Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur víða um land á morgun, 17. júní. Mikið verður um dýrðir í bæjarfélögum landins og er Akureyri þar engin undantekning.
Hátíðardagskrá hefst á Akureyri í Lystigarðinum klukkan 13:00, Kvennakór Akureyrar mun taka lagið, Lúðrasveit Akureyrar verður á staðnum, ungskáldið Anna Kristjana Helgadóttir les ljóð og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, flytur ávarp.
Klukkan 14 er svo komið að skrúðgöngu frá Lystigarðinum að Ráðhústorgi. Lögregla, Lúðrasveit Akureyrar og Skátafélagið Klakkur leiða gönguna og þegar á Ráðhústorgið er komið hefst þar Fjölskyldu- og hátíðardagskrá.
Fjallkonan flytur þar ávarp á meðan gestir geta gætt sér á Lýðveldisköku í tilefni 75 ára afmælis lýðveldisins.
Þegar á kvöld er komið verður boðið upp á ýmis tónlistaratriði á Ráðhústorgi og munu til að mynda Hvanndalsbræður halda uppi stuðinu frá 23 til miðnættis.
Ljóst er að það verður mikið fjör á Akureyri á morgun, Þjóðhátíðardaginn sjálfan.
Nóg að gera á Akureyri á Þjóðhátíðardaginn

Tengdar fréttir

Lokanir og dagskrá á höfuðborgarsvæðinu 17. júní
Lýðveldið Ísland fagnar 75 ára afmæli þann 17. júní næstkomandi og verður blásið til hátíðarhalda víða á höfuðborgarsvæðinu.