Handbolti

Ísak heim í FH

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ísak í leik með FH.
Ísak í leik með FH. vísir/vilhelm
Ísak Rafnsson er á heimleið og mun leika með FH í Olís-deild karla í vetur eftir eitt ár í atvinnumennsku í Austurríki.

Þetta hefur Vísir samkvæmt heimildum sínum en Ísak mun verða tilkynntur sem leikmaður Hafnarfjarðarliðsins á næstu dögum.

Ísak er fæddur og uppalinn í Krikanum og hefur leikið þar alla tíð fyrir utan þetta eina tímabil í fyrra er hann lék með Scwaz Handball Tirol í Austurríki.

Ísak var þar í lykilhlutverki í bæði vörn og sókn en undanfarin tímabil með FH hafði hann aðallega leikið sem varnarmaður. Hann hefur einnig leikið upp öll yngri landslið Íslands.

Sigursteinn Arndal er tekinn við FH-liðinu af Halldóri Jóhanni Sigfússyni en FH datt út í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins á síðustu leiktíð. Liðið stóð uppi sem sigurvegari í Coca-Cola bikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×