Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2019 16:43 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Xi Jinping, forseti Kína, og Kim Jong-un, æðsti leiðtogi Norður-Kóreu á forsíðu bókar sem var til sölu á flugvellinum í Hong Kong. getty/Geovien So Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Xi mun hitta Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, til þess að ræða vandamál á Kóreu skaganum. Heimsóknin mun vera sú fyrsta sem nokkur kínverskur þjóðhöfðingi fer til Norður-Kóreu í 14 ár og fyrsta heimsókn Xi en hann tók við völdum árið 2012. Aðeins er vika þar til G-20 ráðstefna verður haldin í Japan, þar sem gert er ráð fyrir að Xi muni hitta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Kim hefur heimsótt Kína fjórum sinnum en enginn kínverskur forseti hefur heimsótt Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, síðan faðir Kim, Kim Jong-il, tók við þáverandi forseta Kína, Hu Jintao, árið 2005. Heimsóknirnar áttu að bæta samskipti milli ríkjanna eftir að yfirvöld í Peking studdu röð viðskiptaþvingana Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvirkni hennar.Kim Jong-il, fyrrverandi leiðtogi Norður-Kóreu, og Hu Jintao, fyrrverandi forseti Kína, við heimsókn hins fyrrnefnda í Peking árið 2006.getty/Sovfoto„Þessi samskipti Kína og Norður-Kóreu marka kaflaskipti,“ sagði ríkisfréttastofa Kína, CCTV og bætti við að Xi og Kim hefðu náð „samrómi varðandi mörg mikilvæg mál“ á fyrri fundum. Viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hafa dregist á langinn vegna ósættis með kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu, þrátt fyrir fundi Trump og Kim. Bandaríkin og Kína eru eins og er föst í viðskiptastríði sem sífellt þróast þar sem bæði löndin setja æ meiri tolla á vörur hvors annars. Forsætisráðuneyti Suður Kóreu sagði í tilkynningu að vonast væri til að heimsóknin myndi hvetja til endurupptöku á viðræðum um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu.Hvað gerðist í síðustu opinberu heimsókn ríkjanna? Peking hefur þó nokkurt pólitískt vald í Pyongyang en Mao Zedong, fyrrum leiðtogi Kína sagði sambandið vera jafn náið og „tennur og varir.“ Í þriggja daga ferðinni árið 2005 tók Kim Jong-il við Hu á flugvellinum í Pyongyang þegar hann kom til landsins. Þúsundir Norður-Kóreu búa höfðu undirbúið atriði til að bjóða forsetann velkominn þegar bílalest hans keyrði inn í höfuðborgina og veisla var haldin honum til heiðurs. Kim lofaði pólitískar aðgerðir Kína og lofaði forsetanum kínverska að Pyongyang myndi taka þátt í kjarnorkuviðræðunum. Hu og Kim Jong-il hittust oftar í Peking eftir þessa heimsókn. Bandaríkin Kína Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55 Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08 Kim sagður hafa tekið samningamann sinn af lífi Suður-kóreskt dagblað fullyrðir að nokkrir embættismenn hafi verið líflátnir eftir að leiðtogafundur Kim Jong-un og Donalds Trump fór út um þúfur í febrúar. 31. maí 2019 07:21 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Sjá meira
Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Xi mun hitta Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, til þess að ræða vandamál á Kóreu skaganum. Heimsóknin mun vera sú fyrsta sem nokkur kínverskur þjóðhöfðingi fer til Norður-Kóreu í 14 ár og fyrsta heimsókn Xi en hann tók við völdum árið 2012. Aðeins er vika þar til G-20 ráðstefna verður haldin í Japan, þar sem gert er ráð fyrir að Xi muni hitta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Kim hefur heimsótt Kína fjórum sinnum en enginn kínverskur forseti hefur heimsótt Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, síðan faðir Kim, Kim Jong-il, tók við þáverandi forseta Kína, Hu Jintao, árið 2005. Heimsóknirnar áttu að bæta samskipti milli ríkjanna eftir að yfirvöld í Peking studdu röð viðskiptaþvingana Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvirkni hennar.Kim Jong-il, fyrrverandi leiðtogi Norður-Kóreu, og Hu Jintao, fyrrverandi forseti Kína, við heimsókn hins fyrrnefnda í Peking árið 2006.getty/Sovfoto„Þessi samskipti Kína og Norður-Kóreu marka kaflaskipti,“ sagði ríkisfréttastofa Kína, CCTV og bætti við að Xi og Kim hefðu náð „samrómi varðandi mörg mikilvæg mál“ á fyrri fundum. Viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hafa dregist á langinn vegna ósættis með kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu, þrátt fyrir fundi Trump og Kim. Bandaríkin og Kína eru eins og er föst í viðskiptastríði sem sífellt þróast þar sem bæði löndin setja æ meiri tolla á vörur hvors annars. Forsætisráðuneyti Suður Kóreu sagði í tilkynningu að vonast væri til að heimsóknin myndi hvetja til endurupptöku á viðræðum um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu.Hvað gerðist í síðustu opinberu heimsókn ríkjanna? Peking hefur þó nokkurt pólitískt vald í Pyongyang en Mao Zedong, fyrrum leiðtogi Kína sagði sambandið vera jafn náið og „tennur og varir.“ Í þriggja daga ferðinni árið 2005 tók Kim Jong-il við Hu á flugvellinum í Pyongyang þegar hann kom til landsins. Þúsundir Norður-Kóreu búa höfðu undirbúið atriði til að bjóða forsetann velkominn þegar bílalest hans keyrði inn í höfuðborgina og veisla var haldin honum til heiðurs. Kim lofaði pólitískar aðgerðir Kína og lofaði forsetanum kínverska að Pyongyang myndi taka þátt í kjarnorkuviðræðunum. Hu og Kim Jong-il hittust oftar í Peking eftir þessa heimsókn.
Bandaríkin Kína Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55 Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08 Kim sagður hafa tekið samningamann sinn af lífi Suður-kóreskt dagblað fullyrðir að nokkrir embættismenn hafi verið líflátnir eftir að leiðtogafundur Kim Jong-un og Donalds Trump fór út um þúfur í febrúar. 31. maí 2019 07:21 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Sjá meira
Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55
Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08
Kim sagður hafa tekið samningamann sinn af lífi Suður-kóreskt dagblað fullyrðir að nokkrir embættismenn hafi verið líflátnir eftir að leiðtogafundur Kim Jong-un og Donalds Trump fór út um þúfur í febrúar. 31. maí 2019 07:21