Paragvæ og Katar skildu jöfn í fyrsta leik sínum í Suður-Ameríkukeppninni í fótbolta í kvöld.
Fyrsta mark leiksins lét ekki bíða lengi eftir sér en Oscar Cardozo skoraði úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu. Vítaspyrnan var dæmd eftir að Miguel Correia handlék boltann innan vítateigs.
Bæði lið fengu færi til að bæta við mörkum en þau komu ekki og staðan 1-0 fyrir Paragvæ í hálfleik.
Snemma í seinni hálfleik skoraði Cardozo sitt annað mark þegar hann potaði fyrirgjöf Miguel Almiron í netið. Markið var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu eftir myndbandsdómgæslu.
Leikmenn Paragvæ voru hins vegar ekki lengi að skora aftur, í þetta skipti var enginn vafi um það að Derlis Gonzalez hefði skorað löglegt mark þegar hann skoraði með laglegu langskoti á 56. mínútu.
Katar, sem er gestaþjóð á mótinu, jafnaði leikinn á 68. mínútu þegar Ali Almoez skoraði og níu mínútum seinna jafnaði Boualem Khoukhi metin fyrir Katar.
Hvorugu liðinu tókst að finna sigurmarkið, leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
Gestaliðið nældi í jafntefli gegn Paragvæ
