Ásakanir um spillingu, kókaínsmygl og ógild framboð í aðdraganda forsetakosninga í Gvatemala Andri Eysteinsson skrifar 16. júní 2019 16:56 Frá mótmælum í Guatemala árið 2017. Kallað var eftir afsögn sitjandi forseta, Jimmy Morales. Getty/Anadolu Forsetakosningar fara fram í dag í Mið-Ameríkuríkinu Gvatemala, þá fara einnig fram, samhliða forsetakosningunum, þingkosningar og sveitastjórnarkosningar. BBC greinir frá. Nítján hafa boðið sig fram til þess að taka við af forsetanum Jimmy Morales, sem lögum samkvæmt má ekki sitja annað kjörtímabil. Athygli hefur vakið að tveir af þeim frambjóðendum sem líklegastir þóttu til að ná kjöri hafa verið bannaðir. Þá hefur enn annar frambjóðandi verið handtekinn í Miami, sakaður um skipulagningu innflutnings á kókaíni til Bandaríkjanna. Því er talið að úrslit ráðist ekki í þessari umferð kosninga en 50% greiddra atkvæða þarf til að ná kjöri í fyrstu umferð kosninganna. Fyrrum ríkissaksóknari Gvatemala, Thelma Aldana, Mario Estrada og Zury Ríos dóttir Efraín Ríos Montt sem var forseti Gvatemala 1982-1983 og forseti gvatemalska þingsins 2000-2004 eru frambjóðendurnir sem meinuð var þátttaka í kosningunum í dag. Spekingar telja að afstaða frambjóðanda til gengjastríða og fátæktar muni ráða úrslitum í dag.Dóttir einræðisherra, skattsvik og kókaínsmygl Stjórnskipunardómstóll Gvatemala úrskurðaði í maí að ógilda ætti framboð Zury Ríos, dóttur Efraím Ríos Montt vegna gjörða föður hennar. Ríos náði völdum með valdaráni 1982 og ríkti sem einræðisherra í rúmt ár. Ríos, sem lést í fyrra, hefur verið sakaður um að hafa skipað hersveitum að myrða yfir 1700 manns af Mayaættum sem grunaðir voru um að aðstoða óvini Ríos Montt. Ríos Montt var steypt af stóli af varnarmálaráðherra sínu og seinna dæmdur sekur af dómstól í Gvatemala fyrir stríðsglæpi. Stjórnskipunardómstóll úrskurðaði að lög gerðu ráð fyrir að börn einræðisherra mættu gegna stöðu forseta og var framboð hennar því dæmt ólöglegt.Framboð Thelmu Aldana var einnig dæmt ólöglegt sökum þunga ásakana á hendur Aldana. Hún var sökuð um embættisglöp, fjársvik og skattsvik. Á embættistíð sinni 2014-2018 sótti hún meðal annars fyrrverandi forsetann Otto Molina til saka vegna spillingar.Frambjóðandinn Mario Estrada var ekki talinn líklegur til að ná kjöri en hann var handtekinn í apríl sakaður um að hafa unnið að því að koma eiturlyfjum ólöglega til Bandaríkjanna ásamt Sinaloa genginu í Mexíkó. Hafði hann samkvæmt yfirvöldin óskað eftir 10 milljónum dala til þess að greiða leið gengisins til Bandaríkjanna. Hugðist hann nota fjármunina til þess að efla kosningabaráttu sína.Þeir frambjóðendur sem líklegastir eru til að ná kjöri eru Sandra Torres, sem komst í aðra umferð forsetakosninganna fyrir fjórum árum en laut í lægra haldi fyrir Jimmy Morales. Lögregla rannsakar starfsemi stjórnmálaflokks Torres vegna ásakana um ólöglega fjárstyrki. Torres er fyrrverandi eiginkona Alvaro Colom sem var forseti Gvatemala árin 2008-2012, hann er nú rannsakaður vegna gruns um fjársvik. Alejandro Giammattei, hægri maður sem tekur þátt í forsetakosningum í fjórða sinn. Giammattei var áður fangelsismálastjóri landsins og var sóttur til saka árið 2006 fyrir aðkomu sína að áhlaupi að Pavón fangelsinu, sem fangar höfðu haft stjórn á í áratug. Sjö fangar létust í áhlaupinu og Giammattei var handtekinn og vistaður í gæsluvarðhaldi í 10 mánuði. Málinu gegn honum var þó vísað frá sökum skorts á sönnunargögnum. Roberto Arzú, sonur fyrrum forseta landsins Alvaro Arzú, viðskiptamaður sem hefur aldrei gegnt opinberu starfi en stýrði um árabil einu sigursælasta knattspyrnuliði landsins. Arzú hefur aðallega staðið fyrir bættu öryggi og hyggst taka á glæpum verði hann kjörinn. Arzú, sem hefur slagorðið „Make Guate Great Again“ býður handtaka í Bandaríkjunum en dómari í Flórída samþykkti handtökubeiðni á hendur Arzu vegna útistandandi skulda hans við stjórnmálaráðgjafann JJ Rendón. Arzú neitar að hafa samið við Rendón. Nái enginn frambjóðandi helmingi greiddra