Nýrri rannsókn ætlað að meta miska vegna eineltis til fjár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2019 10:47 Á myndinni má sjá Tinnu Laufey og samstarfsfólki hennar, þeim Eddu Björk Þórðardóttur, Brynju Jónbjarnardóttur og Gísla Gylfasyni ásamt Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands. Gunnar Sverrison Rannsókn sem miðar að því að meta til fjár miska vegna eineltis hefur hlotið styrk úr Styrktarsjóði Margaretar og Bents Schevings Thorsteinssonar við Háskóla Íslands. Styrkhafi er Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands, og nemur styrkurinn 1,2 milljónum króna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá skólanum. „Þó ætla megi að það sé mikils virði að verða ekki fyrir einelti er ekki vitað hversu mikils virði það er; þ.e. hve mikið þyrfti að greiða einstaklingi til að bæta upp það velferðartap sem hann/hún verður fyrir af völdum eineltis. Slíkt mat hefur bæði fræðilegt og hagnýtt gildi. Það getur t.d. nýst hinu opinbera við mat á hagkvæmni íhlutana sem ætlað er að draga úr einelti eða afleiðingum þess,“ segir í tilkynningunni. Stærsti hluti gæðanna/skaðans sem um ræðir er talinn tilfinningalegur. „Hagkvæmnisútreikningar sem ekki taka þessi andlegu gæði með í reikninginn verða því mjög bjagaðir en í rannsókninni er ætlunin að ráða bót á því. Beitt verður aðferðum sem þekktar eru til að mæla virði óáþreifanlegra gæða gagnvart einelti en slíkt hefur ekki verið gert áður. Vísindalegt gildi rannsóknarinnar felst því í aðlögun þeirra aðferða að þessu nýja viðfangsefni og beitingu þeirra á það.“ Meðrannsakendur Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur í verkefninu eru Edda Björk Þórðardóttir, Brynja Jónbjarnardóttir og Gísli Gylfason auk þess sem rannsóknarhópurinn Teymi um tekjuuppbót (e. ConCIV - Consortium on Compensating Income Variation) verður fræðilegur bakhjarl verkefnisins. Félagsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Rannsókn sem miðar að því að meta til fjár miska vegna eineltis hefur hlotið styrk úr Styrktarsjóði Margaretar og Bents Schevings Thorsteinssonar við Háskóla Íslands. Styrkhafi er Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands, og nemur styrkurinn 1,2 milljónum króna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá skólanum. „Þó ætla megi að það sé mikils virði að verða ekki fyrir einelti er ekki vitað hversu mikils virði það er; þ.e. hve mikið þyrfti að greiða einstaklingi til að bæta upp það velferðartap sem hann/hún verður fyrir af völdum eineltis. Slíkt mat hefur bæði fræðilegt og hagnýtt gildi. Það getur t.d. nýst hinu opinbera við mat á hagkvæmni íhlutana sem ætlað er að draga úr einelti eða afleiðingum þess,“ segir í tilkynningunni. Stærsti hluti gæðanna/skaðans sem um ræðir er talinn tilfinningalegur. „Hagkvæmnisútreikningar sem ekki taka þessi andlegu gæði með í reikninginn verða því mjög bjagaðir en í rannsókninni er ætlunin að ráða bót á því. Beitt verður aðferðum sem þekktar eru til að mæla virði óáþreifanlegra gæða gagnvart einelti en slíkt hefur ekki verið gert áður. Vísindalegt gildi rannsóknarinnar felst því í aðlögun þeirra aðferða að þessu nýja viðfangsefni og beitingu þeirra á það.“ Meðrannsakendur Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur í verkefninu eru Edda Björk Þórðardóttir, Brynja Jónbjarnardóttir og Gísli Gylfason auk þess sem rannsóknarhópurinn Teymi um tekjuuppbót (e. ConCIV - Consortium on Compensating Income Variation) verður fræðilegur bakhjarl verkefnisins.
Félagsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels