfisstofnun íhugar að kæra náttúruspjöll á Helgafelli til lögreglu. Þetta staðfestir Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, í samtali við Vísi en ófögur sjón blasti við göngufólki sem lagði leið sína upp á þennan 338 metra háa móbergsstapa suðaustur af Hafnarfirði í gær en um er að ræða afar vinsæla gönguleið. Það var tannlæknirinn María Elíasdóttir sem birti myndir af þessum náttúruspjöllum í gær en þar höfðu óprúttnir aðilar gert sér að leika að krafsa nöfn og útlínur getnaðarlima í linan jarðveg Helgafells. Þar má nú sjá nöfnin Badda, Geira, Stebba, Daða og Ara og ókvæðisorð látin fylgja með sem skreytt eru með teikningum af limum og meðfylgjandi. Björn segir Umhverfisstofnun ætla að taka daginn í dag til að bregðast við og munu frekari upplýsingar fást frá stofnuninni á morgun en ljóst sé að um mikinn skaða sé að ræða og það geti tekið umtalsverðan tíma fyrir ummerkin að mást af. María var á göngu upp Helgafellið í gærmorgun þegar hún rakst á þessi skemmdarverk sem hún segir hafa verið frekar nýleg. Hún segir þetta krafs sjást vel úr fjarska og að skemmdarverkin hafi verið unnin um tíu metra frá stígnum upp Helgafellið. Stærstu stafirnir séu á stærð við A4 blað en teikningarnar af getnaðarlimunum mjög líklega þrír metrar að stærð. Hún segist í samtali við Vísi vonast til að þeir sem gerðu þetta finnist og að þeir fái skammir í hattinn svo þeir geri þetta ekki aftur. Allir geti gert mistök sem krakkar en mikilvægt sé að sem flestum sé komið í skilning um að svona gera menn ekki.
Hafnarfjörður Umhverfismál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira