Strandblak í mikilli sókn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júní 2019 22:00 Strandblaksiðkun hefur farið sívaxandi á Akureyri og nágrenni með tilkomu strandblaksvalla í Kjarnaskógi og víðar. Kjarnaskógur er sannkölluð náttúruparadís. Á veturna ræður gönguskíðafólk ríkjum en á sumrin tekur strandblakið yfir. Fjöldi fólks stundar þar strandblak að staðaldri og til marks um það voru 17 lið skráð til leiks á Krákumótinu sem haldið var í Kjarnaskógi á dögunum. Skipuleggjendur segja að þeir sem prófi séu fljótir að fá blakbakteríuna.Anna Kristín Magnúsdóttir.Vísir/Tryggvi Páll„Þetta er bara svo gaman. Þegar maður er inni að spila blak, það er rosa gaman en að vera að spila blak úti í frábæri veðri eins og í dag að þá er þetta bara útivera, samvera og að hafa gaman,“ segir Anna Kristín Magnúsdóttir, strandblakari. Mikil blakmenning er á Akureyri og í nærsveitum. Sandurinn breytir hins vegar miklu frá hinu hefðbundna inniblaki. „Þetta er hörku líkamsrækt. Manni finnst maður vera ansi kvikk en þegar maður er kominn í sandinn og maður er að stökkva til þá er líkaminn svolítið á eftir hausnum þannig að maður nær ekki boltanum alltaf,“ segir Anna Kristín.Aðstaðan í Kjarnaskógi er til fyrirmyndar.Vísir/Tryggvi PállKeppendur á mótinu voru í öllum aldursflokki og veðrið lék við keppendur sem sýndu margir hverjir lagleg tilþrif. Sumir voru að stíga sín fyrstu skref. „Við erum hérna með byrjendaflokk og þar er fólk sem hefur eiginlega aldrei spilað blak, þannig að það geta allir komið,“ segir Anna Kristín.Tilþrifin voru oft glæsilegVísir/Tryggvi PállAðstaðan í Kjarnaskógi er til fyrirmyndar og er Anna Kristín með einföld skilaboð til þeirra sem hafa velt því fyrir sér að stíga í sandinn, en ekki látið af verða. „Ég mæli bara með að fólk komi hérna og prófi þetta.“ Akureyri Blak Tengdar fréttir Sumarlífið: Strandblak eins og það gerist best Sumarlífið skellti sér á Íslandsmótið strandblaki við Laugardalslaug á dögunum og ræddi Ósk Gunnarsdóttir við Jóhannes mótstjóra og fleiri. 18. ágúst 2015 21:00 Strandblak, harmonikutónleikar og traktorstorfæra á Suðurlandi Strandblak, harmonikutónleikar og traktorstorfæra voru meðal atriða sem gestir á Suðurlandi nutu í dag í veðurblíðunni. 4. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Strandblaksiðkun hefur farið sívaxandi á Akureyri og nágrenni með tilkomu strandblaksvalla í Kjarnaskógi og víðar. Kjarnaskógur er sannkölluð náttúruparadís. Á veturna ræður gönguskíðafólk ríkjum en á sumrin tekur strandblakið yfir. Fjöldi fólks stundar þar strandblak að staðaldri og til marks um það voru 17 lið skráð til leiks á Krákumótinu sem haldið var í Kjarnaskógi á dögunum. Skipuleggjendur segja að þeir sem prófi séu fljótir að fá blakbakteríuna.Anna Kristín Magnúsdóttir.Vísir/Tryggvi Páll„Þetta er bara svo gaman. Þegar maður er inni að spila blak, það er rosa gaman en að vera að spila blak úti í frábæri veðri eins og í dag að þá er þetta bara útivera, samvera og að hafa gaman,“ segir Anna Kristín Magnúsdóttir, strandblakari. Mikil blakmenning er á Akureyri og í nærsveitum. Sandurinn breytir hins vegar miklu frá hinu hefðbundna inniblaki. „Þetta er hörku líkamsrækt. Manni finnst maður vera ansi kvikk en þegar maður er kominn í sandinn og maður er að stökkva til þá er líkaminn svolítið á eftir hausnum þannig að maður nær ekki boltanum alltaf,“ segir Anna Kristín.Aðstaðan í Kjarnaskógi er til fyrirmyndar.Vísir/Tryggvi PállKeppendur á mótinu voru í öllum aldursflokki og veðrið lék við keppendur sem sýndu margir hverjir lagleg tilþrif. Sumir voru að stíga sín fyrstu skref. „Við erum hérna með byrjendaflokk og þar er fólk sem hefur eiginlega aldrei spilað blak, þannig að það geta allir komið,“ segir Anna Kristín.Tilþrifin voru oft glæsilegVísir/Tryggvi PállAðstaðan í Kjarnaskógi er til fyrirmyndar og er Anna Kristín með einföld skilaboð til þeirra sem hafa velt því fyrir sér að stíga í sandinn, en ekki látið af verða. „Ég mæli bara með að fólk komi hérna og prófi þetta.“
Akureyri Blak Tengdar fréttir Sumarlífið: Strandblak eins og það gerist best Sumarlífið skellti sér á Íslandsmótið strandblaki við Laugardalslaug á dögunum og ræddi Ósk Gunnarsdóttir við Jóhannes mótstjóra og fleiri. 18. ágúst 2015 21:00 Strandblak, harmonikutónleikar og traktorstorfæra á Suðurlandi Strandblak, harmonikutónleikar og traktorstorfæra voru meðal atriða sem gestir á Suðurlandi nutu í dag í veðurblíðunni. 4. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Sumarlífið: Strandblak eins og það gerist best Sumarlífið skellti sér á Íslandsmótið strandblaki við Laugardalslaug á dögunum og ræddi Ósk Gunnarsdóttir við Jóhannes mótstjóra og fleiri. 18. ágúst 2015 21:00
Strandblak, harmonikutónleikar og traktorstorfæra á Suðurlandi Strandblak, harmonikutónleikar og traktorstorfæra voru meðal atriða sem gestir á Suðurlandi nutu í dag í veðurblíðunni. 4. ágúst 2018 21:00