atkvæða í dag fer önnur umferð kosninganna fram í ágúst. Gvatemala Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Forsetakosningar fara fram í dag í Mið-Ameríkuríkinu Gvatemala, þá fara einnig fram, samhliða forsetakosningunum, þingkosningar og sveitastjórnarkosningar. BBC greinir frá. Nítján hafa boðið sig fram til þess að taka við af forsetanum Jimmy Morales, sem lögum samkvæmt má ekki sitja annað kjörtímabil. Athygli hefur vakið að tveir af þeim frambjóðendum sem líklegastir þóttu til að ná kjöri hafa verið bannaðir. Þá hefur enn annar frambjóðandi verið handtekinn í Miami, sakaður um skipulagningu innflutnings á kókaíni til Bandaríkjanna. Því er talið að úrslit ráðist ekki í þessari umferð kosninga en 50% greiddra atkvæða þarf til að ná kjöri í fyrstu umferð kosninganna. Fyrrum ríkissaksóknari Gvatemala, Thelma Aldana, Mario Estrada og Zury Ríos dóttir Efraín Ríos Montt sem var forseti Gvatemala 1982-1983 og forseti gvatemalska þingsins 2000-2004 eru frambjóðendurnir sem meinuð var þátttaka í kosningunum í dag. Spekingar telja að afstaða frambjóðanda til gengjastríða og fátæktar muni ráða úrslitum í dag.Dóttir einræðisherra, skattsvik og kókaínsmygl Stjórnskipunardómstóll Gvatemala úrskurðaði í maí að ógilda ætti framboð Zury Ríos, dóttur Efraím Ríos Montt vegna gjörða föður hennar. Ríos náði völdum með valdaráni 1982 og ríkti sem einræðisherra í rúmt ár. Ríos, sem lést í fyrra, hefur verið sakaður um að hafa skipað hersveitum að myrða yfir 1700 manns af Mayaættum sem grunaðir voru um að aðstoða óvini Ríos Montt. Ríos Montt var steypt af stóli af varnarmálaráðherra sínu og seinna dæmdur sekur af dómstól í Gvatemala fyrir stríðsglæpi. Stjórnskipunardómstóll úrskurðaði að lög gerðu ráð fyrir að börn einræðisherra mættu gegna stöðu forseta og var framboð hennar því dæmt ólöglegt.Framboð Thelmu Aldana var einnig dæmt ólöglegt sökum þunga ásakana á hendur Aldana. Hún var sökuð um embættisglöp, fjársvik og skattsvik. Á embættistíð sinni 2014-2018 sótti hún meðal annars fyrrverandi forsetann Otto Molina til saka vegna spillingar.Frambjóðandinn Mario Estrada var ekki talinn líklegur til að ná kjöri en hann var handtekinn í apríl sakaður um að hafa unnið að því að koma eiturlyfjum ólöglega til Bandaríkjanna ásamt Sinaloa genginu í Mexíkó. Hafði hann samkvæmt yfirvöldin óskað eftir 10 milljónum dala til þess að greiða leið gengisins til Bandaríkjanna. Hugðist hann nota fjármunina til þess að efla kosningabaráttu sína.Þeir frambjóðendur sem líklegastir eru til að ná kjöri eru Sandra Torres, sem komst í aðra umferð forsetakosninganna fyrir fjórum árum en laut í lægra haldi fyrir Jimmy Morales. Lögregla rannsakar starfsemi stjórnmálaflokks Torres vegna ásakana um ólöglega fjárstyrki. Torres er fyrrverandi eiginkona Alvaro Colom sem var forseti Gvatemala árin 2008-2012, hann er nú rannsakaður vegna gruns um fjársvik. Alejandro Giammattei, hægri maður sem tekur þátt í forsetakosningum í fjórða sinn. Giammattei var áður fangelsismálastjóri landsins og var sóttur til saka árið 2006 fyrir aðkomu sína að áhlaupi að Pavón fangelsinu, sem fangar höfðu haft stjórn á í áratug. Sjö fangar létust í áhlaupinu og Giammattei var handtekinn og vistaður í gæsluvarðhaldi í 10 mánuði. Málinu gegn honum var þó vísað frá sökum skorts á sönnunargögnum. Roberto Arzú, sonur fyrrum forseta landsins Alvaro Arzú, viðskiptamaður sem hefur aldrei gegnt opinberu starfi en stýrði um árabil einu sigursælasta knattspyrnuliði landsins. Arzú hefur aðallega staðið fyrir bættu öryggi og hyggst taka á glæpum verði hann kjörinn. Arzú, sem hefur slagorðið „Make Guate Great Again“ býður handtaka í Bandaríkjunum en dómari í Flórída samþykkti handtökubeiðni á hendur Arzu vegna útistandandi skulda hans við stjórnmálaráðgjafann JJ Rendón. Arzú neitar að hafa samið við Rendón. Nái enginn frambjóðandi helmingi greiddra atkvæða í dag fer önnur umferð kosninganna fram í ágúst.
Gvatemala Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent