Draumabyrjun hjá Úrúgvæ

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cavani fagnar eftir að hafa komið Úrúgvæ í 2-0.
Cavani fagnar eftir að hafa komið Úrúgvæ í 2-0. vísir/getty
Úrúgvæ rúllaði yfir Ekvador, 4-0, í C-riðli Suður-Ameríkukeppninnar í gær.

Úrúgvæar urðu Suður-Ameríkumeistarar 2011 og þykja líklegir til afreka í ár.

Nicolás Lodeiro kom Úrúgvæ yfir eftir sex mínútna leik. Á 24. mínútu gaf José Quintero Lodeiro olnbogaskot og var rekinn af velli.

Edinson Cavani tvöfaldaði forskot Úrúgvæ þegar hann klippti boltann í netið eftir hornspyrnu á 33. mínútu. Luis Súarez skoraði svo þriðja markið mínútu fyrir lok fyrri hálfleiks.

Seinni hálfleikurinn var öllu rólegri. Aðeins eitt mark var skorað og það var afar klaufalegt sjálfsmark Arturo Mina. Lokatölur 4-0, Úrúgvæ í vil.

Næsti leikur Úrúgvæ er gegn Japan á fimmtudaginn. Á föstudaginn mætir Ekvador Síle.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira