Óttast að leikmenn misnoti breytingar á reglum um hendi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júní 2019 14:00 Fran Kirby nældi í vítaspyrnu fyrir England vegna breytinganna vísir/getty Breytingarnar á fótboltareglunum sem komnar eru í notkun hér á Íslandi og á HM kvenna vekja áhyggjur um að leikmenn muni vísvitandi skjóta boltanum í hendur andstæðinganna til þess að fá vítaspyrnur. Í nýjustu uppfærslum á fótboltareglunum var ákvæðið um hendi uppfært svo að það er víti eða aukaspyrna ef leikmaður fer viljandi með hendina í boltann en einnig er hægt að dæma ef leikmenn gera líkamann stærri með handleggjunum eða fara með handlegginn fyrir ofan axlarhæð. Reglan er nú þegar farin að hafa áhrif, England fékk vítaspyrnu í leiknum gegn Skotum á HM í fótbolta á sunnudag eftir að myndbandsdómarinn dæmdi að fyrirgjöf Fran Kirby hafi farið í handlegginn á Nicola Docherty. „Það væri mögulega hægt að misnota þetta,“ sagði Kirby í viðtali við The Times. „Ég vil halda að leikmenn myndu ekki gera það, en þetta er erfið regla.“ „Ég ætla ekki að keyra upp að endamörkum og sparka boltanum svo í hendina á andstæðingnum til þess að fá víti og ég vil halda að aðrir geri það ekki heldur.“ Þessi nýja regla hefur fengið nokkra gagnrýni, sérstaklega vegna þess að myndbandsdómgæsla mun líklega alltaf gefa vítaspyrnu. „Ég vissi að um leið og boltinn fór inn í teiginn og fór í Docherty að þetta yrði vítaspyrna. Um leið og ég sá að þetta færi í myndbandsdómgæslu þá vissi ég að þetta yrði vítaspyrna. Ég fór upp til Nikita Parris og sagði henni að gera sig tilbúna.“ „Dómararnir sögðu það mjög skírt að ef handleggirnir eru ekki í náttúrulegri stöðu eða upp við líkamann þá verður dæmd vítaspyrna.“ Þessi regla verður við gildi í öllum deildum á næsta tímabili og þá verður myndbandsdómgæsla tekin upp í ensku úrvalsdeildinni. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Breytingarnar á fótboltareglunum sem komnar eru í notkun hér á Íslandi og á HM kvenna vekja áhyggjur um að leikmenn muni vísvitandi skjóta boltanum í hendur andstæðinganna til þess að fá vítaspyrnur. Í nýjustu uppfærslum á fótboltareglunum var ákvæðið um hendi uppfært svo að það er víti eða aukaspyrna ef leikmaður fer viljandi með hendina í boltann en einnig er hægt að dæma ef leikmenn gera líkamann stærri með handleggjunum eða fara með handlegginn fyrir ofan axlarhæð. Reglan er nú þegar farin að hafa áhrif, England fékk vítaspyrnu í leiknum gegn Skotum á HM í fótbolta á sunnudag eftir að myndbandsdómarinn dæmdi að fyrirgjöf Fran Kirby hafi farið í handlegginn á Nicola Docherty. „Það væri mögulega hægt að misnota þetta,“ sagði Kirby í viðtali við The Times. „Ég vil halda að leikmenn myndu ekki gera það, en þetta er erfið regla.“ „Ég ætla ekki að keyra upp að endamörkum og sparka boltanum svo í hendina á andstæðingnum til þess að fá víti og ég vil halda að aðrir geri það ekki heldur.“ Þessi nýja regla hefur fengið nokkra gagnrýni, sérstaklega vegna þess að myndbandsdómgæsla mun líklega alltaf gefa vítaspyrnu. „Ég vissi að um leið og boltinn fór inn í teiginn og fór í Docherty að þetta yrði vítaspyrna. Um leið og ég sá að þetta færi í myndbandsdómgæslu þá vissi ég að þetta yrði vítaspyrna. Ég fór upp til Nikita Parris og sagði henni að gera sig tilbúna.“ „Dómararnir sögðu það mjög skírt að ef handleggirnir eru ekki í náttúrulegri stöðu eða upp við líkamann þá verður dæmd vítaspyrna.“ Þessi regla verður við gildi í öllum deildum á næsta tímabili og þá verður myndbandsdómgæsla tekin upp í ensku úrvalsdeildinni.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira