Segir vantraust eftiráskýringu sjálfstæðismanna Kjartan Kjartansson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 14. júní 2019 19:29 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að fullyrðingar um að vantraust á Miðflokknum innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafi spillt fyrir samkomulagi um þinglok hafi verið „eftiráskýring“ eftir uppákomu í flokknum. Þingflokksformenn Mið- og Sjálfstæðisflokks ræða áfram saman um þinglokin. Óvissa ríkir enn um þinglok eftir að Miðflokkurinn stóð einn utan samkomulags sem stjórnarandstaðan gerði við ríkisstjórnina um dagskrá þingsins í gær. Þingfundi var slitið síðdegis í dag og kemur þingið ekki saman aftur fyrr en á þriðjudag. Bergþór Ólason, starfandi þingflokksformaður Miðflokksins, segist í samtali við Vísi hafa fundað með Birgi Ármannssyni, formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins, nú í kvöld. Þeir verði áfram í samskiptum um helgina til að leita lausna um það sem út af stendur í samkomulaginu. Samkomulag við Miðflokkinn var sagt í burðarliðnum í gær en að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi hafnað því vegna vantrausts í garð hans. Samkvæmt heimildum Vísis var það handskrifuð athugasemd Sigmundar Davíðs á samningsdrögin um að einhver ákvæði þeirra væru „samkvæmt samtali“ sem sat í sjálfstæðismönnum. Þeim hafi fundist orðalagið of opið til túlkunar og að samkomulagið við Miðflokksmenn þyrfti að vera í fastari skorðum. „Það má segja að allir lausir endar auðvitað vekja áhyggjur. Það er auðvitað búið að vera svolítið sérstakt ástand hérna í þinginu út af málþófi Miðflokksins í þessum orkupakkamálum,“ sagði Birgir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Málþóf Miðflokksins um þriðja orkupakkann svonefnda hefur gert umræður um málið þær lengstu í sögu Alþingi. Í heildina hafa þær staðið yfir í 138 klukkustundir. Samkvæmt samkomulagsdrögunum hefði orkupakkamálið verið afgreitt á stuttu sumarþingi í ágúst.Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson.Vísir/vilhelmAthugasemdin ekki fyrirvari Spurður út í athugasemdina sem hann hripaði niður á samningsdrögin í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Sigmundur Davíð að ekki hafi verið um fyrirvara að ræða heldur hafi hann einfaldlega vísað til þess að samkomulagið væri í samræmi við samtal um gerð þess. Hann skýrði ekki frekar hver tilgangur hennar var. Þá gerði hann lítið úr vantrausti í garð flokks hans í ranni Sjálfstæðisflokksins og gaf í skyn að það væri aðeins „einn eða hugsanlega fleiri“ sjálfstæðismenn. „Þessi sömu þingmenn held ég að hafi fyrst og fremst búið þetta til sem eftiráskýringu eftir að það verður einhver uppákoma á þingflokksfundi sjálfstæðismanna,“ sagði Sigmundur Davíð.Bergþór Ólason er starfandi þingflokksformaður Miðflokksins.Vísir/VilhelmSérfræðingahópur helsti ásteytingarsteinninn Miðflokkurinn krefst þess að komið verði á fót sérfræðingahópi til að fara yfir þær áhyggjur sem hann hefur af samþykkt þriðja orkupakkans. Bergþór segir við Vísi að sérfræðingahópurinn sé helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum við sjálfstæðismenn um þinglok. Hann vildi ekki svara því hvort að sérfræðingahópurinn væri ófrávíkjanleg krafa Miðflokksins en að hann teldi það ekki ósanngjarna ósk. Ekki komi annað til greina en að nýta tímann fram að haustþingi til að svara spurningum um málið. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki samið um þinglok í dag Samkomulag um þinglok mun ekki nást í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Þingfundur er nú í gangi og er verið að greiða atkvæði um þau mál sem voru á dagskrá fyrr í dag. 14. júní 2019 16:03 Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53 „Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að fullyrðingar um að vantraust á Miðflokknum innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafi spillt fyrir samkomulagi um þinglok hafi verið „eftiráskýring“ eftir uppákomu í flokknum. Þingflokksformenn Mið- og Sjálfstæðisflokks ræða áfram saman um þinglokin. Óvissa ríkir enn um þinglok eftir að Miðflokkurinn stóð einn utan samkomulags sem stjórnarandstaðan gerði við ríkisstjórnina um dagskrá þingsins í gær. Þingfundi var slitið síðdegis í dag og kemur þingið ekki saman aftur fyrr en á þriðjudag. Bergþór Ólason, starfandi þingflokksformaður Miðflokksins, segist í samtali við Vísi hafa fundað með Birgi Ármannssyni, formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins, nú í kvöld. Þeir verði áfram í samskiptum um helgina til að leita lausna um það sem út af stendur í samkomulaginu. Samkomulag við Miðflokkinn var sagt í burðarliðnum í gær en að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi hafnað því vegna vantrausts í garð hans. Samkvæmt heimildum Vísis var það handskrifuð athugasemd Sigmundar Davíðs á samningsdrögin um að einhver ákvæði þeirra væru „samkvæmt samtali“ sem sat í sjálfstæðismönnum. Þeim hafi fundist orðalagið of opið til túlkunar og að samkomulagið við Miðflokksmenn þyrfti að vera í fastari skorðum. „Það má segja að allir lausir endar auðvitað vekja áhyggjur. Það er auðvitað búið að vera svolítið sérstakt ástand hérna í þinginu út af málþófi Miðflokksins í þessum orkupakkamálum,“ sagði Birgir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Málþóf Miðflokksins um þriðja orkupakkann svonefnda hefur gert umræður um málið þær lengstu í sögu Alþingi. Í heildina hafa þær staðið yfir í 138 klukkustundir. Samkvæmt samkomulagsdrögunum hefði orkupakkamálið verið afgreitt á stuttu sumarþingi í ágúst.Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson.Vísir/vilhelmAthugasemdin ekki fyrirvari Spurður út í athugasemdina sem hann hripaði niður á samningsdrögin í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Sigmundur Davíð að ekki hafi verið um fyrirvara að ræða heldur hafi hann einfaldlega vísað til þess að samkomulagið væri í samræmi við samtal um gerð þess. Hann skýrði ekki frekar hver tilgangur hennar var. Þá gerði hann lítið úr vantrausti í garð flokks hans í ranni Sjálfstæðisflokksins og gaf í skyn að það væri aðeins „einn eða hugsanlega fleiri“ sjálfstæðismenn. „Þessi sömu þingmenn held ég að hafi fyrst og fremst búið þetta til sem eftiráskýringu eftir að það verður einhver uppákoma á þingflokksfundi sjálfstæðismanna,“ sagði Sigmundur Davíð.Bergþór Ólason er starfandi þingflokksformaður Miðflokksins.Vísir/VilhelmSérfræðingahópur helsti ásteytingarsteinninn Miðflokkurinn krefst þess að komið verði á fót sérfræðingahópi til að fara yfir þær áhyggjur sem hann hefur af samþykkt þriðja orkupakkans. Bergþór segir við Vísi að sérfræðingahópurinn sé helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum við sjálfstæðismenn um þinglok. Hann vildi ekki svara því hvort að sérfræðingahópurinn væri ófrávíkjanleg krafa Miðflokksins en að hann teldi það ekki ósanngjarna ósk. Ekki komi annað til greina en að nýta tímann fram að haustþingi til að svara spurningum um málið.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki samið um þinglok í dag Samkomulag um þinglok mun ekki nást í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Þingfundur er nú í gangi og er verið að greiða atkvæði um þau mál sem voru á dagskrá fyrr í dag. 14. júní 2019 16:03 Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53 „Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Ekki samið um þinglok í dag Samkomulag um þinglok mun ekki nást í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Þingfundur er nú í gangi og er verið að greiða atkvæði um þau mál sem voru á dagskrá fyrr í dag. 14. júní 2019 16:03
Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53
„Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent