Ísland enn í lykilstöðu eftir óvænt jafntefli í Grikklandi Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. júní 2019 08:00 Aron Pálmarsson var með fimm mörk fyrir íslenska landsliðið í óvæntu jafntefli í gær. Fréttablaðið/eyþór Íslenska karlalandsliðið í handbolta náði ekki að tryggja sæti sitt á Evrópumótinu 2020 í gær þegar Strákarnir okkar voru einfaldlega stálheppnir að næla í stig gegn Grikkjum. Spilamennska íslenska liðsins var lengi vel slök og þegar markvörður gríska liðsins, Petros Boukovinas, hrökk í gang gengu Grikkir á lagið og voru nálægt því að vinna leikinn. Stigið gæti þó reynst Strákunum okkar dýrmætt því að Tyrkir þurfa að vinna Ísland með tólf mörkum eða meira til að komast á EM í fyrsta sinn eftir ellefu marka sigur Íslands í fyrri leik liðanna. Á sama tíma gerði jafnteflið út um vonir Grikkja að ná Íslandi að stigum á sunnudaginn. Íslenska liðið náði strax tökum á leiknum á fyrstu mínútum leiksins og var með frumkvæðið allan fyrri hálfleikinn. Strákarnir okkar nýttu hornin vel og komu átta af fimmtán mörkum íslenska liðsins í fyrri hálfleik frá hornamönnunum Guðjóni Vali Sigurðssyni eða Arnóri Þór Gunnarssyni. Þrátt fyrir það gekk þeim illa, líkt og í fyrri leik liðanna, að hrista Grikkina af sér og héldu þeir sér inn í leiknum í fyrri hálfleik. Íslenska liðið leiddi með þremur mörkum þegar gengið var til búningsklefanna og var staðan jákvæð fyrir íslenska liðið. Makedóníu tókst, með herkjum, að sækja sigur til Tyrklands sem þýddi að sigur myndi duga íslenska liðinu til að tryggja sér þátttökurétt í lokakeppninni í janúar. Hálfleiksræðan virtist fara öfugt ofan í leikmenn íslenska liðsins því Grikkir hófu seinni hálfleikinn af krafti, skoruðu fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiksins og leiddu stærstan hluta hans. Eflaust var það reynsluleysi gríska liðsins sem kostaði þá sigurinn að lokum. Grikkir voru með boltann, tveimur mörkum yfir þegar fimmtíu sekúndur voru eftir en köstuðu boltanum tvívegis frá sér sem opnaði tækifæri fyrir íslenska liðið að stela stigi sem þeir nýttu sér. Ljóst er að gera þarf mun betur gegn Tyrklandi sem vann báða leikina gegn Grikklandi nokkuð örugglega. Spilamennska liðsins í gær var ekki góð gegn liði sem á að vera talsvert slakara en íslenska liðið í handbolta. Aðspurður hvað hafi farið úrskeiðis segir hornamaðurinn Arnór Þór að slök byrjun íslenska liðsins í seinni hálfleik hafi orðið þeim að falli. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn illa, skoruðum ekki mark fyrstu fjórar mínúturnar á sama tíma og þeir fá auðveld mörk og ganga á lagið. Þá er þetta orðinn jafn leikur og þeir komnir með sjálfstraust. Við töluðum um það inni í klefa í hálfleik að halda þessu áfram sem við höfðum gert vel en það gekk ekki upp.“ Arnór hrósar gríska liðinu fyrir spilamennskuna. „Þeir voru að klippa okkur út og suður í seinni hálfleik og við réðum ekkert við það. Þessi vörn sem við höfum verið að nota hefur reynst okkur vel en við réðum ekkert við þá í einn á einn í dag. Þeir eru ólseigir á heimavelli og eru fínir í handbolta þótt mér finnist að við eigum að vinna þetta lið. Þeir fengu markvörslu í seinni hálfleik þegar hann fór að taka dauðafæri og þá fórum við að gera okkur erfitt fyrir. Miðað við að við vorum tveimur mörkum undir þegar hálf mínúta var eftir er gott að fá þetta stig en við erum ekkert sáttir.“ Jafntefli dugar Íslandi á sunnudaginn gegn Tyrklandi. „Fyrst og fremst ætlum við að vinna þennan leik. Þeir hafa verið að standa í liðum en við ætlum okkur að vinna þennan leik eins og alla leiki á heimavelli.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í handbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta náði ekki að tryggja sæti sitt á Evrópumótinu 2020 í gær þegar Strákarnir okkar voru einfaldlega stálheppnir að næla í stig gegn Grikkjum. Spilamennska íslenska liðsins var lengi vel slök og þegar markvörður gríska liðsins, Petros Boukovinas, hrökk í gang gengu Grikkir á lagið og voru nálægt því að vinna leikinn. Stigið gæti þó reynst Strákunum okkar dýrmætt því að Tyrkir þurfa að vinna Ísland með tólf mörkum eða meira til að komast á EM í fyrsta sinn eftir ellefu marka sigur Íslands í fyrri leik liðanna. Á sama tíma gerði jafnteflið út um vonir Grikkja að ná Íslandi að stigum á sunnudaginn. Íslenska liðið náði strax tökum á leiknum á fyrstu mínútum leiksins og var með frumkvæðið allan fyrri hálfleikinn. Strákarnir okkar nýttu hornin vel og komu átta af fimmtán mörkum íslenska liðsins í fyrri hálfleik frá hornamönnunum Guðjóni Vali Sigurðssyni eða Arnóri Þór Gunnarssyni. Þrátt fyrir það gekk þeim illa, líkt og í fyrri leik liðanna, að hrista Grikkina af sér og héldu þeir sér inn í leiknum í fyrri hálfleik. Íslenska liðið leiddi með þremur mörkum þegar gengið var til búningsklefanna og var staðan jákvæð fyrir íslenska liðið. Makedóníu tókst, með herkjum, að sækja sigur til Tyrklands sem þýddi að sigur myndi duga íslenska liðinu til að tryggja sér þátttökurétt í lokakeppninni í janúar. Hálfleiksræðan virtist fara öfugt ofan í leikmenn íslenska liðsins því Grikkir hófu seinni hálfleikinn af krafti, skoruðu fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiksins og leiddu stærstan hluta hans. Eflaust var það reynsluleysi gríska liðsins sem kostaði þá sigurinn að lokum. Grikkir voru með boltann, tveimur mörkum yfir þegar fimmtíu sekúndur voru eftir en köstuðu boltanum tvívegis frá sér sem opnaði tækifæri fyrir íslenska liðið að stela stigi sem þeir nýttu sér. Ljóst er að gera þarf mun betur gegn Tyrklandi sem vann báða leikina gegn Grikklandi nokkuð örugglega. Spilamennska liðsins í gær var ekki góð gegn liði sem á að vera talsvert slakara en íslenska liðið í handbolta. Aðspurður hvað hafi farið úrskeiðis segir hornamaðurinn Arnór Þór að slök byrjun íslenska liðsins í seinni hálfleik hafi orðið þeim að falli. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn illa, skoruðum ekki mark fyrstu fjórar mínúturnar á sama tíma og þeir fá auðveld mörk og ganga á lagið. Þá er þetta orðinn jafn leikur og þeir komnir með sjálfstraust. Við töluðum um það inni í klefa í hálfleik að halda þessu áfram sem við höfðum gert vel en það gekk ekki upp.“ Arnór hrósar gríska liðinu fyrir spilamennskuna. „Þeir voru að klippa okkur út og suður í seinni hálfleik og við réðum ekkert við það. Þessi vörn sem við höfum verið að nota hefur reynst okkur vel en við réðum ekkert við þá í einn á einn í dag. Þeir eru ólseigir á heimavelli og eru fínir í handbolta þótt mér finnist að við eigum að vinna þetta lið. Þeir fengu markvörslu í seinni hálfleik þegar hann fór að taka dauðafæri og þá fórum við að gera okkur erfitt fyrir. Miðað við að við vorum tveimur mörkum undir þegar hálf mínúta var eftir er gott að fá þetta stig en við erum ekkert sáttir.“ Jafntefli dugar Íslandi á sunnudaginn gegn Tyrklandi. „Fyrst og fremst ætlum við að vinna þennan leik. Þeir hafa verið að standa í liðum en við ætlum okkur að vinna þennan leik eins og alla leiki á heimavelli.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í handbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira