Ísland spilar sinn fyrsta leik á EM 2020 gegn heimsmeisturum Dana en riðill Ísland fer fram í Malmö.
Ísland hefur mótið þann 11. janúar en fyrsti leikurinn á mótinu er gegn Dönum sem urðu heimsmeistarar á heimavelli í janúar.
Tveimur dögum síðar spilar liðið svo við Rússland en síðasti leikur riðilsins verður svo spilaður gegn Ungverjalandi þann 15. janúar.
Efstu tvö lið riðilsins fara áfram í milliriðil.

