Endurkoma ebólu í Austur-Kongó sögð ógnvekjandi Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2019 20:27 Fórnarlömb ebóluveirunnar grafin í Austur-Kongó. Vísir/EPA Ebólufaraldurinn sem nú geisar í Austur-Kongó er sá versti frá því á árunum 2013 til 2016 og ekkert bendir til þess að hann sé í rénun, að sögn framkvæmdastjóra góðgerðasjóðsins Wellcome Trust. Hátt í 1.400 manns hafa látið lífið í nýjasta faraldrinum í Austur-Kongó. Fyrsta ebólutilfellið greindist í ágúst í fyrra. Sjúkdómurinn hefur dregið um sjötíu prósent þeirra sem hafa smitast til dauða. Faraldurinn nú er sá næstversti í sögunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Útbreiðslan hefur áfram að aukast en það hefur aðeins gerst einu sinni áður svo löngu eftir fyrsta tilfellið, í faraldrinum skæða sem dró rúmlega 11.300 manns til dauða í Vestur-Afríku frá 2013 til 2016. Jeremy Farrar, framkvæmdastjóri Wellcome Trust sem styrkir læknisfræðirannsóknir, segir útbreiðslu veirunnar nú „sannarlega ógnvekjandi“. Ekkert bendi til þess að lát verði á faraldrinum í bráð. Smit hefur greinst í nágrannaríkinu Úganda þar sem fimm ára gamall drengur lést af völdum veirunnar. Hann hafði ferðast til Austur-Kongó með fjölskyldu sinni og eru ættingjar hans einnig taldir smitaðir. Farrar segir það ekki koma á óvart. Alþjóðleg viðbrögð þurfi til að hefta útbreiðsluna. „Austur-Kongó ætti ekki að þurfa að standa í þessu eitt,“ segir hann. Vopnaðar sveitir og vantraust á erlendum hjálparstarfsmönnum er sagt hafa torveldað aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar. Ráðist hefur verið á hátt í tvö hundruð heilsugæslustöðvar á þessu ári. Austur-Kongó Ebóla Tengdar fréttir Þúsund látin en hjálparstarf í hættu Eitt þúsund hafa nú látið lífið í ebólufaraldrinum í Austur-Kongó, þeim næstversta í sögunni. Þrátt fyrir alvöru málsins segir framkvæmdastjóri WHO að fjármagn fyrir lífsnauðsynlega hjálparstarfsemi berist ekki. 4. maí 2019 08:15 Óttast að ebóla berist yfir til Úganda Óttast er að ebólufaraldurinn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó berist yfir til nágrannaríkisins Úganda. Rúmlega 60 þúsund manns frá Norður Kivu héraði hafa hrakist burt af heimilum sínum frá því vopnuð átök hófust á svæðinu í lok marsmánaðar. 3. maí 2019 12:45 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Ebólufaraldurinn sem nú geisar í Austur-Kongó er sá versti frá því á árunum 2013 til 2016 og ekkert bendir til þess að hann sé í rénun, að sögn framkvæmdastjóra góðgerðasjóðsins Wellcome Trust. Hátt í 1.400 manns hafa látið lífið í nýjasta faraldrinum í Austur-Kongó. Fyrsta ebólutilfellið greindist í ágúst í fyrra. Sjúkdómurinn hefur dregið um sjötíu prósent þeirra sem hafa smitast til dauða. Faraldurinn nú er sá næstversti í sögunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Útbreiðslan hefur áfram að aukast en það hefur aðeins gerst einu sinni áður svo löngu eftir fyrsta tilfellið, í faraldrinum skæða sem dró rúmlega 11.300 manns til dauða í Vestur-Afríku frá 2013 til 2016. Jeremy Farrar, framkvæmdastjóri Wellcome Trust sem styrkir læknisfræðirannsóknir, segir útbreiðslu veirunnar nú „sannarlega ógnvekjandi“. Ekkert bendi til þess að lát verði á faraldrinum í bráð. Smit hefur greinst í nágrannaríkinu Úganda þar sem fimm ára gamall drengur lést af völdum veirunnar. Hann hafði ferðast til Austur-Kongó með fjölskyldu sinni og eru ættingjar hans einnig taldir smitaðir. Farrar segir það ekki koma á óvart. Alþjóðleg viðbrögð þurfi til að hefta útbreiðsluna. „Austur-Kongó ætti ekki að þurfa að standa í þessu eitt,“ segir hann. Vopnaðar sveitir og vantraust á erlendum hjálparstarfsmönnum er sagt hafa torveldað aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar. Ráðist hefur verið á hátt í tvö hundruð heilsugæslustöðvar á þessu ári.
Austur-Kongó Ebóla Tengdar fréttir Þúsund látin en hjálparstarf í hættu Eitt þúsund hafa nú látið lífið í ebólufaraldrinum í Austur-Kongó, þeim næstversta í sögunni. Þrátt fyrir alvöru málsins segir framkvæmdastjóri WHO að fjármagn fyrir lífsnauðsynlega hjálparstarfsemi berist ekki. 4. maí 2019 08:15 Óttast að ebóla berist yfir til Úganda Óttast er að ebólufaraldurinn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó berist yfir til nágrannaríkisins Úganda. Rúmlega 60 þúsund manns frá Norður Kivu héraði hafa hrakist burt af heimilum sínum frá því vopnuð átök hófust á svæðinu í lok marsmánaðar. 3. maí 2019 12:45 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Þúsund látin en hjálparstarf í hættu Eitt þúsund hafa nú látið lífið í ebólufaraldrinum í Austur-Kongó, þeim næstversta í sögunni. Þrátt fyrir alvöru málsins segir framkvæmdastjóri WHO að fjármagn fyrir lífsnauðsynlega hjálparstarfsemi berist ekki. 4. maí 2019 08:15
Óttast að ebóla berist yfir til Úganda Óttast er að ebólufaraldurinn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó berist yfir til nágrannaríkisins Úganda. Rúmlega 60 þúsund manns frá Norður Kivu héraði hafa hrakist burt af heimilum sínum frá því vopnuð átök hófust á svæðinu í lok marsmánaðar. 3. maí 2019 12:45