Ekkert bólar á stórum áheitum til Notre Dame Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2019 23:30 Eldurinn olli stórkostlegu tjóni í dómkirkjunni þar sem stærstur hluti þaksins féll saman, auk þess að kirkjuspíran, sem var frá átjándu öld, hrundi. Getty Ekkert fjármagn hefur enn skilað sér frá þeim frönsku auðmönnum og fyrirtækjum sem hétu því að leggja háar fjárhæðir til uppbyggingar dómkirkjunnar Notre Dame í París eftir stórbrunann 15. apríl síðastliðinn. Þetta er haft eftir talsmönnum kirkjunnar og framkvæmdaaðila. Í frétt AP segir frá því að það séu smærri framlög frá frönskum og bandarískum einstaklingum sem sé uppistaðan í fyrstu greiðslunni úr sjóði þar sem einkaaðilar gátu lagt inn fé til uppbyggingar kirkjunnar. Fyrsta greiðslan nemur 3,6 milljónum evra, um hálfum milljarði íslenskra króna, en fjármagnið nýtist til að greiða reikninga og laun þeirra 150 verkamanna sem vinna nú að uppbyggingunni.Vilja vita í hvað peningarnir fara Eldurinn olli stórkostlegu tjóni í dómkirkjunni þar sem stærstur hluti þaksins féll saman, auk þess að kirkjuspíran, sem var frá átjándu öld, hrundi. Þó tókst að bjarga stærstum hluta listaverkasafns kirkjunnar. Talið er að skammhlaup hafi valdið því að eldurinn kom upp. „Þeir sem hétu mestu hafa ekki greitt. Ekki sent,“ segir Andre Finot, upplýsingafulltrúi Notre Dame. Segir hann að auðmennirnir hafi margir gert þá kröfu að vita nákvæmlega í hvað peningar þeirra fara og hvort þeir séu því samþykkir. Ekki að peningarnir fari bara í laun verkamanna.Eldurinn olli stórkostlegu tjóni í dómkirkjunni þar sem stærstur hluti þaksins féll saman.GettyHöfrungahlaup Margir af auðugustu mönnum Frakklands og fyrirtæki hétu á öðrum milljarði evra, 142 milljörðum íslenskra króna, eftir að eldurinn kom upp. Var mikið rætt um nauðsyn þess að endurreisa kirkjuna, sem er eitt helsta kennileiti frönsku höfuðborgarinnar sem milljónir heimsækja á ári hverju. Francois Pinault hjá Artemis, móðurfélagi Gucci og Saint Laurent, hét 100 milljónum evra og sagði Patrick Pouyanne, stjórnarformaður franska orkurisans Total, að fyrirtækið myndi jafna þá upphæð. Bernard Arnault, stjórnarformaður LVMH, sem á tískumerkin Louis Vuitton og Dior, hét 200 milljónum evra, líkt og Bettencourt Schueller stofnunin, sem á merkið L'Oréal. Ekkert af þessu fé hefur enn skilað sér til þeirra sem halda utan um framkvæmdir að sögn Finot. AP segir frá því að talsmenn sumra fyrirtækja hafi sagt að vilji sé til að styrkirnir skili sér í listrænni uppbyggingu, sem yrði þá að loknu hreinsunarstarfi og á síðari stigum. Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Óttast að úrkoma valdi frekari skemmdum á Notre-Dame Sérfræðingar óttast að mikil úrkoma kunni að leiða til enn frekari skemmda og hruns. 23. apríl 2019 12:31 Skammhlaup líklegasta skýring brunans í Notre-Dame Rannsakendur í Frakklandi telja að skammhlaup sé líklegasta skýringin á brunanum sem kom upp í Notre-Dame í París á mánudag. 18. apríl 2019 17:11 Nágrannar Notre Dame varaðir við blýi í kjölfar brunans Lögregla hvetur fólk í nágrenni við dómkirkjuna til þess að losa sig við allt ryk í húsnæði sínu. 28. apríl 2019 09:57 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar Sjá meira
Ekkert fjármagn hefur enn skilað sér frá þeim frönsku auðmönnum og fyrirtækjum sem hétu því að leggja háar fjárhæðir til uppbyggingar dómkirkjunnar Notre Dame í París eftir stórbrunann 15. apríl síðastliðinn. Þetta er haft eftir talsmönnum kirkjunnar og framkvæmdaaðila. Í frétt AP segir frá því að það séu smærri framlög frá frönskum og bandarískum einstaklingum sem sé uppistaðan í fyrstu greiðslunni úr sjóði þar sem einkaaðilar gátu lagt inn fé til uppbyggingar kirkjunnar. Fyrsta greiðslan nemur 3,6 milljónum evra, um hálfum milljarði íslenskra króna, en fjármagnið nýtist til að greiða reikninga og laun þeirra 150 verkamanna sem vinna nú að uppbyggingunni.Vilja vita í hvað peningarnir fara Eldurinn olli stórkostlegu tjóni í dómkirkjunni þar sem stærstur hluti þaksins féll saman, auk þess að kirkjuspíran, sem var frá átjándu öld, hrundi. Þó tókst að bjarga stærstum hluta listaverkasafns kirkjunnar. Talið er að skammhlaup hafi valdið því að eldurinn kom upp. „Þeir sem hétu mestu hafa ekki greitt. Ekki sent,“ segir Andre Finot, upplýsingafulltrúi Notre Dame. Segir hann að auðmennirnir hafi margir gert þá kröfu að vita nákvæmlega í hvað peningar þeirra fara og hvort þeir séu því samþykkir. Ekki að peningarnir fari bara í laun verkamanna.Eldurinn olli stórkostlegu tjóni í dómkirkjunni þar sem stærstur hluti þaksins féll saman.GettyHöfrungahlaup Margir af auðugustu mönnum Frakklands og fyrirtæki hétu á öðrum milljarði evra, 142 milljörðum íslenskra króna, eftir að eldurinn kom upp. Var mikið rætt um nauðsyn þess að endurreisa kirkjuna, sem er eitt helsta kennileiti frönsku höfuðborgarinnar sem milljónir heimsækja á ári hverju. Francois Pinault hjá Artemis, móðurfélagi Gucci og Saint Laurent, hét 100 milljónum evra og sagði Patrick Pouyanne, stjórnarformaður franska orkurisans Total, að fyrirtækið myndi jafna þá upphæð. Bernard Arnault, stjórnarformaður LVMH, sem á tískumerkin Louis Vuitton og Dior, hét 200 milljónum evra, líkt og Bettencourt Schueller stofnunin, sem á merkið L'Oréal. Ekkert af þessu fé hefur enn skilað sér til þeirra sem halda utan um framkvæmdir að sögn Finot. AP segir frá því að talsmenn sumra fyrirtækja hafi sagt að vilji sé til að styrkirnir skili sér í listrænni uppbyggingu, sem yrði þá að loknu hreinsunarstarfi og á síðari stigum.
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Óttast að úrkoma valdi frekari skemmdum á Notre-Dame Sérfræðingar óttast að mikil úrkoma kunni að leiða til enn frekari skemmda og hruns. 23. apríl 2019 12:31 Skammhlaup líklegasta skýring brunans í Notre-Dame Rannsakendur í Frakklandi telja að skammhlaup sé líklegasta skýringin á brunanum sem kom upp í Notre-Dame í París á mánudag. 18. apríl 2019 17:11 Nágrannar Notre Dame varaðir við blýi í kjölfar brunans Lögregla hvetur fólk í nágrenni við dómkirkjuna til þess að losa sig við allt ryk í húsnæði sínu. 28. apríl 2019 09:57 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar Sjá meira
Óttast að úrkoma valdi frekari skemmdum á Notre-Dame Sérfræðingar óttast að mikil úrkoma kunni að leiða til enn frekari skemmda og hruns. 23. apríl 2019 12:31
Skammhlaup líklegasta skýring brunans í Notre-Dame Rannsakendur í Frakklandi telja að skammhlaup sé líklegasta skýringin á brunanum sem kom upp í Notre-Dame í París á mánudag. 18. apríl 2019 17:11
Nágrannar Notre Dame varaðir við blýi í kjölfar brunans Lögregla hvetur fólk í nágrenni við dómkirkjuna til þess að losa sig við allt ryk í húsnæði sínu. 28. apríl 2019 09:57