Líf og dauði í anddyri bókasafnsins á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júní 2019 20:00 Dauðinn var ofarlega á baugi á Amtsbókasafninu á Akureyri þegar nýtt alþjóðlegt listaverk var afhjúpað. Gestir bókasafnsins leika lykilhlutverk í sköpun listaverksins. Hugmyndin er að gestir og gangandi skapi listaverkið með því að skrifa á vegginn hverju þeir vilji áorka áður en tíminn er úti. Verkið er það fyrsta sem gestir bókasafnsins sjá er þeir ganga inn. „Þetta á að fá mann til að hugsa um það sem virkilega skiptir máli. Þá fer maður svolítið að horfast í augu við það sem mun að sjállfsögðu gerast einhvern tímann, að við munum öll deyja. Við þurfum að horfast í augu við það og þannig getum við lifað til fullnustu,“ segir Berglind Mari Valdemarsdóttir, verkefnastjóri á Amtsbókasafninu á Akureyri.Berglind Mari Valdemarsdóttir, verkefnastjóri á Amtsbókasafninu á Akureyri.Vísir/Tryggvi PállVeggurinn er hluti af alþjóðlega listaverkinu Before I Die sem sett hefur verið upp í tæplega 100 löndum. Er það hugarfóstur bandarísku listakonunnar Candy Chang. Það var auðsótt að fá leyfi til þess að setja verkið upp á Akureyri. „Það vill svo skemmtilega til að hún hefur komið hingað til Akureyrar og henni leist bara afar vel á þetta allt saman og vill endilega fá bara sem mest af myndum og fá að vita allt mögulegt um þennan vegg hér í bæ og vonar að sem flestir taki þátt,“ segir Berglind Mari.Ungir sem aldnir geta skrifað á vegginn.Vísir/Tryggvi PállÁsthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, reið á vaðið og aðrir fylgdu á eftir. Ert þú búinn að ákveða hvað þú ætlar að setja á vegginn? „Ég er búinn að hugsa þetta og ég veit það ekki. Það er alveg að nógu af taka, umhverfismálin, fara til Fídjí. Ég veit það ekki, mér dettur örugglega eitthvað sniðugt í hug.“ Akureyri Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Dauðinn var ofarlega á baugi á Amtsbókasafninu á Akureyri þegar nýtt alþjóðlegt listaverk var afhjúpað. Gestir bókasafnsins leika lykilhlutverk í sköpun listaverksins. Hugmyndin er að gestir og gangandi skapi listaverkið með því að skrifa á vegginn hverju þeir vilji áorka áður en tíminn er úti. Verkið er það fyrsta sem gestir bókasafnsins sjá er þeir ganga inn. „Þetta á að fá mann til að hugsa um það sem virkilega skiptir máli. Þá fer maður svolítið að horfast í augu við það sem mun að sjállfsögðu gerast einhvern tímann, að við munum öll deyja. Við þurfum að horfast í augu við það og þannig getum við lifað til fullnustu,“ segir Berglind Mari Valdemarsdóttir, verkefnastjóri á Amtsbókasafninu á Akureyri.Berglind Mari Valdemarsdóttir, verkefnastjóri á Amtsbókasafninu á Akureyri.Vísir/Tryggvi PállVeggurinn er hluti af alþjóðlega listaverkinu Before I Die sem sett hefur verið upp í tæplega 100 löndum. Er það hugarfóstur bandarísku listakonunnar Candy Chang. Það var auðsótt að fá leyfi til þess að setja verkið upp á Akureyri. „Það vill svo skemmtilega til að hún hefur komið hingað til Akureyrar og henni leist bara afar vel á þetta allt saman og vill endilega fá bara sem mest af myndum og fá að vita allt mögulegt um þennan vegg hér í bæ og vonar að sem flestir taki þátt,“ segir Berglind Mari.Ungir sem aldnir geta skrifað á vegginn.Vísir/Tryggvi PállÁsthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, reið á vaðið og aðrir fylgdu á eftir. Ert þú búinn að ákveða hvað þú ætlar að setja á vegginn? „Ég er búinn að hugsa þetta og ég veit það ekki. Það er alveg að nógu af taka, umhverfismálin, fara til Fídjí. Ég veit það ekki, mér dettur örugglega eitthvað sniðugt í hug.“
Akureyri Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira