Segja bróður Kim Jong-un hafa verið uppljóstrara fyrir CIA Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2019 09:06 Kim Jong-nam árið 2007. Ashai Shimbun/Getty Kim Jong-nam, hálfbróðir Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var uppljóstrari fyrir CIA áður en hann var ráðinn af dögum í Malasíu árið 2017. Þetta kemur fram í fréttaflutningi Wall Street Journal. Miðillinn vísar í ónafngreindan heimildarmann sem sagður er þekkja vel til málsins og haft eftir honum að „tengsl“ hafi verið á milli Kim og bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Nákvæmlega hvers eðlis samband hans við leyniþjónustuna er er þó ekki tíundað. Samkvæmt umfjöllun WSJ var tilgangur ferðar Kim til Malasíu, hvar hann var drepinn, að hitta tengilið sinn við CIA. Þó sé ekki ljóst hvort það hafi verið það eina sem vakti fyrir honum með ferðalaginu þangað. Kim Jong-nam hafði þó ekki búið í Norður-Kóreu frá því snemma á fyrsta áratug þessarar aldar og því ekki talið líklegt að hann gæti varpað ljósi á það sem ætti sér stað innan landsins, og þá allra síst stjórnarhætti í höfuðborginni Pyongyang. Þá er talið líklegt að Kim hafi verið í sambandi við leyniþjónustur fleiri ríkja, til að mynda Kína. Þó erfitt reynist að sannreyna þennan fréttaflutning Wall Street Journal eru ákveðin atriði sem renna stoðum undir hana. Sem dæmi má nefna frásögn Önnu Fifield, fréttastjóra Washington Post í Peking, en þar er því einnig slegið föstu að Kim hafi gerst heimildarmaður bandarísku leyniþjónustunnar. „Kim Jong-nam gerðist uppljóstrari fyrir CIA […] Bróðir hans hefði talið það landráð að eiga í samskiptum við bandaríska njósnara. En Kim Jong-nam varð leyniþjónustunni úti um upplýsingar á fundum sem áttu sér venjulega stað í Singapúr eða Malasíu.“ Þá kemur einnig fram í bókinni að myndefni úr öryggismyndavélum á hóteli hafi sýnt Kim, í síðustu heimsókn sinni til landsins, þar sem hann steig inn í lyftu með manni sem fullyrt er að hafi verið bandarískur útsendari. Bakpoki sem Kim hafði meðferðis hafi þá átt að innihalda 120 þúsund dollara, tæpar 14 milljónir íslenskra króna, sem kunni að hafa verið greiðsla fyrir störf hans fyrir leyniþjónustuna. Þá halda stjórnvöld bæði í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum því fram að Kim Jong-nam hafi verið myrtur að skipun bróður síns, sem hefnd fyrir hve gagnrýninn hann var á stjórnarhætti fjölskyldu sinnar í Norður-Kóreu. CIA hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla vestanhafs um málið. Bandaríkin Kína Morðið á Kim Jong-nam Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Kim Jong-nam, hálfbróðir Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var uppljóstrari fyrir CIA áður en hann var ráðinn af dögum í Malasíu árið 2017. Þetta kemur fram í fréttaflutningi Wall Street Journal. Miðillinn vísar í ónafngreindan heimildarmann sem sagður er þekkja vel til málsins og haft eftir honum að „tengsl“ hafi verið á milli Kim og bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Nákvæmlega hvers eðlis samband hans við leyniþjónustuna er er þó ekki tíundað. Samkvæmt umfjöllun WSJ var tilgangur ferðar Kim til Malasíu, hvar hann var drepinn, að hitta tengilið sinn við CIA. Þó sé ekki ljóst hvort það hafi verið það eina sem vakti fyrir honum með ferðalaginu þangað. Kim Jong-nam hafði þó ekki búið í Norður-Kóreu frá því snemma á fyrsta áratug þessarar aldar og því ekki talið líklegt að hann gæti varpað ljósi á það sem ætti sér stað innan landsins, og þá allra síst stjórnarhætti í höfuðborginni Pyongyang. Þá er talið líklegt að Kim hafi verið í sambandi við leyniþjónustur fleiri ríkja, til að mynda Kína. Þó erfitt reynist að sannreyna þennan fréttaflutning Wall Street Journal eru ákveðin atriði sem renna stoðum undir hana. Sem dæmi má nefna frásögn Önnu Fifield, fréttastjóra Washington Post í Peking, en þar er því einnig slegið föstu að Kim hafi gerst heimildarmaður bandarísku leyniþjónustunnar. „Kim Jong-nam gerðist uppljóstrari fyrir CIA […] Bróðir hans hefði talið það landráð að eiga í samskiptum við bandaríska njósnara. En Kim Jong-nam varð leyniþjónustunni úti um upplýsingar á fundum sem áttu sér venjulega stað í Singapúr eða Malasíu.“ Þá kemur einnig fram í bókinni að myndefni úr öryggismyndavélum á hóteli hafi sýnt Kim, í síðustu heimsókn sinni til landsins, þar sem hann steig inn í lyftu með manni sem fullyrt er að hafi verið bandarískur útsendari. Bakpoki sem Kim hafði meðferðis hafi þá átt að innihalda 120 þúsund dollara, tæpar 14 milljónir íslenskra króna, sem kunni að hafa verið greiðsla fyrir störf hans fyrir leyniþjónustuna. Þá halda stjórnvöld bæði í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum því fram að Kim Jong-nam hafi verið myrtur að skipun bróður síns, sem hefnd fyrir hve gagnrýninn hann var á stjórnarhætti fjölskyldu sinnar í Norður-Kóreu. CIA hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla vestanhafs um málið.
Bandaríkin Kína Morðið á Kim Jong-nam Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira