Guðmundur: „Misnotuðum allt of mörg dauðafæri“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júní 2019 20:00 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. Vísir Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Tyrkjum í Laugardalshöll á morgun og þarf sigur til þess að tryggja sig inn á EM. Íslenska liðið mætti Grikkjum á miðvikudag ytra og var heppið að sleppa með jafntefli. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er búinn að fara vel yfir þann leik. „Mér fannst í sjálfu sér fyrri hálfleikurinn nokkuð vel leikinn. Það komu auðvitað einhver mistök í vörn en eftir 21 mínútu voru þeir búnir að gera sex mörk á okkur svo vörnin var að halda vel,“ sagði Guðmundur við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu landsliðsins. „Við byrjum síðari hálfleik bara afspyrnu illa. Þeir gera þrjú mörk á tveimur og hálfri mínútu. Það var mjög dýrt að hleypa þeim þannig lagað inn í leikinn og alls ekki það sem við ætluðum okkur.“ „Svo getum við sagt sem svo að það eiga sér stað einstaklingsmistök í vörninni þar sem við töpum maður á móti manni, þeir eru mjög erfiðir þar og mjög hraðir. Við misnotum allt of mörg dauðafæri, ein átta dauðafæri í seinni hálfleik, og það er bara of mikið.“ Var það eitthvað einbeitingarleysi sem var ástæðan á baki frammistöðunnar, eða hver er skýringin að mati Guðmunds? „Í fyrsta lagi, ekki það að ég ætli að fara að afsaka mig eitthvað gagnvart svona hlutum, en ferðalagið í kringum þennan leik þegar allt er talið er 50 klukkutímar. Það tók okkur 36 klukkutíma að koma okkur á þennan stað, fellt niður flug og þetta var mjög erfitt. Það er eitt.“ „Við töluðum um það mjög gaumgæfilega í hálfleik að við ætluðum að mæta á fullu í seinni hálfleikinn, við áttuðum okkur á því að þetta var erfiður útivöllur, þess vegna var ég mjög ósáttur með einbeitinguna í síðari hálfleik að þessu leiti,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið við Guðmund má sjá hér að neðan.Klippa: Guðmundur: Þurfum að koma báðum fótum á EM EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Ísland enn í lykilstöðu eftir óvænt jafntefli í Grikklandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta fór langleiðina á EM 2020 í gær þrátt fyrir að hafa verið stálheppið að fá stig gegn Grikkjum á útivelli. 13. júní 2019 08:00 Þægileg staða fyrir lokaumferðina hjá Íslandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því tyrkneska í lokaumferð undankeppni EM 2020 á morgun. 15. júní 2019 02:00 Skelfilegt gengi Íslands á útivelli heldur áfram Íslenska landsliðsins í handbolta hefur átt erfitt uppdráttar fyrir utan landsteinanna undanfarin misseri. 13. júní 2019 09:30 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Tyrkjum í Laugardalshöll á morgun og þarf sigur til þess að tryggja sig inn á EM. Íslenska liðið mætti Grikkjum á miðvikudag ytra og var heppið að sleppa með jafntefli. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er búinn að fara vel yfir þann leik. „Mér fannst í sjálfu sér fyrri hálfleikurinn nokkuð vel leikinn. Það komu auðvitað einhver mistök í vörn en eftir 21 mínútu voru þeir búnir að gera sex mörk á okkur svo vörnin var að halda vel,“ sagði Guðmundur við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu landsliðsins. „Við byrjum síðari hálfleik bara afspyrnu illa. Þeir gera þrjú mörk á tveimur og hálfri mínútu. Það var mjög dýrt að hleypa þeim þannig lagað inn í leikinn og alls ekki það sem við ætluðum okkur.“ „Svo getum við sagt sem svo að það eiga sér stað einstaklingsmistök í vörninni þar sem við töpum maður á móti manni, þeir eru mjög erfiðir þar og mjög hraðir. Við misnotum allt of mörg dauðafæri, ein átta dauðafæri í seinni hálfleik, og það er bara of mikið.“ Var það eitthvað einbeitingarleysi sem var ástæðan á baki frammistöðunnar, eða hver er skýringin að mati Guðmunds? „Í fyrsta lagi, ekki það að ég ætli að fara að afsaka mig eitthvað gagnvart svona hlutum, en ferðalagið í kringum þennan leik þegar allt er talið er 50 klukkutímar. Það tók okkur 36 klukkutíma að koma okkur á þennan stað, fellt niður flug og þetta var mjög erfitt. Það er eitt.“ „Við töluðum um það mjög gaumgæfilega í hálfleik að við ætluðum að mæta á fullu í seinni hálfleikinn, við áttuðum okkur á því að þetta var erfiður útivöllur, þess vegna var ég mjög ósáttur með einbeitinguna í síðari hálfleik að þessu leiti,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið við Guðmund má sjá hér að neðan.Klippa: Guðmundur: Þurfum að koma báðum fótum á EM
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Ísland enn í lykilstöðu eftir óvænt jafntefli í Grikklandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta fór langleiðina á EM 2020 í gær þrátt fyrir að hafa verið stálheppið að fá stig gegn Grikkjum á útivelli. 13. júní 2019 08:00 Þægileg staða fyrir lokaumferðina hjá Íslandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því tyrkneska í lokaumferð undankeppni EM 2020 á morgun. 15. júní 2019 02:00 Skelfilegt gengi Íslands á útivelli heldur áfram Íslenska landsliðsins í handbolta hefur átt erfitt uppdráttar fyrir utan landsteinanna undanfarin misseri. 13. júní 2019 09:30 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Ísland enn í lykilstöðu eftir óvænt jafntefli í Grikklandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta fór langleiðina á EM 2020 í gær þrátt fyrir að hafa verið stálheppið að fá stig gegn Grikkjum á útivelli. 13. júní 2019 08:00
Þægileg staða fyrir lokaumferðina hjá Íslandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því tyrkneska í lokaumferð undankeppni EM 2020 á morgun. 15. júní 2019 02:00
Skelfilegt gengi Íslands á útivelli heldur áfram Íslenska landsliðsins í handbolta hefur átt erfitt uppdráttar fyrir utan landsteinanna undanfarin misseri. 13. júní 2019 09:30